ESB er besti vinur barnanna

ESB hefur enn og aftur sýnt og sannað að stórríkið fyrirhugaða er besti vinur barnanna og lætur ekkert sem þeim viðkemur fram hjá sér fara af umhyggjusemi einni saman og með það í huga að auðvitað geta börn og unglingar ekki haft vit fyrir sér sjálf og engum dettur í hug að foreldrar þeirra séu í raun hæfir til að ala börn sín upp af nokkru viti.

Umhyggjusemi ESBkommisaranna brýst fram í misæðisgegnum forsjárhyggjuköstum, en nýjasta tilskipunin hlóðar upp á að barnaafmælisblöðrur skuli bannaðar innan átta ára, partíflautur bannaðar innan fjórtán ára, ásamt því að banna fljótlega allar flautur sem hægt er að anda í gegn um, að ekki sé minnst á að blessað ungviðið stundi fiskveiðar með hverju því agni sem þeim dytti í hug að beita.

Börn hafa farið sér að voða með því að leika sér á ólíklegustu stöðum, jafnvel inni á dagheimilum, skólum, á leið frá heimili til skóla og jafnvel inni á sínum eigin heimilum. Þá eru óupptaldar allar aðrar hættur sem að geta steðjað, t.d. að villast á leið heim til ömmu sinnar eða taka rangan strætisvagn á leið um bæinn.

Verkefnaskortur á sviði barnaverndarmála og reglugerðarsetninga þeim tengdum, mun ekki há ESB á næstunni.

ESB sé lof og dýrð fyrir umhyggjuna.


mbl.is Blöðrubann sett á börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ljósi efnahagsástandsins, þá væri ekki úr vegi að fækkað yrði um svosem nokkur þúsund starfsmenn í ráðuneyti blöðruupplásturs hjá ESB og kannski fjölgað einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á...

Hvað skyldi Össur segja um málið? Það er allavega öruggt að forgangsröðunin er á hreinu þarna.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband