2.9.2011 | 08:30
Hvað skilja ESBsinnar ekki í orðinu "evrukrísa"?
Íslenskar ESBgrúppíur halda því statt og stöðugt fram að evran sé afar traustur gjaldmiðill og engin vandamál steðji að evrunni sjálfri og hvað þá efnahagsstöðugleika evruríkjanna.
Hver kommisarinn í ESB, ýmsir ráðamenn í Evrópu og fjöldinn allur af fræðimönnum hefur þó haldið öðru fram og sagt framtíð evrunnar í verulegri hættu, nema evruríkin afsali sér fjárræði sínu til Brussel og að þaðað verði ríkisfjármálum allra ríkjanna stjórnað í framtíðinni.
Nú hefur Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, bæst í hóp þeirra sem stigið hafa fram og tjáð sig um nauðsyn þess að miðstýra fjármálum evruríkjanna frá Brussel og hefur dagblaðið Bild m.a. eftir honum: "Slíkra breytinga er þörf vegna evrukrísunnar, jafnvel þó að við vitum hversu erfiðar slíkar samningaviðræður geta verið."
Þýskaland og Frakkland eru þau ríki sem stjórna ESB í raun, þrátt fyrir að látið sé líta út fyrir að einhverskonar lýðræði, eða jafnræði, sé við líði innan hins væntanlega stórríkis, sem íslensku grúppíurnar vilja endilega að fái að innlima landið sem útnárahrepp.
Hvað skyldi það vera í sambandi við orðið "evrukrísa" sem íslesku ESBgrúppíurnar skilja ekki?
Vill meiri völd til Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt frá tilkomu evrunnar hefur verið ljóst að veikleiki er að löndin hafa ekki sömu/samræmda stefnu í ríkisfjármálum. Á þetta hafa fjölmargir hagfræðingar bent í gegnum árin. Hinn veikleikinn er ójafnvægi á milli landa í esb og sérstaklega á evrusvæðinu.Gengi evrunnar hefur verið hátt , t.d gagnvart dollar,og öflug útflutningsríki um mikla framleiðni standast þetta. Þýskaland er að sjálfsögðu dæmið og landið hefur einnig jákvæðan vöruskiptajöfnuð og flytur út fjármagn/lánar til annarra landa. Önnur lönd eru síður samkeppnishæf, eyða um efni fram,falsa þjóðhagsreikninga og búa við ótrúlega víðtæk skattsvik og lága skatta(sérstaklega stóreignamenn)Þetta er lýsing á grikklandi fram að gjaldþroti. Saga írlands er að sumu leiti svipuð. Auðvitað ráða Þýskaland og Frakkland mest, að sjálfsögðu.Hvað segir nú hinn dæmigerði þjóðverji? af hverju við við sem eru vinnusamir, næstmesta útflutningsland heimsins, sparsamir og ráðsettir að borga skuldir grikkja sem eru með buxurnar á hælunum? Ef fara á í mikla fjármagnsflutninga á milli landa verða þeir sem borga að vera með í ráðum. Ummælin sem þú vitnar til eru í sjálfusér ekki nein frétt. Þetta hefur verið í umræðunni árum saman.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 10:26
Hrafn, það er akkúrat málið, að þetta er engin ný frétt og þessu hefur verið haldið fram árum saman, m.a. á þessu bloggi.
Því hefur verið mótmælt jafnlengi af íslenskum ESBgrúppíum að til stæði að þjappa völdunum sífellt meira til kommisaranna í Brussel og að evruríkin verði jafnframt að afsala sér sjálfstæðu fjárræði sínu.
Axel Jóhann Axelsson, 2.9.2011 kl. 10:44
Hrafn, þótt Þýzkaland standi efnahagslega sterkt, þá hafa Þjóðverjar aldrei haft orð á sér fyrir að vera eljusamir í raun. Þeir vinna ekkert meira en aðrir Evrópubúar.
Vendetta, 2.9.2011 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.