Ójöfn samkeppni um Vaðlaheiðargöng?

ÍAV hf. og Marti Contractors Lts. frá Sviss voru með lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðargangna að upphæð 8,8 milljarða króna, sem er um 95% af kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins.

Norðurverk átti næst lægsta tilboðið, sem var um 9,5 milljarðar króna og Ístak og Suðurverk voru einnig í hópi tilboðsgjafa, en þeirra tilboð voru nokkru hærri.

Sú spurning vaknar hvort ekki sé um ójafna samkeppni um verkið að ræða, þar sem eigengdur ÍAV beittu vægast sagt einkennilegum snúningi til þess að eignast fyrirtækið eftir skuldaniðurfellingar og sölu fyrirtækisins, einmitt til samstarfsfélagsins, Marti, sem seldi svo fyrri eigendum það aftur skömmu síðar.

Ef taka á tilboði ÍAV og Marti í verkið hlýtur að verða gerð sú krafa að upplýst verði hvort hin fyrirtækin sem buðu í verkið hafi notið sambærilegra skuldaniðurfellinga og ÍAV og hafi svo ekki verið er óboðlegt að leyfa ÍAV að taka þátt í útboðum í samkeppni við þau, þar sem staða fyrirtækjanna er þá afar ójöfn, ef samkeppnisfyrirtækin sitja uppi með allar sínar eldri skuldir, en eigendur ÍAV hafi sloppið við sínar með sannkölluðum "útrásarvíkingaaðferðum".

Steingrímur J., sem reyndar ætlar að fjármagna verkið með vafasömum hætti, verður að upplýsa hvort leikurinn um Vaðlaheiðargöngin sé á jafnréttisgrundvelli.


mbl.is ÍAV og Marti áttu lægsta tilboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband