Einkennileg fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Fljótlega verður farið í formlegt útboð á frmkvæmd við jarðgöng gegn um Vaðlaheiði og verður þar um að ræða mikla samgöngubót, sérstaklega fyrir norðlendinga og reyndar alla landsmenn.

Eignarhaldið á göngunum verður í höndum Vaðlaheiðarganga hf., en svo einkennilega sem það hljómar, þá á Vegagerð ríkisins 51% hlut í félaginu og Greið leið ehf. á 49%.

Fram að þessu hefur því verið haldið fram að þarna yrði um einkaframkvæmd að ræða, sem fjármögnuð yrði utan ríkisreiknings, þ.e. með lántökum á almennum markaði og síðan ætti gjaldtaka af umferð í gegn um göngin að duga til að niðurgreiða lánið.

Í dag kemur hins vegar í ljós að ríkissjóður fjármagnar verkið með því að lána Vaðlaheiðargöngum hf. fyrir framkvæmdinni, þ.e. kaupir skuldabréf af félaginu, sem síðan er látið heita að eigi að endurgreiða lánin síðar, en auðvitað vita allir að gangnagjöldin munu ekki standa undir afborgunum lánsins á næstu áratugum.

Þetta verður því að teljast undarlegur skollaleikur í kringum fjármögnun verksins, eingöngu til þess að halda kostnaði við framkvæmdina utan ríkisreiknings. Ríkissjóður lánar fyrirtæki sem hann á meirihluta í sjálfur til að blekkja og falsa ríkisreikninginn. Þetta er kölluð Gríska leiðin og allir vita hvernig fór fyrir uppfinningamönnum hennar.

Eftir sem áður er það fagnaðarefni að loksins skuli einhverjar framkvæmdir komast af stað í landinu, þó meira þurfi til ef duga á til alvöru atvinnuuppbyggingar í landinu.


mbl.is Fjármögnun ganga tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Fólk og fyrirtæki af Eyjafjarðarsvæðinu munu önuglega fá verkefni við uppbygginguna á Bakka.Fólk á norðausturlandi sækir verslun , menningu og flugvöllinn til Akureyrar. Umferðin verður drjúg í gegnum göngin.

Snorri Hansson, 18.8.2011 kl. 01:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Snorri, það breytir því ekki að fjármögnun verksins er einkennileg í meira lagi. Ríkið tekur lán til að endurlána ríkinu (ríkisfyrirtækinu) svo ríkið geti "falsað" ríkisreikninginn í anda Grikkja og látið skuldastöðu ríkissjóðs líta betur út, í ríkisbókhaldinu, en hún raunverulega er.

Vinstri flokkarnir hefðu einhvern tíma kallað slíka "einkafjármögnun" sínu rétta nafni, a.m.k. ef einhverjir aðrir en þeir hefðu staðið að bókhaldsblekkingunum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2011 kl. 09:22

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sammála.  Það eu athyglivert að sjá skollalleikinn í kringum þessa sérstöku framkvæmd.  Ríkið á 51% á móti 49% annarra, en megnið af fjármagninu kemur frá ríkinu, - samt er þetta einkaframkvæmd.

Svo er hitt.  Nú hafa menn sett ný viðmið í því hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur. 

Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  Ætla má að hér eftir skulu göng grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Verktakar á Austurlandi og viðar ættu að kætast.  Verkefnin hljóta að hrannast upp.

Benedikt V. Warén, 18.8.2011 kl. 11:51

4 Smámynd: Landfari

Snorri, það þarf að vera verulega ódýrt í göngin til að menn noti þau almennt að sumri til. Þetta styttir leiðina sáralítið miðað við t.d. Hvalfjarðargöngin þannig að það verður verulega minni hlutfallsleg umferð um göngin en fyrir sunnan.

En þetta sjónarspil í kringum fjármögnunina er náttúrulega bara leikur að tölum. Ólíkt Hvaæfjarðargöngunum var enginn tilbúinn til að taka áhættuna af að kosta göngin gegn veggjöldum. þess vegna er ríkið að fjármagna þetta þó það meigi ekki koma fram.

 Þetta er eitt af því sem Steingrímur kallar "allt upp á borðið"

Landfari, 18.8.2011 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband