Pétur Blöndal alltaf góður

Pétur Blöndal er einn albesti þingmaður þjóðarinnar og um leið einn sá vanmetnasti, a.m.k. af pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Pétur er bæði hörkuduglegur, vinnusamur, heiðarlegur og hugmyndaríkur í störfum sínum og oft langt á undan sinni samtíð í hugmyndasmðíð sinni.

Án þess að leggja endanlegt mat á nýjustu tillögur hans um að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð, eru þær allrar athygli verðar og eiga skilið alvöru umræðu, en ekki að verða afgreiddar strax út af borðinu, einungis vegna þess að þær komi ekki frá "réttum" stjórnmálamanni eða flokki.

Til lengri tíma litið er eign á íbúðarhúsi heppilegri en leiga, því með tíð og tíma myndast eigið fé í fasteigninni, sem síðan gengur áfram til næstu kynslóðar. Eignamyndun í fasteign er vænlegasta sparnaðarformið, þó stundum myndist tímabil, eins og þessi árin eftir hrun, sem verða til þess að minnka tiltrú fólks á þessari sparnaðarleið.

Íslendingum er ekki tamt að hugsa til langrar framtíðar og vilja að hlutirnir gerist yfirleitt ekki seinna en strax og því veldur þetta óþolinmóða hugarfar því að nú er komið í tísku að halda því fram að betra sé að leigja sér húsnæði, en kaupa það, vegna þess að fólk eignast það ekki nema á löngum tíma, reyndar nokkrum áratugum.

Kínverjar hugsa hins vegar í áratugum og öldum og sem dæmi um það má nefna að kínverski fjárfestirinn sem ætlar að reisa lúxushótel og -aðstöðu á Grímstöðum sagðist ekki reikna með að sú fjárfesting færi að skila arði fyrr en eftir nokkra áratugi.

Mikið má læra af árþúsunda reynslu Kínverja og sama má segja um ýmsar góðar hugmyndir Péturs Blöndals.


mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hann á líka mikið af peningum ! og oft er það nú þannig að menn sem ekki finna fyrir kreppum og eiga nóg til hnífs og skeiðar, tala oft digurbarkalega á stundum!!!

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2011 kl. 02:09

2 identicon

Takk Axel.

Guðmundur hér virðiust ekki muna að nánast allir sem áður voru í forystu VG eru sterk efnaðir aðilar. Ég segi voru því að í dag er aðeins einn sem ræður öllu í VG.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 02:18

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sparisjóðirnir: "fé án hirðis" svo komu einhverjir og hirtu féð. Horfið! Og eftir situr þjóð sem á ekkert nema hirði.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.8.2011 kl. 07:50

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Tek undir með þér Axel Jóhann að Pétur Blöndal er þess virði að hlusta á hann.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.8.2011 kl. 09:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arinbjörn, það voru sömu aðilar sem hirtu sparisjóðina og tæmdu alla viðskiptabankana innanfrá. Það var ekki kerfinu að kenna, heldur innræti viðkomandi manna.

Hvorki Pétri Blöndal, né öðrum stjórnmálamönnum, verður kennt um innræti eða samvisku þeirra sem eiga að starfa eftir þeim lögum sem í landinu gilda. Glæpir eru einmitt glæpir, vegna þess að þeir eru á skjön við þau lög, sem sett eru á löggjafarþinginu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2011 kl. 09:44

6 identicon

Það verður þessi virði að hlusta á hann þegar hann segist hættur þingmennsku.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 16:28

7 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Blöndal er staurblindur á allt annað en hagsmuni fjármagnseigenda.

Nú vill hann að ríkið ýti ungu fólki út í óvissuna með almenning í ábyrgð til þess að fjármagnseigendur geti enn aukið við ávöxtun sína, á meðan þjóðin blæðir ennþá sáran eftir menn eins og Blöndal. Er ekki allt í lagi?!

Skúli Guðbjarnarson, 29.8.2011 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband