Skipt um skoðun eða skoðanaskipti

Ólafur Ragnar skiptir stundum um skoðun á mönnum og málefnum. Einn daginn dýrkar hann og dáir útrásarvíkinga og næsta dag finnur hann gjörðum þeirra allt til foráttu og dauðsér eftir að hafa þegið far í einkaþotum þeirra út um allar jarðir og að hafa verið þeim jafn mikill gleðigjafi og bestu súludansmeyjar.

Einn daginn er Ólafur Ragnar algerlega á móti allri erlendri fjárfestingu í atvinnulífi landsins, en næsta dag er hann á þeirri skoðun að ekkert sé landinu jafn nauðsynlegt og kínverskir jarðakaupendur.

Þjóðin skiptir líka jafn oft um skoðun á Ólafi Rangnari, því einn daginn er hann vinsælasti maður þjóðarinnar, þann næsta sá mest hataði og þriðja daginn er hann aftur orðinn ástmögur þjóðarinnar oF s+a dáðasti.

Nú virðist þjóðin enn einu sinni vera að skipta um skoðun á Ólafi og þá vegna þess að hann er ekki á sömu skoðun og hann var áður og þjóðin er á núna.

Það er svo sem ekki nema heilbrigt að skipta um skoðun af og til og ef ekki er hægt að eiga skoðanaskipti við annað fólk, er a.m.k. hægt að hringla fram og til baka með sínar eigin skoðanir.


mbl.is Ólafur Ragnar skipti um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm... Ólafur Ragnar er ekki þjóðin, svo mikð er víst. En kannski er þjóðin Ólafur Ragnar og Ólafur Ragnar þá Ragnar Reykás?

En rétt hjá þér: Það er eðlilegt að skipta um skoðun af og til!

Áskil mér þó allan rétt til að misskilja sjálfan mig í þessu máli...

Badu (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband