Andans "stórmenni" á breska þinginu

Barry nokkur Sheerman, sem ku vera þingmaður Verkamannaflokksins á breska þinginu, mun hafa sótt Ísland heim nýlega og þó hann segi Íslendinga vera hið vænst fólk, þá þurfi alþjóðasamfélagið að taka sig saman um að svelta þá til að hætta hvalveiðum og borga Icesave.

Þetta andans "stórmenni" afhjúpar hins vegar að annaðhvort viti hann ekkert um hvað hann er að tala, eða hann lýgur bara vísvitandi og þá væntanlega til að sýna kjósendum sínum og öðrum sem nenna að hlutsta á hann, að hann sé stór kall, sem láti aðra eins rudda og Íslendinar séu, þrátt fyrir fleðulæti, ekki komast upp með neinn moðreik.

Í fréttinni kemur m.a. fram að "snillingurinn" hafi m.a. látið hfa eftir sér um Icesave: "Hann segir að sér hafi verið vel tekið af þeim Íslendingum sem hann hafi hitt en fer síðan hörðum orðum um íslensku elítuna sem hafi kostað Breta háar fjárhæðir. Í stað þess að greiða þær til baka skýli þessir aðilar sér á bak við þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem Íslendingar hafi verið spurðir að því hvort þeir vildu greiða skuldir sínar."

Þarna virðist þessi kjörni fulltrúi bresku þjóðarinnar halda að Landsbankinn, annaðhvort sjálfur eða í umboði útrásargengjanna, hafi vísað því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort "þeir vildu greiða skuldir sínar". Þarna var alls ekki um skuldir Íslendinga að ræða og þeir neituðu í umræddum þjóðaratkvæðagreiðslum að taka að sér að greiða óreiðuskuldir einkaaðila sem átt hefðu í viðskiptum við Breta og þeir gengu til algerlega sjálfviljugir og tóku með því ákveðna áhættu sem aldrei var áhætta íslensku þjóðarinnar.

Því verður illa trúað að Barry Sheerman gefi rétta mynd af því fólki sem valist hefur á breska þingið. 


mbl.is Vill viðskiptaþvinganir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góður Axel!

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.10.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Þessi breski þingmaður vill friða hvali og svelta fólk til dauða?

Er ekki eitthvað alvarlegt að þessum blessaða Breta-þingmanni? Er ekki rétt að biðja almættið að hjálpa honum að skilja raunveruleikann? Ekki hafa bankarændir íslendingar neina möguleika á að hjálpa honum inn á rétta braut!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband