Mikilmennskuþrá Ólafs Ragnars er þingræðinu stórhættuleg

Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt það margoft í sinni forsetatíð, að hann túlkar stjórnarskrána eftir sínu eigin höfði og þá nánast undantekningalaust sjálfum sér í hag og ekki síður til að fullnægja óstjórnlegri hégómagirnd sjálfs sín og ekki síður þorsta í athygli og að vera miðpunktur umræðunnar hverju sinni.

Við þingsetningu í gær túlkaði hann tillögur svokallaðs stjórnlagaráðs um forsetaembættið á þá vegu að ráðið væri að leggja til að forsetaembættinu yrðu færð gífurlega aukin völd og það yrði forseta nánast í sjálfsvald sett hver yrði forsætisráðherra að loknum kosningum hverju sinni.

Eiríkur Bergmann, sem sat fundi svokallaðs stjórnlagaráðs, mótmælir þessari túlkun Ólafs Ragnars harðlega og aðspurður um þennan "viljandi misskilning" og hvort tillögurnar séu svo óskýrar, að hver geti túlkað þær eftir eigin höfði, segir hann í viðtali við mbl.is m.a: "Nei, tillögurnar eru mjög skýrar og ég veit ekki af hverju hann túlkar þetta svona. En almennt get ég sagt, og ekki endilega vegna ummæla forseta Íslands, að það eru örugglega ýmis öfl í stjórnmálunum sem vilja teygja og toga tillögur eins og þessar sér í hag, en ég er ekki viss um að það sé til hagsbóta fyrir íslenska þjóð á þessum tímapunkti að menn gangi langt í því. Tillögurnar eru mjög skýrar og óþarfi að afbaka þær í pólitískum hráskinnaleik í íslenskum stjórnmálaum. Íslensk þjóð á betra skilið en það."

Getur nokkur verið í vafa um það lengur, að nauðsynlegt sé að yfirfara og lagfæra allar tillögur um breytingar á stjórnarskránni og orða þær svo skýrt, að enginn hætta sé á því að menn með eins óstjórnlega mikilmennskuþrá og Ólafur Ragnar geti ekki mistúlkað þær að sínum vilja og í eigin þágu.

Íslensk þjóð á betra skilið en það að Ólafur Ragnar ráði túlkun stjórnarskrárinnar. 


mbl.is Alþingi kýs forsætisráðherra án atbeina forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÓRG mun alltaf finna smugu til að túlka hlutina sér í dag. Hann er jú fyrst og fremst gamalreyndur pólitíkus með áratuga reynslu af orðhengilshætti. En mikið skelfingar ósköp þurfum við að losna við manninnn úr embættinu. Hann veldur því einfaldlega ekki.

Badu (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 16:47

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta eru óþarfar áhyggjur að hluta.

Ólafur sveiflast alltaf með því sem fjöldanum finnst vinsælast.

Meirihlutinn á jú að ráða.

Viggó Jörgensson, 2.10.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef bloggað um þetta og rökstutt, að að sumu leyti hafa "völd" forsetans minnkað allt eins og aukist samkvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu.

Ómar Ragnarsson, 2.10.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að eins gott er að reglur og ákvæði um forsetaembættið séu skýrar og svo vandlega orðaðar að engin hætta verði á að annar eins "egóisti" og nú situr í embættinu geti framar túlkað eftir sínu höfði hvað honum sé ætlað, eða leyfilegt, að gera í sinni embættistíð.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 21:16

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ólafur Ragnar er forseti þjóðarinnar og sveiflast með henni. Hann stendur með þjóðinni og "svokölluðu" stjórnlagaráði. Þeir sem sýna Stjórnlagaráðinu og störfum þess lítislvirðingu eru að sýna þjóðinni og  Lýðræðinu fyrirlitningu.

 Fyrir mitt leiti mætti forsetinn hafa meiri völd og yrði þá kosinn sem slíkur.  Ólafur forseti hefur verið betir en enginn fyrir sína þjóð í þeim þrengingum sem við höfum gengið í gegn um. Betra væri að fleiri ráðamenn "sveifluðust" með vilja þjóðarinnar. 

Enginn hefur þjáðst af eins mikilli "óstjórlegri hégómagirnd" og Davíð Oddsson sem sóaði fjármunum Reykjavíkurborgar til að byggja sér minnisvarða sem trónir gjaldþrota yfir gjaldþrota borg. 

Það er mikill ljóður á forystu Sjálfstæðisflokksins að þau skuli ekki skilja vilja þjóðarinnar og koma til móts við hann. Í staðinn höktir Flokkurinn í bandi EINOKUNNAR fyrir kvótapúkan og annarra græðgis afla sem skrumskæla þjóðina.

Lítum til bandaríkjanna og sjáum hvað er að gerast þar. Mestu fjöldamótmæli allra tíma og fólkið segir hingað og ekki lengra stoppum GRÆÐGINA. 

Ólafur Örn Jónsson, 2.10.2011 kl. 21:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Ragnar sveiflaðist líka með útrásarvíkingunum, enda ávallt kallaður klappstýra útrásarinnar. Fyrst eftir hrun var hann hataðasti maður þjóðarinnar, en tókst með klókindum og fleðurskap að snúa því hatri yfir í ást með því að taka mark á hátt í fimmtíuþúsund undirskriftum með áskorun um að hafna lögunum um Icesave II staðfestingar. Hins vegar staðfesti hann lögin um Icesave I, sem byggðu á hinum hroðalega Svavarssamningi, en því virðist þjóðin vera búin að gleyma, enda oft sögð hafa gullfiskaminni.

Hitt, sem þú blaðrar um í þinni athugasemd, Ólafur Örn, er nákvæmlega ekkert nema það, þ.e. blaður, og ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 21:45

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka málefnalegt svar AXEL

Ólafur Örn Jónsson, 2.10.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband