Lagalegegum kröfum ESB verður að mæta skilyrðislaust

ESB birti í dag svokallaða "Framvinduskýrslu" vegna innlimunar Íslands í væntalegt stórríki Evrópu og er ekki annað að sjá en að kommisararnir í Brussel telji að nokkuð langt sé í land varðandi aðlögun landsins.

Vert er að vekja sérstaka athygli á eftirfarandi úr viðhangandi frétt: "Í skýrslunni er hinsvegar einnig tekið fram að enn sé Icesave deilan óleyst. Þá megi búast við „erfiðum samningaviðræðum í ýmsum lykilmálaflokkum, s.s. hvað varðar frjálsa för fjármagns, sjávarútveg, landbúnað og byggðaþróun, umhverfismál þ.á.m. hvalveiðar, skatta- og tollamál, svæðisstjórnun og fæðuöryggi“."

ESB er sem sagt ennþá að vinna fyrir Breta og Hollendinga í því að koma skuldum Landsbankans yfir á íslenska skattgreiðendur, eins og verið er að gera með útlánarugl evrópskra banka, en látið er heita að verið sé að bjarga ríkissjóðum, t.d. Grikklands, þegar í raun er verið að velta vandamálum evrópskra banka, sérstaklega franskra og þýskra, yfir á skattgreiðendur ESBlandanna.

Einnig er athyglisvert að ESB ætlar að knýja Íslendinga til að hætta hvalveiðum, enda verða allar ákvarðanir varðandi veiðar og vinnslu, jafnt hvala sem annarra sjávardýra, teknar í Brussel ef tekst að innlima Ísland sem útkjálkahrepp í stórríkið væntanlega.

Athygilsveðust í fréttinni er þó eftirfarandi setning:  "Á heildina litið sé Ísland vel í stakk búið að mæta lagalegum kröfum ESB."

Hér segir skýrt og skorinort að Ísland eigi að mæta lagalegum kröfum ESB, enda vita allir sem vilja vita að undanþágur frá þeim verða engar, a.m.k. ekki nema til mjög skamms tíma, láti þjóðin blekkja sig til innlimunarinnar.

Íslenska ríkisstjórnin birtir hins vegar engar "Framvinduskýrslur" af sinni hálfu og hefur ekki einu sinni mótað eða gefið út nokkur einustu samningsmarkmið, enda tilgangslaust þar sem annaðhvort verða "lagalegalegum kröfum ESB" mætt eða ekkert verður af innlimuninni. 


mbl.is Erfiðar viðræður framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þeir eru að blöffa okkur. Össur fær í gegn að við séum samþykkt sem mjög líkleg til að fara eftir þeirra lögum eins fljótt og auðið er.

Valdimar Samúelsson, 12.10.2011 kl. 13:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum að taka ESB lögin upp að stóru leiti í gegnum EES.

ESB vill gjaldeyrishöftin í burtu. Eru NEI sinnar á móti því núna?

Haftabúskapur framtíðarsýn Heimsýnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.10.2011 kl. 17:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bullarinn og Þvaðrarinn í athugasemd nr. 2 er samur við sig, eins og venjulega. Íslendingar þyrftu varla að vera í "samningum" við ESB um hvernig ÖLL lög og regluverk stórríkisins væntanlega ef þau væru þegar í gildi á Íslandi í gegn um EES. Þeir þættir sem ráða lífsafkomu þjóðarinnar eru algerlega utan við EES samninginn og meira að segja kommisararnir í Brussel tala um að "samningarnir" um tilverugrundvöll þjóðarinnar muni verða erfiðir.

Meira að segja Samfylkingin segist vera á móti gjaldeyrishöftunum og að þau þurfi að afnema sem allra fyrst, svo að hálfvitalegu spurningunni um þau er ekki einu sinni svaraverð og fullyrðingin um framtíðarsýn Heimsýnar sannar enn og aftur hvað býr í heilabúinu sem setur hana fram.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 18:47

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert að segja að Íslendingar þurfa að mæta kröfum ESB meðal annars um frjáls flæði fjármagns. Þú ert á móti því ef ég skil bloggið rétt.

Þá hlíturu að vera mjög ósáttur að ESB ætlar að hjálpa okkur að losna við gjaldeyrishöftin.

Þú hlítur að vita hvað þú sjálfur bloggaðir um kallinn minn.

Hvo er það þannig að sjávarútvegurinn er takmörkuð auðlind. Landsmönnum mun fjölga en ekki fiskurinn og þess vegna þurufm við að treysta á nýsköpun og sprotafyrirtæki ef við ætlum að efla lífskjör og gjaldeyristekjur.

Og þau fyrirtæki eru með mjög skýra afstöðu til ESB

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband