Lýsing berst "til síðasta blóðdropa".

Fjármálafyrirtækin hafa verið að hrekjast úr einu vígi í annað vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti gegnistryggingar lánasamninga. Þrátt fyrir að niðurstaða Hæstaréttar sé skýr í hverju því máli sem lokið er fyrir dómstólnum, neita fjármálastofnanirnar að viðurkenna dómana sem fordæmi vegna annarra lánasamninga en nákvæmlega þeirra sem dæmt er um hverju sinni.

Þetta hefur orðið til þess að nauðsynlegt hefur verið að fara með hvert einasta lánsform í sérstök málaferli og þrátt fyrir að niðurstaða Hæstaréttar sé sú sama í hvert sinn, hvort sem um raunverulega lánasamninga eða fjármögnunarsamninga hafi verið að ræða, að alltaf er sagt að orðalag næsta samnings sé ekki nákvæmlega eins og í þeim samningum sem þegar hefur verið felldir dómar vegna og þess vegna eigi dómsniðurstaðan ekki við um "okkar samninga".

Lýsing hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti fjármögnunarleigusamninga Íslandsbanka og segir að sá dómur eigi alls ekki við um sína samninga, enda sé orðalagið á þeim öðruvísi en á samningum Íslandsbanka og því verði sá dómur að engu hafður varðandi samninga Lýsingar.

Lýsing ætlar að "berjast til síðasta blóðdropa" og segir að niðurstaðu dómstóla varðandi orðalag sinna samninga verði vonandi að vænta um mitt næsta ár. Síðan "harmar" fyrirtækið hve dómstólarnir rugli fólk mikið í ríminu og fái það jafnvel til að halda að dómar Hæstaréttar geti verið fordæmi fyrir viðskiptavini sína.

Falsið og tvískinnungurinn í málflutningi Lýsingar veldur flökurleika hjá hraustasta fólki. Aðrir kasta strax upp.


mbl.is Segja dóminn ekki gefa fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptavinir þessara fyrirtækja ættu að fara að fordæminu og halda því fram að lánasamningar sínir séu allir ógildir þar til reynt hefur á það fyrir dómi.

Samkvæmt lögum er fyrirtækjunum óheimilt að innheimta vexti á meðan slíkur ágreiningur er uppi.

Það má telja líklegt að margir myndu vilja sleppa við að borga vextina.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 19:18

2 Smámynd: Dexter Morgan

Ekkert við þetta að bæta. Nema ef vera skyldi að nú erum við AXLE, háttvirtur síðueigandi, sammála. :) Batnandi mönnum er best að lifa. Húrra fyrir því.

Dexter Morgan, 22.10.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Dexter Morgan

Æææi, smá stafarugl, AXEL, no hard feeling !

Dexter Morgan, 22.10.2011 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband