Illa farið með Jón Ásgeir

Jón Ásgeir hefur greinilega ennþá á sínum snærum sömu "ímyndarsmiði" og unnu fyrir hann þegar Bónusmálið fyrsta var fyrir dómstólum á árunum fyrir hrun, en þá tókst með þeirra hjálp og fjölmiðlaveldis Bónusgengisins að snúa almenningsálitinu gegn saksókninni og með hinum ákærðu. Lítið kom út úr þeim dómsmálum annað en ást þjóðarinnar á "útrásarsnillingum" sínum, sem að vísu breyttist í hatur og fyrirlitningu fáum misserum síðar.

Nú munu vera til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara miklu yfirgripsmeiri og flóknari mál en þau sem áður voru til skoðunar varðandi Baugsgengið og vegna reynslunnar af niðurstöðu fyrsta málsins liður sjálfsagt nokkur tími áður en nýju málunum verður stefnt fyrir dómara og alls óvíst hvernig þau munu enda.

Málið, sem núna er fyrir dómi, snýst um meintan skattaundandrátt fyrir tíu árum síðan og auðvitað er ekki boðlegt að taka svona langan tíma í rannsókn nokkurs máls og láta ákærðu þurfa að þola bið í áratug eftir niðurstöðu.

Jón Ásgeir getur þó líklega kennt sjálfum sér um að miklu leyti, þar sem það var hann sjálfur sem byggði upp slíkan kóngulóarvef viðskiptaklækja með anga víða um heim, að rannsakendum er vorkunn þó langan tíma taki að rekja alla þá þræði.

Vonandi verður búið að hreinsa upp allan óþverrann sem tengist Bónusgenginu áður en núverandi áratugur verður allur.


mbl.is Jón Ásgeir kom með bónuspoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er erfitt að moka flórinn eftir Jón Ásgeir...

Vilhjálmur Stefánsson, 17.10.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mig dreymir um þann dag, sem hann verður ekki fréttamatur lengur, og helst ævilangt bak við lás og slá. Jón Ásgeir verður seint sakaður um að vera ekki eldklár, þó svo hann hafi notað þá gáfu sína á þann hátt, að langflestir landsmenn fyrirlíta hann og það sem undan honum hefur runnið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 13:08

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Lífsgildi svona manna ráðast af botnlausri græðgi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 13:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega er ég sammála því að því fyrr, sem Jón Ásgeir og allt gengið í kringum hann hverfur úr fréttunum og lokast einhversstaðar frá þjóðfélaginu, því betra.

Hins vegar er maður hræddur um og reyndar nokkuð viss, að þessu gegni mun takast að tefja málin og flækja svo kyrfilega fyrir dómstólum, með aðstoð allra færustu og dýrustu lögfræðinga landsins og aðra sérfræðinga sér til halds og trausts, að langt verði liðið á þennan áratug áður en málin klárast fyrir dómstólum.

Mesta hættan er svo eins og áður sú, að með lagaklækjum takist að ná fram sýknu eða frávísun málanna frá dómi.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband