Skattgreiðendur taki ekki á sig skell vegna bankanna

Mótmælaalda er nú að rísa í Bandaríkjunum vegna þess að þar, eins og víðast annars staðar, hefur almenningur verið látinn taka á sig byrðar vegna fáránlegs reksturs bankanna undanfana áratugi, sem leitt hefur til þess að stór hluti þeirra er í raun gjaldþrota, en hefur verið bjargað frá falli með skattpeningum.

Sem betur fór datt íslensku ríkisstjórninni ekki í hug að reyna að bjarga íslensku bönkunum við hrun þeirra í október 2008, en láta mesta skellinn lenda á erlendum lánadrottnum þeirra, sem ausið höfðu fjármunum í þá án viðunandi trygginga, en líklega í þeirri trú að skattgreiðendur yrðu látnir taka á sig skellinn ef illa færi.

Kreppan og erfiðleikarnir í kjölfar bankahrunsins hefur orðið almenningi á Íslandi þungbær, en þó eru þeir erfiðleikar eins og hver annar barnaleikur, miðað við það sem orðið hefði, ef allur skellurinn hefði verið látinn falla á skattgreiðendur, eins og AGS og ESB eru nú að gera í Grikklandi og áður á Írlandi og munu gera í fleiri ESBríkjum, ekki síst evruríkjum.

Undarlegt er að almenningur í Evrópu skuli ekki vera risinn upp til varna gegn þessari bankavernd ríkisstjórnanna og því fagnaðarefni að bandarískur almenningur skuli vera að vakna og byrja að verjast sífelldum skattahækkunum í þágu einkabankanna.

Æ betur kemur í ljós hvílíkt gæfuspor setning neyðarlaganna var á sínum tíma.


mbl.is Ætla að halda áfram að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ólafur forseti bjargaði okkur undan Icesave Axel.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Ragnar staðfesti lögin um Icesave I, sem byggðu á hinum hroðalegasta allra hroðalegra samninga, þ.e. Svavarssamningnum. Síðan nýtti Ólafur sér áskoranir hátt í fímmtíuþúsund kjósenda til þess að hafna Icesave II og Icesave III staðfestingar, en það gerði hann til þess að vinna til baka álit þjóðarinnar á sér, en fram að því var hann hataðsti maður landsins, eftir að hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna árin þar á undan.

Þessu ert þú greinilega búinn að gleyma, Aðalsteinn, eins og flestir aðrir virðast vera búnir að gera.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þú hefur minni eins og Fíllinn, Axel, þegar Ólaf ber á góma.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 22:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, enda séð og heyrt til hans áratugum saman.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband