5.9.2011 | 18:32
Yfirgangur og frekja ESB í innlimunarviðræðunum
ESB sýnir Íslendingum fádæma frekju og ruddaskap með þeirri ótrúlegu kröfu, að Íslendingar verði búnir að taka upp öll lög og reglugerðir stórríkisins væntanlega löngu áður en innlimunarviðræðunum ljúki, ef þeim lýkur þá nokkurntíma vegna andstöðu þjóðarinnar við að landið verði gert að áhrifalausum útnárahreppi í ESB.
Í viðhangandi frétt segir um heimtufrekju ESB: "Segir ESB að íslensk stjórnvöld verði að leggja fram tímasetta vinnuáætlun, sem kveði á um hvernig Ísland hyggist verða að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem af aðildarsamningi leiða á fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Að sjálfsögu yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimunina ÁÐUR en atkvæðagreiðsla færi fram, því algerlega óþarft verður að umturna öllum lögum og reglugerðum þegar innlimuninni verður hafnað af þjóðinni.
Vilja nánari skýringar frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þeim vantar að komast í fiskmið okkar?það vei Össur ekki.
Vilhjálmur Stefánsson, 5.9.2011 kl. 20:01
Ég hef það á tilfinningunni að bréfið hafi verið pantað.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.9.2011 kl. 20:06
Þorstgeinn, er líklegt að kommisararnir í ESB taki við slíkum bréfapöntunum frá Jóni Bjarnasyni?
Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2011 kl. 20:24
Við eigum auðlyndir sem geta fætt alla Evrópu ! Þessir menn bjóða pakkann fyrir stól í Brussel ! Fólk sem er komið á eftirlaun eftir nokkur ár-ef það
væri á almennum launamarkaði- hverskonar ofurmenni eru það sem geta selt þjóðina ? Er ekki hægt að hefja mótmæli- Aður en skaðinn er skeður ?
Hvar eru mótmælendur ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.9.2011 kl. 20:51
Axel
Það er ótrúlegt að þú ert ekki að skilja fréttina. Miðað við að þú vitnar hér að ofan beint í fréttina.
En stórnsýslan verður að vera tilbúinn að breyta lögum og reglum EF samningurinn verður samþykktur.
Þeir breta lögum þegar við erum komin inn í ESB. Ekki áður.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 21:09
Ef það væri réttur skilningur, væri þetta ekkert vandamál. Vandamálið er að Jón Bjarnason neitar að breyta lögum og reglum um landbúnaðinn fyrr en búið væri að samþykkja innlimunina í ESB. Það sætta kommisararnir sig ekki við, enda gera reglur ESB ráð fyrir að aðlögunin að stórríkinu væntanlega sé framkvæmd á innlimunartímanum. Ekki EFTIR að þeim lýkur. Um það stendur deilan.
Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2011 kl. 21:17
deilan sníst um að Jón bjarna vill ekki gera áætlanir um breytingar.
sem verða hrint í gang ef ísland gengur í ESB.
það er enginn að biðja um að breyta lögum áður en við göngum í ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 21:56
Þetta er í sjálfu sér engin frekja af hálfu ESB. Sambandið hefur alltaf kynnt aðlögunarferlið eins og það er.
Íslenskir aðildarsinnar hafa hinsvegar dregið upp ranga mynd af því.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 22:06
Viltu þá ekki útskýra hvert vandamálið er og hvers vegna Samfylkingin er algerlega á taugum vegna málsins. Að sjálfsögðu verður gerð áætlun um sjálfa innlimunina EF svo ólíklega vildi til að þjóðin samþykkti hana. EF þjóðin samþykkir að gera landið að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu þarf að sjálfögðu að gera endanlega innlimunaráætlun og fyrr ekki.
ESB er að heimta meira en áætlun, sem ætti að vera tilbúin við inngöngu. Sambandið krefst ýmissa breytinga á íslenskum lögum á innlimunartímanum og það er það sem Jón Bjarnason berst gegn.
Hvers vegna skyldi Samfylkingin vilja losna við Jón úr ráðuneytinu?
Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2011 kl. 22:06
Hans, það er alveg rétt að innlimunarsinnar hafa allt frá upphafi beitt blekkingum og oft hreinum lygum um til hvers ESB ætlast í sjálfu innlimunarferlinu.
Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2011 kl. 22:10
Erla...hvaða auðlindir eru það sem " geta fætt alla Evrópu"..???
Það mætti stundum halda að við séum ofur þjóð, miða við sum ummælin hér.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 09:03
Helgi
Góður punkur. Margir Íslendingar halda að Ísland sé upphafi og endir alls í heiminum. Nafli alheimsins.
Við getum t.d séð einungis 0,5% af ESB fyrir orku. Tæplega 1% ef við virkjum allar sprænur á Íslandi m.a Gullfoss.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2011 kl. 09:28
Kannski er Erla góða Erla að tala um þetta frábæra landbúnaðarkerfi, sem er með "fæðuöryggið á heilanum" að bændur landsins geti örugglega séð allri Evrópu fyrir lambalærum. Fór í Bónus á Laugardaginn til að kaupa læri, þetta var Bónus í Smáratorgi, og í kælinum var EKKERT lambakjöt, bara svínakjöt. Verslunarstjórinn sagði að ekkert lambakjöt yrði í sinni verslun fyrr en í fyrstalagi á Fimmtudag.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:03
Erla á eflaust við fiskinn í íslensku landhelginni og ferska vatnið í iðrum jarðar. Reyndar gætum við ræktað mun meira grænmeti og þá til útflutnings.
Ekkert lambakjöt til í Bónus, segir Helgi. Það er til nóg af því í Hagkaup, bæði í heilu og sneiddu. En mikið hefur verið flutt út af lambakjötinu undanfarið; er það ekki bara vísir að því sem verður eftir "aðlögun" að ESB? Þ.e.a.s. ef sauðfjárræktin leggst ekki alveg af vegna svokallaðrar óhagkvæmni, því tugmilljóna samfélög ESB haga sinni framleiðslu á annan hátt en 300 þúsunda örþjóð.
Kolbrún Hilmars, 6.9.2011 kl. 14:22
Ekki gef ég nú mikið fyrir það að vöntun á einhverju í Bónusi segi eitthvað um viðkomandi vöru, eða magn hennar á markaði.
Um daginn auglýsti Bónus ferskan svínabóg á tilboði og eftir hádegi sama dag var ekki til einn einasti svínabógur í Bónusi í Spönginni, hvorki á tilboði eða á venjulegu verði.
Hefði maður átt að túlka þetta auglýsingasvind Bónusmanna þannig að neyðarástand væri að skapast á svínakjötsmarkaði landsins?
Axel Jóhann Axelsson, 6.9.2011 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.