Íslendingar eru heimsk og sturluð þjóð að mati Buiter's

Að mati Willem's Buiter, aðalhagfræðings Citigroup, eru Íslendingar bæði heimsk og st„Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum,"urluð þjóð sem hefði á undanförnum áratugum látið alla skynsemi fara lönd og leið.

Þetta sagði Buiter á ráðstefnunni í Hörpu, en í máli hans kom þetta fram m.a: "Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum."  Ennfremur ráðlagði hann þessari heimsku þjóð. Íslendingum" að ganga hið snarasta í ESB og leggja niður bæði seðlabankann og fjármálaeftirlitið, enda vonaðist hann til að upp yrði tekin sameiginleg fjármálastjórn og fjármálaeftirlit fyrir allt ESB, sem stjórnað yrði með harðri hendi frá Brussel.

Buiter lét þess reyndar getið að til þess að svo gæti orðið, yrði bæði ESB og evran að lifa af þær efnahagshörmunar sem hætta er á að setji allt evrópska kerfið í rúst og þá yrði auðvitað ekkert fyrir heimsku og sturluðu þjóðina hér á landi að sækja til ESB.

Eina spurningin sem vaknar í þessu sambandi er hvort eintómir heimskingjar hafi líka stjórnað fjármálum Evrópu og gjörðir þeirra hafi stafað af "sameiginlegri sturlun". 


mbl.is Sameiginleg sturlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eðlilega talar hann máli Wallstreet, sem vildi geta gleypt allt og ráðið öllum seðlabönkum. Ísland er eitt af fáum útvörðum, sem enn ræður seðlabankanum sínum. Í bretlandi ákveður City stýrivextina t.d.  Margur heldur mig sig segi ég nú bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Gunnar Waage

maðurinn er bara starfsmaður Evrópusambandsins.

Gunnar Waage, 27.10.2011 kl. 15:45

3 identicon

Mjög raunhæf sýn. Það var mikil geggjun í gangi í þjóðfélaginu og enginn vill núna kannast við neitt. Og sameiginlega geggjunin heldur áfram.

Valgeir (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 19:57

4 identicon

Why Britain Should Join the Euro eftir hr. Willem Buiter.

Hópbrjálæði virðist gera vart við sig á fleiri stöðum en á Íslandi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:14

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er margt satt í orðum Buiter, en var þetta einangrað við Ísland?

Hvað er það annað en heimska og sturlun þegar bandarískir bankar lánuðu atvinnulausu fólki fé til að kaupa sér hús?

Hvað var það annað en heimska og sturlun þegar þessir bankar vöfðu svo þessi lán í lánasöfn og seldu svo bönkum út um allan heim?

Hvað var það annað en heimska og sturlun þegar þeir bankar út um allan heim keyptu svo þessi bréf?

Hvað var það annað en heimska og sturlun hvernig stórfyrirtæki á borð við Enron höguðu sér?

Hvað var það annað en heimska og sturlun þegar Grikkir, Írar, Portúgalir og Spánverjar sóuðu fé langt umfram getu og efnahag þessara þjóða?

Hvað var það annað en heimska og sturlun að leggja af stað með einn gjaldmiðil yfir fjölda hagkerfa Evrópu?

Hvað ER það annað en heimska og sturlun að halda til streytu því vonlausa verki?

Svona væri hægt að skrifa heilu dagana.

Vissulega ríkti hér á landi heimska og sturlun af einhverju tagi, en Buiter ætti kanski að líta sér nær áður en hann gagnrýnir. Staðreyndin er að flestir Íslendingar hafa áttað sig á þessu sjálfir og flestir farnir að breyta sínu lífsviðhorfi, þó vissulega séu enn nokkrir einstaklingar sem ekki skilja ruglið.

Það verður þó ekki það sama sagt um marga erlendis, það er ekki að sjá að Bandaríkin og margar þjóðir Evrópu séu búnar að átta sig á þessu. Buiter virðist hafa komið auga á ruglið, en hann ætti frekar að beina sínum orðum til þeirra sem ekki vilja meðtaka sannleikann. Reyna að fá þá til að sjá ljósið!

Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil, en ábyrgð fjármálaheimsins er enn meiri. Það er fjármálaheimurinn sem í raun stjórnar allri heimsbyggðinni, stjórnmálamenn eru einungis tæki í höndum hans. Þegnarnir spila eins og fyrir þeim er haft.

Í þessu iggur vandinn!

Gunnar Heiðarsson, 28.10.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband