22.8.2011 | 18:49
Heimilislaus þingmaður
Guðmundur Steingrímsson virðist nýbúinn að uppgötva að hann eigi enga samleið með Framsóknarflokknum, en áður var hann félagi í Samfylkingunni og uppgötvaði rétt fyrir síðustu þingkosningar að þar ætti hann ekki heima heldur.
Guðmundur hefur ekki fundið neitt nýtt pólitískt heimili, en segist ætla að reyna að finna nýtt heimili fyrir sig og aðra heimilislausa stjórnmálamenn og vonast reyndar til þess að eitthvert góðhjartað fólk sé tilbúið til þess að skjóta yfir þá skjólshúsi.
Flestir aðrir en Guðmundur sjálfur hafa fyrir löngu uppgötvað að hann hafi verið eins og hver önnur boðflenna á Framsóknarheimilinu og ekki átt neina samleið með heimilisfólki þar, nema ef vera skyldi Sif Friðleifsdóttur, sem einnig hefur verið hálfutangátta þar á bæ.
Helsta áhugamál Guðmundar er að innlima Ísland sem útnárahrepp í væntanlegt stórríki ESB og ekki munu vera margir samhuga honum í því efni utan Samfylkingarinnar.
Hugsi Guðmundur sér og jafnvel einhverjir fleiri með honum, að stofna nýjan stjórnmálaflokk og bjóða fram til Alþingis, hlýtur þeirra aðalbarátta að snúast um að reyta fylgið af Samfylkingunni.
Aðrir munu varla laðast að þessum hugsanlega væntanlega flokki.
Á ekki lengur heima í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist bara að Framsóknarflokkurinn fari að verða ansi álitlegur kostur, þegar hann verður búinn að fara í gegnum orma hreinsunina
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 18:56
Best hefði verið ef hann hefði tilkynnt að hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum. En það er þvi miður ekki svo gott. Hann og hans líkir trúa því að þeir séu alveg ómissandi íslenskri þjóð.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2011 kl. 19:18
Vissir einstaklingar álíta það sem gott áhugamál að vera í stjórnmálum, og enn aðrir sjálfsagður hlutur að vera stjórnmálum vegna þess að allir aðrir í fjölskyldunni hafi verið í stjórnmála-elítunni mann fram að manni ! Báðir þessir hópar þurfa virkilega að sanna sig með einhverju móti, því hvort sem þú ert flugfreyja, líffræðingur eða afkomandi frægs stjórnmálamanns þá þurfa "væntanlegir frambjóðendur" að sýna fram á alvöru hæfni í viðkomandi starf, og því er reynsla, menntun og þekking mikilvægara en nokkurn tíma einhver kosningarloforð !
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 21:22
Guðmundur er tækifærissinni sem ætlar að fiska í því grugguga vatni og hjá þeim sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa en það treysta honum fáir því hann tollir ekki í neinum flokk og hefur ekki úthald í að berjast fyrir sínu.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.8.2011 kl. 22:41
Hverjum er ekki fokking sama um einhvern íslenskan sjórnmálatitt. "Ég ætla að yfirgefa Framsókn" segir einhver plebbi og heldur virkilega að maður tapi svefni yfir því. "Ég kem með yfirlýsingu á morgun".... Ég verð að passa mig á því að missa ekki þvag, ég er svo spenntur.
HVERJUM HELDUR ÞÚ AÐ SÉ EKKI SLÉTT SAMA UM ÞAÐ HVAR Í FLOKKI ÞÚ ERT, EAÐ YFIRLEITT HVORT ÞÚ SÉRT Í FLOKKI EÐA EKKI. ÞÚ ERT Í ÞAÐ MINNSTA EKKERT AÐ HUGSA UM FÓLKIÐ Í LANDINU, HVAÐ ÞÁ FÓLKIÐ SEM KAUS ÞIG, PLEBBINN ÞINN.
Dexter Morgan, 22.8.2011 kl. 23:47
Í Framsókn er ég núna strand
einn í tómi sveima
Nú er horfið Norðurland (vestra)
Nú á ég hvergi heima....
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.8.2011 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.