6.10.2011 | 22:48
Ætli Jóhanna, Steingrímur og Már séu sammála þessu?
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, segir að Bretland og reyndar veröldin öll, standi frammi fyrir gífurlegum efnahagserfiðleikum, jafnvel þeim mestu frá kreppunni miklu á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Í fréttinni kemur m.a. fram eftirfarandi um álit Kings á ástandinu: "Hann sagði að staðan gæti jafnvel verið verri en í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Mikilvægt væri að teknar væru réttar ákvarðanir sem i tilfelli Bretlands væri að dæla meiri peningum í umferð."
Með því að dæla meiri peningum í umferð á seðlabankastjórinn auðvitað við, að með því móti verði hægt að auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem fyrirtæki þurfa þá að framleiða og bjóða fram. Með því móti eykst atvinna og þar með fækkar atvinnulausum og þeir sem vinnu hafa fá meiri peninga að spila úr.
Þetta er svo sem ekki flókin hagfræði, en samt hefur verið unnið á þveröfugan hátt hér á landi undanfarin tvö og hálft ár, þ.e. í valdatíð núverandi ríkisstjórnar sem barist hefur með kjafti og klóm gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og þar með stuðlað að dýpkun og lengingu kreppunnar hér á landi. Nýjasta hugmynd ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnuleysið er að sekta þá sem án vinnu hafa verið í þrjú ár um hálfa milljón króna, með sviptingu atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði.
Allir seðlabankar annarra landa hafa lækkað stýrivexti sína undanfarin misseri, jafnvel niður undir núll, en sá íslenski heldur sínum stýrivöxtum uppi og hótar enn frekari hækkunum á næstu mánuðum. Enginn nema Már Guðmundsson og peningastefnunefnd seðlabankans skilur þá stefnu, enda er enginn að taka lán og engin fyrirtæki að fjárfesta eða framkvæma nokkurn hlut, enda berst ríkisstjórnin gegn hvers kyns framkvæmdum af þeirra hálfu.
Allir hlytu að fagna því ef Jóhanna, Steingrímur og Már færu að kynna sér hvað ráðamenn annarra þjóða telja heillavænlegast í baráttunni við efnahagskreppur.
Heimurinn hefur breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bjó í Bretlandi og veit að almenningur þar kennir Evrópusambandinu um og þeim gríðarlegu peningum sem Bretar eru neyddir til að dæla í það. Atvinnuleysi eykst líka sífellt. Óheftur innflutningur á fólki umfram það sem ríkið getur borið setur líka strik í reikninginn, en langalgengasta nafn á drengi í Bretlandi í dag er samkvæmt niðurstöðum nýjustu rannsókna Muhammad, það er vinsælasta og algengasta nafnið. Margir Bretar vildu gjarnan draga úr innflutningi í bili út af slæmu ástandi, en ESB bannar það með lögum. Stór hluti peningananna fer úr landi í ýmis Evrópusambandsmál, það nýjasta er margra milljóna króna rannsóknir, sem fylgt verður eftir með herferð til að hvetja Evrópubúa til að borða pöddur. Ekki grín, vitna hér í eitt virtasta blað Bretlands, en þetta er út um allt netið. http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/8739313/Roasted-crickets-and-toasted-ants-coming-to-you-courtesy-of-EU-research-millions.html Í svona vitleysu fara peningarnir meðan breskur almenningur er komin í svo vond mál, að árlega deyja um 30.000 manns þar í landi afþví þeir geta ekki borgað hitareikninginn, og deyja því úr kulda inn í eigin húsi. Svona mál eru þögguð niður, en það var þó vakin athygli á þeim um tíma þegar nokkrir Íslendingar tóku sig til og sendu lopapeysur og fleira úr landi. Olís hjálpaði til í þessari góðu herferð. http://www.olis.is/um-olis/frettir/nr/408 Síðan þá hefur ástandið því miður versnað til mun og aldrei fleiri Bretar dáið úr kulda en í dag.
Kári (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:06
Þetta með "eldri borgaranna" er misvísandi. Þeir eru í meirihluta, rétt er það, en kornung börn hafa líka dáið úr kulda inn í eigin hýbílum í Bretlandi, og ríkisstjórnin er neydd til að eyða í ESB, en ekki þessi börn.
Kári (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:08
Okkar hagkerfi byggir á útflutningi sem gerir í sjálfu sér vondar fréttir að Evrópa sé að fara á hausinn. Þetta veldur þó því að við ættum öðrum fremur að geta sparað okkur út úr kreppu. Reyndar er það að gerast nú og líklega eina "aðgerð" ríkisstjórnarinnar sem virkar (lága gengið). Grátbroslegt þó að Jóa og Steingr. hafa barist heldur á móti þessu með aðildarumsókn og evrudraumum.Vilja sem sagt henda krónunni!
Þessar aðgerðir í Evrópu og Bandaríkjunum að dæla fé í hagkerfið eru þó dæmdar til að mistakast á meðan þeir dæla fé í feisknustu hluta þess, þ.e. fjármálakerfið með sínar verðbólur en draga úr fjármunum til almennings.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 15:51
Sæll.
Athyglisverður pistill hjá þér Kári.
ESB stefnan varðandi hin ýmsu mál virðist vera samin af börnum. V-Evrópa getur ekki borgað fyrir þau hagstjórnarmistök sem gerð voru í A-Evrópu á árunum e. stríð. Hinn mikli fjöldi útlendinga sem hér þiggur atvinnuleysisbætur eru orðnir mikill baggi - fyrirtækin geta illa ráðið fólk þegar þeim er íþyngt með gjöldum af hinu opinbera sem að hluta til fara í atvinnuleysistryggingasjóð. Best væri, ef hægt væri, að gefa öllu þessu fólki frá A-Evrópu sem er hér atvinnulaust 6 mánuði til að finna sér fulla vinnu. Ef það lukkast ekki á að senda það heim. Þá verður hægt að lækka álögur á fyrirtæki og þau geta frekar ráðið fólk í vinnu. Við getum ekki borgað fyrir atvinnuleysi og hagstjórnarmistök annarra þjóða enda okkar eigin vandamál næg.
Evran er auðvitað barn pólitískrar stefnu en ekki efnahagslegrar nauðsynjar. Margir vöruðu við því að illa myndi fara með evruna en hlegið var að þeim. Fáir hlæja í dag þegar evran er nefnd á nafn.
Mervyn King ætlar sér greinilega að gera sömu vitleysu og Obama og Bernanke, stimulus pakki hans frá 2009 hljóðaði upp á 787 milljarða $ og hefur sá pakki ekki slegið á atvinnuleysið í USA - bara aukið skuldir þeirra sem eru orðnar skuggalegar. Nú vill Obama bæti við 400 milljörðum $ í viðbót. Ég sá einhvers staðar að Obama hefði erft um 7% atvinnuleysi þegar hann tók við en í dag er það komið yfir 9%. Stimulusinn (þessi keynsíska vitleysa) virkar ekki og fyrir því höfum við reynsluna.
Það sem mun gerast með því að prenta peninga er að verðbólgan mun fara af stað og hún gagnast engum. Vandi Vesturlanda er að hið opinbera er allt, allt of stórt. Hið opinbera er að sinna verkefnum sem það á ekki að sinna og hefur að auki ekki fjármuni til að sinna. Segja þarf upp opinberum starfsmönnum í kippum og lækka síðan skatta. Ríkið skapar ekki störf, bara einkageirinn. Stærð hins opinbera á Vesturlöndum er á kostnað einkageirans og fyrir vikið er t.d. Evrópa að dragast aftur úr.
Ríkið dregur úr eftirspurn með miklum álögum og reglugerðarfargani, sú staðreynd gleymst einhverra hluta vegna alltaf. Hér skipta t.d. lyfjastofnu og matvælastofnun sér að því hvað fólk borðar. Hvað er næst? Fyrirtæki eru skikkuð til að ráða fólk frá Evrópu í vinnu frekar en fólk frá löndum utan Evrópu.
Ýmis sterk rök hníga að því að leggja niður seðlabanka heimsins enda eru þeir dæmi um ríkisafskipti af fjármálakerfinu og við sáum hérlendis á árunum fyrir hrun hversu vel þau virka og hve glöggur Már er á stöðu mála núna!!
Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.