Hvað gerir Steingrímur J. vegna ólöglegs virðisaukaskatts?

Verði endanleg niðurstaða dómstóla sú, sem líklegast er, að kaupleigusamningar fjármálafyrirtækjanna sem voru gengisbundnir verði úrskurðaðir ólöglegir eins og aðrir gengisbundnir lánasamningar, mun það kalla á háar endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið frá upphafi þessara gengisviðmiðana.

Um milljarða tugi gæti verið að ræða þar sem þúsundir fyrirtækja og einstaklinga hafa í gegn um tíðina fjármagnað tækjakaup sín með þessu móti og margir hreinlega orðið gjaldþrota, eftir að gengið hrundi og afborganir þessara samninga hækkuðu gífurlega.

Að slíkri niðurstöðu fenginni yrði ríkissjóður að skila til baka þeim virðisaukaskatti sem innheimtur hefur verið af ólöglegum innheimtum, því ríkið verður auðvitað að skila illa fengnu fé, eins og aðrir. Ekki síður mun þetta koma illa við þá sem innskattað hafa slíka samninga í rekstri sínum og þurfa þá að endurgreiða ríkissjóði vegna þess.

Nema Steingrími J. detti í hug að setja lög í snarhasti, sem undanskilji báða aðila frá slíku uppgjöri.


mbl.is Ríkissjóður gæti tapað á dómi um fjármögnunarleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu og líklegt að við sem vinnum við uppgjör munum sitja sveittir við næstu misseri að endurreikna nokkur ár aftur í tímann.   Það er alveg ljóst að það þarf að setja einhverjar reglur um þetta og leiðbeiningin að koma frá Ríkisskattstjóra.  Ég treysti því að það muni síður kalla á klúður heldur en ef fyrirmælin koma frá fjármálaráðherra.   Þetta mun einnig hafa áhrif á rekstrarniðurstöður viðkomandi rekstrarára og þar með á tekjuskatt eða uppsafnað skattalegt tap.

Jón Óskarsson, 24.10.2011 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband