Ekki skipta um mynt, heldur fjármálastjórnun

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hefja hefði þurft að hefja mótun nýrrar peningamálastefnu strax og gjaldeyrishöftin voru sett og að ekki verði hægt að afnema þau, nema ganga í það verk af krafti.

Við þá mótun peningamálastefnu telur Bjarni að til greina komi að taka upp nýja mynt í stað krónunnar, eða að það sé a.m.k. einn þeirra möguleika sem kanna þurfi. Þá hlýtur hann að vera að meina einhliða upptöku nýs gjaldmiðils, enda er hann sjálfurl, Sjálfstæðisflokkurinn og stór meirihluti þjóðarinnar algerlega á móti innlimun í ESB og myntbandalag þess.

Í fréttinni segir af ræðu Bjarna m.a:  "Hann sagði mótun nýrrar peningamálastefnu vera eina forsenduna fyrir því að hægt væri að afnema höftin. Hin skilyrðin væru trúverðug efnahagsstefna og síðast en ekki síst að nægilegt pólitískt áræði væri til staðar til þess að „vaða í verkið.“"

Már Guðmundsson er guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem hér hefur verið fylgt frá árinu 2001, en þá var hann aðalhagfræðingur Seðlabankans, og þó sú stefna hafi ekki reynst vel á síðasta áratug, fylgir hann og peningastefnunefd bankans henni ennþá, eins og t.d. sést af síðustu vaxtahækkun bankans, sem flestir aðrir eru sammála um að sé algerlega út í hött og alls ekki í takti við það sem aðrir seðlabankar gera um þessar mundir.

Það þarf fyrst og fremst að skipta um, eða réttara sagt að taka upp, vitræna peningamála- og efnahagsstjórn, en ekki nýjan gjaldmiðil.  Slíka stjórn hefur vantað hér á landi að mestu, nánast allan lýðveldistímann og líklega lítil von til að ástandið batni í tíð núverandi ríkisstjórnar og yfirmanna í seðlabankanum. 


mbl.is Þarf að „vaða í verkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf að innleiða stjórnun peningamagns í umferð og banna bönkum að lána peninga sem ekki eru til. Stýrivextir einir og sér eru máttlítið stjórntæki.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband