Óháð mat er grundvallarforsenda

Ýmsir aðilar, þar á meðal nokkrir þingmenn, véfengja útreikninga MP-banka á hagkvæmni Vaðlaheiðargangna og líkunum á því að göngin standi undir sér með veggjöldum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að meðaltekjur Hvalfjarðargangna af hverjum bíl, sem um göngin fer, sé um fimmhundruð krónur en tekjuspá vegna Vaðlaheiðargangna geri ráð fyrir eittþúsund króna tekjum af hverjum bíl, eða helmingi hærri tekjum en fást í Hvalfarðargöngunum.

Fyrirtækið, sem ætlar að byggja og reka Vaðlaheiðargöng, er í meirihlutaeigu ríkissjóðs og ríkið ætlar að lána þessu ríkisfyrirtæki fyrir byggingarkostnaðinum, a.m.k. á framkvæmdartíma og jafnvel til áratuga, takist ekki að fjármagna framkvæmdina á annan hátt.

Fjármálaráðherra er þingmaður kjördæmisins, þar sem framkvæmdirnar fara fram og stjórnarþingmaður situr í stjórn Vaðlaheiðarganga hf., sem verður eigandi og rekstraraðili.

Þó ekki væri til annars en að útiloka umræður um pólitíska spillingu, af þessum ástæðum, hlýtur það að vera eðlileg og sanngjörn krafa að óháðir aðilar yfirfari alla útreikninga um byggingar- og rekstrarkostnað gangnanna og endurgreiðslugetu vegna lána sem til verksins verða tekin.

Í raun er allt annað gjörsamlega óeðlilegt og vekur grunsemdir um vinnubrögð.


mbl.is Sjálfbærni grundvallarforsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Svona smámunasemi á nú aðallega við um aðra, það dettur engum í huga að fjármálaráðherrann okkar hugumprúði tengist á nokkurn hátt spillingu eða neinu misjöfnu, eða hvað?

Kjartan Sigurgeirsson, 8.11.2011 kl. 08:20

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Auðvitað er það sjálfsagt. Þó ekki væri nema til þess að fólk þurfi ekki að sttja undir svona leiðinda íunum af þeim toga sem koma fram í #1

Annars ætti það bara að vera föst regla, fyrir utan alla útreikninga, að kanna hverjir eiga hagsmuna að gæta við svona stórframkvæmdir og hvert þræðir þeirra liggja. Það gæti sparað allmörgum að fara léttu leiðina ljúfu, sér og sínum til framdráttar, en missa síðan mannorðið þegar ballinu lýkur. Þetta gæti kallast fyrirbyggjandi aðgerðir, og mætti falla undir aðgerðasvið bankanna, sem stofnað yrði almenningi til hagsbóta, en það sæi um að hann væri ekki alltaf hlunnfarinn, hvar sem hægt er að koma því við. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband