Sammála því sem Ólína sagði ekki

Mbl.is vitnaði í bloggskrif, sem eignuð voru Ólínu Þorvarðardóttur, um ótrúlega yfirlýsingu lögreglufélagsins, þar sem afsökuð var varðstaða lögreglumanna við Alþingishúsið, þegar skríll og ofbeldislýður lét ýmsum óþverra rigna yfir þingmenn og ráðherra á leið þeirra milli þinghúss og kirkju við setningu þingsins.

Í pistlinum var þessi yfirlýsing lögreglufélagsins fordæmd og krafist afsökunarbeiðni frá félaginu vegna þeirra ummæla að lögreglumenn hefðu verið neyddir af yfirboðurum til þess að halda uppi röð og reglu á svæðinu, þrátt fyrir að slíkt sé einmitt starfsskylda þeirra, enda eitt aðalhlutverk lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu og þar á meðal að vernda almenna borgara, jafnt sem embættismenn, fyrir óspektum og líkamsárásum óþjóðalýðs.

Það flaug í gegn um hugann við lestur fréttarinnar að nú væri runnin upp sú stund að hægt væri að vera sammála Ólínu Þorvarðardóttur í fyrsta skipti og slíkt myndi þá flokkast undir að vera bæði undur og stórmerki.

Skömmu síðar kom í ljós að bloggið var alls ekki ættað frá Ólínu, heldur allt öðrum aðila, þannig að nauðsynlegt er að biðjast afsökunar á því að hafa ranglega talið að hægt væri að vera samþykkur Ólínu um nokkurt atriði.

Innihald bloggfærslunnar umræddu stendur þó alveg fyrir sínu.


mbl.is Röng tilvitnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel !

Ef það þjónar að getað lítiðlækað einhvern andstæðing , þá er að það í lagi bara fyrir sjálfstæðisflokkinn ???

Ekki var það svona í gamladaga í Laugarnesinu !!!

Hvað hefur breyst ?

Jú, allt í einu eru menn farnir að þjóna klíkuklúbbasamfélaginu !!!!

Það er ekket heillagt, ekki fjölskyldan, ekki fótboltafélagið, ekki skólafélagarnir ?

Hvers vegna fara menn svona lágt ?

JR (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 03:27

2 identicon

Finnst þér í lagi að einn hópur sé sendur út til að taka við höggum fyrir annan? Er það málið? Er löggan minna virði en alþingismaður?

Það stendur hvergi í starfslýsingunni að löggan skuli taka við höggum ætluðum öðrum. Rugl

Hallur (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 06:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR þú verður að útskýra betur hvað þú átt eiginlega við með því sem þú segir um að í þessari færslu sé verið að lítillækka andstæðing og að allt í einu sé einhver farinn að þjóna "klíkuklúbbasamfélaginu".

Hallur, hvar stendur í lögum að leyfilegt sé að láta högg dynja á Alþingismönnum? Eða einhverjum öðrum?

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 10:02

4 identicon

Landssamband lögreglumanna var með yfirlýsingu sinni að bregðast við upplifun fjölmargra lögreglumanna sem höfðu samband við LL. Lögreglumennirnir, sem eru sem betur fer mannlegir, fannst það mjög erfitt að raða sér fyrir matvæladrífuna sem ætluð var alþingismönnum. Þér og Ólínu finnst kannski óeðlilegt að lögreglumenn hafi mannlegar tilfinningar og hafi fundist það ósanngjarnt að þurfa að taka við eggjakasti ætluð fólki sem hefur ekki sýnt neinn skilning á störfum lögreglunnar. Ef þú Axel og Ólína blessunin hefðuð haft fyrir því að kynna ykkur Gerðardóminn sem féll í síðustu viku þá hefðuð þið lesið í forsendum dómsins að lögreglumenn hefðu dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Þetta er tvisvar sinnum tekið fram í forsendunum. Í dómsorðinu er hins vegar ekki leiðrétting á þessum mismun.

Þeir sem ekki skilja að það voru þung spor fyrir lögreglumenn að taka við flugskeytum fyrir fólk sem hefur vald til þess að breyta starfsaðstæðum lögreglumanna er vart við bjargandi. En það sýnir viðhorf þitt og Ólínu til lögreglumanna, þeir eiga greinilega ekki að vera mannlegir með tilfinningar, þeir eiga bara að halda kjafti og hlýða. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 11:53

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef það er ekki í verkahring lögreglumanna að vernda borgarana, hvaða stöðu sem þeir gegna í þjóðfélaginu, fyrir ofbeldisseggjum og skemmdarvörgum, þá hlýtur að þurfa að endurskoða hlutverk löggæslunnar. Það er a.m.k. afar einkennilegur hugsunarháttur sumra, að ætlast til að þjónar laga og réttar í landinu eigi að standa aðgerðarlausir og horfa á skríl og ofbeldisfólk fremja afbrot, skemmdarverk og líkamsmeiðingar. Ef lögreglan á ekki að skipta sér af slíku, hver á þá að gera það?

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 12:28

6 identicon

Þú sást víst fullvel eins og aðrir að lögreglumenn sinntu skyldum sínum á Austurvelli eins og endranær. Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um fólk sem þekkir ekki skyldur lögreglumanna. Þeir þekkja skyldur sínar og sinna þeim. Um það efast enginn.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 15:49

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef aldrei efast um að lögreglan myndi sinna skyldum sínum við hvaða aðstæður sem upp kunna að koma. Ég hef hinsvegasr verið að svara þeim sem hafa verið að gefa í skyn að lögreglan hefði ekki átt að skipta sér af óeirða- og ofbeldisseggjum, sem nýta sér slíkar mótmælasamkomur til glæpaverka, svo sem til skemmdarverka og líkamsmeiðinga, að ekki sé talað um morðtilraunir.

Ég sé ekki betur en þú, Runólfur, sért sammála mér í þessu efni og alveg er ég sammála þér í því að þessi störf séu hvorki auðveld né skemmtileg alltaf. Í ýmsum starfsgreinum þarf fólk stundum að gera fleira en því þykir notalegt og skemmtilegt. Lögreglan hefur staðið sig með sóma í að sinna sínum skyldum, þó oft sé við ömurlegar aðstæður.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2011 kl. 15:58

8 Smámynd: Landfari

Axel Jóhann, auðvitað gerum við þær kröfur að lögreglan verndi okkur fyrir skríl og ofbeldisseggjum. Það er hinsvegar erfitt að gera þær kröfur án þess að greiða mönnum fyrir viðvikið. Lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti í samningi gegn viðmiði við ákveðnar stéttir. Eins og Runólfur bendir á er það viðurkennt í dómnum að við þetta ákvæði samningsins hefur ekki verið staðið af hálfu ríkisins. Spurning hvort verkfallsrétturinn er þá orðinn virkur aftur.

Landfari, 2.10.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband