Samningsmarkmið í viðræðum við ESB, núna?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, taldi í stefnuræðu sinni að tími væri til kominn að móta samningsmarkmið vegna viðræðnanna um innlimun Íslands sem útnárahrepps í væntanlegt stórríki Evrópu, eða eins og hún orðaði það sjálf: "Það er beinlínis lýðræðisleg skylda okkar að vinna nú með þessum hætti, í ljósi forsögunnar og afstöðu þjóðarinnar til málsins".

Þetta hefði líklega þótt nokkuð skarplega athugað af Jóhönnu, ef henni hefði dottið þetta í hug áður en innlimunarviðræðurnar hófust, að ekki sé sagt að hún hefði lagt þetta niður fyrir sér áður en metið var hvort ástæða væri til að sækjast eftir að fá að gera landið að áhrifalausum útkjálka Brusselvaldsins.

Samkvæmt orðum Jóhönnu virðist hún vita um afstöðu þjóðarinnar til málsins og fyrst svo er, er óskiljanlegt að hún skuli ekki leggja til að innlimunarviðræðunum skuli hætt nú þegar, þar sem stór meirihluti þjóðarinnar er algerlega andvígur því að selja sig undir kommisaravald ESB.

Í þessu efni, eins og flestum öðrum, eru vegir ríkisstjórnarinnar órannsakanlegir, eins og fleiri vegir, og raunar eru vegir stjórnarinnar þar að auki algerlega ófærir. 


mbl.is Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi aðildarumsókn að ESB hefur verið fáránlegur farsi frá upphafi.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband