Vonandi fæst lokaniðurstaða

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, hefur skipað starfshóp til að rannsaka hvernig staðið var að rannsókn Geirfinns- og Guðmundarmála, en engin sátt hefur verið í þjóðfélaginu um niðurstöður rannsóknanna sem dómar í málunum voru byggðar á.

Margt hefur komið mönnum einkennilega fyrir sjónir varðandi þessi mál og rannsókn þeirra og víst er að ekki uppfyllir hún neinar nútímakröfur um rannsókn glæpamála og nægir þar að nefna til gæsluvarðhaldið sem sakborningarnir þurftu að sæta, allt upp í tvö ár, og meðferð þeirra í varðhaldinu.

Vonandi verður þessi rannsókn starfshópsins til þess að endanleg niðurstaða fáist í þetta ömurlega mál og gefi hún tilefni til, fái hinir dæmdu uppreisn æru og sannist sakleysi þeirra fái þeir sanngjarnar bætur, þó peningar bæti ekki þann skaða sem dómsmorði fylgir.

Tími er til kominn að reyna að fá endanlegan botn í þetta mál, sakborninganna vegna og þjóðarinnar vegna.


mbl.is Yfirfara rannsókn málanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband