"Evran er að hrynja" segir Greenspan.

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, var nánast í guðatölu efnahagsveraldarinnar í sinni bankastjóratíð, þó einhverjar gagnrýnisraddir færu að heyrast vegna þeirra starfa hans, eftir að hann lét af störfum.

Í ræðu í dag hélt Greenspan því fram að evran væri að hrynja og að skuldavandi ESB stæði bandaríska hagkerfinu fyrir þrifum, enda færi um 20% útflutningsvara Bandaríkjanna til Evrópu.

Í fréttinni segir m.a: "Hann sagði helsta vandamálið það að evrópskir bankar væru að lenda í vandræðum vegna þess að þeir ættu mikið af skuldum ríkja sem væru við það að lenda í greiðsluþroti. Þá sagðist Greenspan ekki eiga von á því að Bandaríkin myndu aftur lenda í kreppu þó líkurnar á því hefðu aukist."

Talsmenn ESB vilja alls ekki viðurkenna að vandræði þeirra ríkja innan sambandsins, sem eru við það að lenda í greiðsluþroti, verði til þess að kollvarpa evrusamstarfinu, en reyndar hafa þeir verið að hörfa úr einu víginu í annað á síðustu mánuðum og æ fleiri evruríki verið að lenda í vandræðum, eða reiknað með að svo fari á næstunni.

Hvað ætli það sé helst, varðandi efnahagsvanda ESBríkja og sérstaklega evrukrísuna, sem íslenskir ESBsinnar hafa ekki heyrt um ennþá?


mbl.is „Evran er að hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er greinilega að hrynja upp á við.

Í gær var Evran á 1.43$ í dag er hún 1.44.
Það væri fínt ef hún lækkaði um svona 30%

Greenspan er faðir hrunsins 2008 með sínum lágu stýrivöxtum Seðlabanka Bandaríkjanna um áraraðir.

ECB gæti auðveldlega prentað billjón eða tvær og leyst þar með skuldavandamál bankanna á svip stundu. Það mundi þýða einhverja smá lækkun á Evrunni gagnvart Dollarnum, en þó einhverja verðbólgu. Málið er bara að þetta er prinsipp Evrusvæðisins, ekki að borga skuldir óreiðumanna með því að prenta handa þeim peninga. Það endar alltaf í hringavitleysu.
Ef einhverjir bankar fara á hausinn, þá þeir um það. Það hefur gerst fyrr. Þetta er þeirra áhætta.
Þá kannski fer fólk virkilega að vilja breytingar á þessu rugli sem bankastarfsemi nú til dags er orðin.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta eru einhver mestu öfugmæli, sem heyrst hafa lengi. Allar ráðstafanir ESBelítunnar fram að þessu hafa snúist um að sjá til þess að ríkin skuldugu greiði öll sín lán til þeirra fjármálastofnana sem lánuðu þeim óvarlega undanfarin ár.

Ráðstafanirnar snúast sem sagt um að halda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á lífi og sjá til þess að þær þurfi að afskrifa sem allra minnst og helst ekki neitt af útlánum sínum.

Skattgreiðendur eiga síðan að taka á sig byrðarnar, en ekki lánafyrirtækin.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli Greenspan sé að reyna að draga efnahagsvanda BNA á langinn með því að benda á vandræði austan megin Atlanshafssins?

Líklega á evran eftir að lifa áfram þrátt fyrir allar efasemdir. Kannski það verði gert með því að hindra Grikki og aðra skussa í efnahagsmálum í áframhaldandi samstarfi um evruna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2011 kl. 20:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðjón, það er líka hugsanlegt að líf evrunnar verði framlengt með harðri miðstýringu efnahagsmála allra ríkjanna frá Brussel, þ.e. að evruríkin afsali sér fjárræði til kommisaranna í höfuðstöðvum ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2011 kl. 20:31

5 identicon

Alltaf jafn fyndið að sjá moggann vitna í menn eins og Alan Greenspan, einn af höfundum kreppunar og svo koma menn eins og Axel og sjúga þetta upp.

Guði sé lof að það er fólk þarna úti sem sér þó fram fyrir nef sitt.

Guðmundur Freyr Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:39

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Alveg óháð því, hver fortíð Greenspan er, þá er það sem hann segir um þær skuldir bankana rétt.   Fari illa eða verr fyrir þessum ríkjum, en nú er, þá lenda bankarnir í vanda. 

Ekkert þessara ríkja er að fara að auka framleiðslu og verðmætasköpum hjá sér í þeim mæli, að þau geti staðið undir skuldabyrðinni ein.  Þessi ríki verða því upp á miskunn ,,stóru" ESB ríkjana kominn og skattgreiðslur þegna í ESB-löndum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.8.2011 kl. 22:23

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Athugasemd Guðmundar, nr. 5, væri ekki bara drepfyndin og ekkert annað, ef hann hefði látið fljóta með hvað það er sem hann sér fyrir framan nefið á sér og er öðrum algerlega hulið.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2011 kl. 22:52

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Greenspan þurfti að biðjast afsökunar á sínum þætti í að lauma breytingum inn í frumvarp rétt fyrir jólafrí (mig minnir árið 2000). Þar var slakað á öllum reglum um banka og verðbréfasjóði, sem menn telja eina af ástæðum kreppunnar.

Greenspan er ekki óskeikull, en evran er samt að hrynja.

Haraldur Hansson, 23.8.2011 kl. 23:39

9 identicon

Það er margt rotið í heiminum - Eitt er svolítið sem heitir Federal Reserve - Hérna er myndband af Greenspan og spólið á 10:29. http://www.youtube.com/watch?v=WSRDJzwhYWM&feature=player_embedded

Þröstur (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband