2.10.2011 | 22:24
Skattgreiðendur taki ekki á sig skell vegna bankanna
Mótmælaalda er nú að rísa í Bandaríkjunum vegna þess að þar, eins og víðast annars staðar, hefur almenningur verið látinn taka á sig byrðar vegna fáránlegs reksturs bankanna undanfana áratugi, sem leitt hefur til þess að stór hluti þeirra er í raun gjaldþrota, en hefur verið bjargað frá falli með skattpeningum.
Sem betur fór datt íslensku ríkisstjórninni ekki í hug að reyna að bjarga íslensku bönkunum við hrun þeirra í október 2008, en láta mesta skellinn lenda á erlendum lánadrottnum þeirra, sem ausið höfðu fjármunum í þá án viðunandi trygginga, en líklega í þeirri trú að skattgreiðendur yrðu látnir taka á sig skellinn ef illa færi.
Kreppan og erfiðleikarnir í kjölfar bankahrunsins hefur orðið almenningi á Íslandi þungbær, en þó eru þeir erfiðleikar eins og hver annar barnaleikur, miðað við það sem orðið hefði, ef allur skellurinn hefði verið látinn falla á skattgreiðendur, eins og AGS og ESB eru nú að gera í Grikklandi og áður á Írlandi og munu gera í fleiri ESBríkjum, ekki síst evruríkjum.
Undarlegt er að almenningur í Evrópu skuli ekki vera risinn upp til varna gegn þessari bankavernd ríkisstjórnanna og því fagnaðarefni að bandarískur almenningur skuli vera að vakna og byrja að verjast sífelldum skattahækkunum í þágu einkabankanna.
Æ betur kemur í ljós hvílíkt gæfuspor setning neyðarlaganna var á sínum tíma.
Ætla að halda áfram að mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur forseti bjargaði okkur undan Icesave Axel.
Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 22:38
Ólafur Ragnar staðfesti lögin um Icesave I, sem byggðu á hinum hroðalegasta allra hroðalegra samninga, þ.e. Svavarssamningnum. Síðan nýtti Ólafur sér áskoranir hátt í fímmtíuþúsund kjósenda til þess að hafna Icesave II og Icesave III staðfestingar, en það gerði hann til þess að vinna til baka álit þjóðarinnar á sér, en fram að því var hann hataðsti maður landsins, eftir að hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna árin þar á undan.
Þessu ert þú greinilega búinn að gleyma, Aðalsteinn, eins og flestir aðrir virðast vera búnir að gera.
Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 22:44
Þú hefur minni eins og Fíllinn, Axel, þegar Ólaf ber á góma.
Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 22:50
Já, enda séð og heyrt til hans áratugum saman.
Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.