30.8.2011 | 19:31
Fjárfestar frá einræðisríkjum
Allri erlendri fjárfestingu hér á landi ber að fagna og skiptir þá að öllu jöfnu engu hvaðan fjárfestarnir koma, a.m.k. ef þeir hafa getið sér gott orð með fjárfestingum í öðrum löndum og séu ekki þekktir fyrir barnaþrælkun í verksmiðjum sínum eða aðra illa meðferð á starfsfólki sínu.
Fyrirhuguð fjárfesting nýríks Kínverja í ferðaþjónustu hér á landi væri í raun sjálfsögð og ætti ekki að vekja mótstöðu fólks, nema ef vera skyldi af þeirri ástæðu að Kína er einræðisríki og þekkt fyrir grimmilega meðferð á þegnum sínum oft á tíðum.
Kínverska einræðisstjórnin er einnig þekkt fyrir frekju og yfirgang gagnvart þeim þjóðum og einstaklingum sem dirfast að framkvæma eitthvað sem þeim er á móti skapi og nægir að nefna sem dæmi yfirgang þeirra og hortugheit gagnvart Noregi vegna þess að kínverskum rithöfundi voru veitt Nóbelsverðlaunin, útskúfun Bjarkar frá frekari heimsóknum til Kína vegna stuðnings hennar við réttindabaráttu Tíbeta og hótanir og refsiaðgerðir Kínverja á hendur hverjum þeim sem einhver samskipti hefur við Tawian.
Vegna þessara stjórnarhátta í Kína má setja fyrirvara um hvort fjárfestingar frá slíku ríki séu velkomnar, hvort sem eru á vegum kínverska ríkisins eða fjárfestingar einstaklinga, hvort sem þeir eru leppar stjórnvalda eða ekki.
Hefðum við Íslendingar fagnað fjárfestingum Gaddafys, sona hans eða annarra libiskra fjárfesta þeim þóknanlegum. Hvað um fjárfestingar af hálfu t.d. feðganna í Norður-Kóreu eða Mugabe í Zimbabwe?
Ísland þarf peningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn verður eflaust nokkuð hissa á að verkamennirnir þurfi bara að vinna 8 tíma vinnudag og fái svo að fara HEIM! :)
Teitur Haraldsson, 30.8.2011 kl. 20:27
Hvernig var með kór húsið rétt við Öskjuhlíð...hver keypti það? Það er víða erfitt fyrir Íslendinga að eignast land og eignir erlendis, höfum það bara gagnkvæmt...
Ólafur Ólafsson, 30.8.2011 kl. 20:44
Líklega var það íslenskt trúfélag sem keypti Mímishúsið. Peningarnir komu hins vegar sem gjöf til félagsins frá Saudi-Arabíu, annaðhvort frá einkaeigendum landsins, eða a.m.k. einhverjum þeim þóknanlegum.
Sennilega verður alltaf hægt að fara í kringum öll lög og reglur í sambandi við svona mál, annaðhvort með því að skrá skúffufyrirtæki í ESBlöndum, eða með "gjöfum" af ríflegra taginu til íslenskra leppa.
Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2011 kl. 20:59
Mímishúsið er orðið þjóðarskömm. Þetta er öfgasöfnuður sem jafnvel hið fremur íhaldssama félag múslima á Íslandi vill ekkert hafa með að gera.
M (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 14:11
Einn erlendur maður vill kaupa eina íslenska bújörð og hálf þjóðin mígur á sig af hræðslu. Hvað er eiginlega í gangi? Komi þessi maður með fjárfestingu og starfsemi inn í landið mun hann þurfa að lúta hérlendum lögum og reglum. Þarna er um að ræða stórt verkefni á norðausturhorni landsins sem hefur árum saman verið mjög afskipt í atvinnumálum, það ætti að leyfa þessu að fara í gegn, engin skynsamleg ástæða til annars.
Það er ekki eins og hann hafi boðið í allar jarðir á landinu eða að allar jarðir á landinu séu yfirleitt til sölu. En það stendur ekki á Ögmundi lýðskrumara að nota tækifærið til þess að vekja athygli á sér í fjölmiðlum. Hann ætti kanski bara að vera feginn að við erum í NATO og þurfum því ekki að óttast hernaðarágang Kínverja.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.