16.8.2011 | 11:28
Eykst dópnotkun vegna skattahækkana?
Gríðarlegar hækkanir hafa orðið á áfengissköttum undanfarin rúm tvö ár og er nú svo komið að bjór og áfengi er orðið svo dýrt hjá Steingrími J., að sala í ríkinu dregst stöðugt saman, en brugg og smygl eykst að sama skapi.
Nú virðast vera að koma í ljós enn aðrar afleiðingar þessa skattahækkanabrjálæðis, en það er gífurlega mikil aukning dópneyslu, eða eins og segir í upphafi fréttarinnar: "Fækkun hefur orðið í flestum brotaflokkum á tímabilinu janúar til júlí árin 2009, 2010 og 2011. Einn flokkur sker sig þó úr því fíkniefnabrotum hefur fjölgað um 33% á umræddu tímabili."
Eina rökræna skýringin á þessari fjölgun þeirra sem teknir eru með fíkniefni er sú, að orðið sé mun fyrirhafnarminna og ekki síst miklu ódýrara að verða sér úti um dóp og búið sé að verðleggja áfengið út úr þeirri samkeppni.
Kannski er þessi verðstefna Steingríms J. vísbending um hvaða vímugjafa hann telur heppilegasta fyrir landsmenn.
Fíkniefnabrotum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli ástæðan sé ekki frekar sú að á þessum tíma tók lögreglan upp á að ákæra fólk fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Gæti best trúað að aukninguna í fíkniefnabrotum sé að finna þar.
Páll (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 12:54
Eða að Lögreglan er minna á ferðinni útaf niðurskurði,hraðabrotum fækkar þessvegna.Finnst ég sjá minna af Lögreglunni á þjóðveiginum íþað minsta.
stjani (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 14:26
Það er alkunna að lögreglan og tollurinn verða aldrei vör við nema brot af því sem gerist í fíknienfaheiminum, þannig að ef brotum, sem kemst upp um, fjölgar um þriðjung, þá má reikna með að umsvifin á dópmarkaði hafi aukist a.m.k. jafn mikið.
Sé aukningin svon mikil, sem likur benda til, þarf að velta fyrir sér skýringunum á því og alls ekki er ólíklegt að skattahækkanabrjálæðið á áfengi, tóbaki og reyndar öllu öðru, eigi töluverðan þátt í þessari aukningu.
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2011 kl. 15:55
Þetta eru allar Marijúanaræktanirnar árið 2009 og sú staðreynd að "nýr brotaflokkur" er orðinn virkur með ákærum vegna vímuefnaaksturs. Hefur ekkert með skattastefnu að gera, hvort sem manni líkar hún vel eða illa. Veiking krónunar og gjaldeyrishöft hafa mun meiri áhrif á vímuefnamarkaðinn en skattastefna ríkisstjórnarinnar.
Páll (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 18:05
Páll, hvaðan hefur þú þær upplýsingar að veiking krónunnar og gjaldeyrishöftin hafi dregið úr innflutningi eiturlyfja?
Upplýsingar frá lögreglunni og SÁA hafa bent í þveröfuga átt, svo hvaðan koma þá þín vitneskja um þróun þessa markaðar?
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2011 kl. 18:53
Ekki veit ég hvar þú hefur fundið upplýsingar um aukningu á innflutningi vímuefna s.l. ár hjá SÁÁ. Ég starfa þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi og gert s.l. 4 ár. Mínar upplýsingar fæ ég úr starfi mínu og áhuga á þessum málum. Eftirfarandi eru t.d. upplýsingar úr Ársskýrslu SÁÁ 2007-2010 (http://saa.is/islenski-vefurinn/samtokin/arsrit-20072010/)
Hlutfall kannabisfíkla úr sjúklingahópi Vogs fer úr 35% árið 2007 í 31% árið 2010
Fjöldi Kókaínfíkla jókst stöðugt frá 2001 til 2007 en hrapa þá úr tæplega 450 einstaklingum og eru komnir niður fyrir 350 einstaklinga 2010
Amfetamínfíklum á Vogi fækkaði um 100 einstaklinga milli 2006 og 2008 en hefur fjölgað lítillega eftir það. Athuga ber þó að Ritalinneytendur flokkast undir Amfetamínfíkla í þessari skráningu. Aukningin s.l. 2 ár er fyrst og fremst vegna mikillar aukningar á Ritalínneyslu fíklanna á kostnað amfetamíns. Það er ekki lögbrot að hafa Ritalin undir höndum svo ekki eru það Ritalin-handtökur sem auka fíkniefnabrot hjá lögreglunni. Annars hefur hlutfall örvandi vímuefnafíkla á Vogi nánast staðið í stað frá 2005.
E-pillufíklar hafa farið úr ca. 260 einstaklingum árið 2001 og niður fyrir 50 einstaklinga árið 2010
Þegar þessi frétt er skoðuð er rétt að taka fram að tölurnar um þróun eru villandi. Skráðum fíkniefnabrotum hjá lögreglu hafði fjölgað skv. ársskýrslum þeirra ár hvert frá árinu 2000 til 2006 þegar þau náðu hámarki. Fjöldi fíkniefnabrota í ár er, ef fram fer sem horfir, svipaður og árið 2006 svo það er einföldun að kenna skattastefnu um. 2098 mál komu upp 2006 en ef við tvöföldum það sem kom upp fyrstu 6 mánuðina í ár verða málin 2066 (http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=691)
Árið 2000 - 781 mál
Árið 2001 - 911 mál
Árið 2002 - 994 mál
Árið 2003 - 1385 mál
Árið 2004 - 1671 mál
Árið 2005 - 1816 mál
Árið 2006 - 2098 mál
Árið 2007 - 1847 mál
Árið 2008 - 1590 mál
Árið 2009 - 1327 mál
Árið 2010 - 1530 mál (28.12.2010)
Þannig að sjá má að málafjöldi er einungis að ná fyrri hæðum eftir áfall fjármálaheimsins. Það segir sig sjálft að 100% veiking á gengi krónunnar + gjaldeyrishöft eru ekki eitthvað sem auðvelda innflytjendum vímuefna iðju sína. Það segir sig líka sjálft að hærri greiðslubyrði fólks + hærra vöruverð þrátt fyrir sömu eða lægri laun (atvinnulausir) knýr fólk til að skera niður alla neyslu. Ef þú vilt halda öðru fram skaltu rökstyðja það sjálfur. Vímuefnamarkaðurinn þarf tíma til að endurnýja sínar viðskiptaleiðir og skv. tölunum virðist það hafa tekist. Hins vegar má fara varlega í að túlka þessar tölur sem einungis mál er varða innflutning. Fíkniefnabrot spanna aðeins víðari völl en svo. Varsla, dreifing, innlend framleiðsla og "ýmis fíkniefnabrot" spila líka þarna inn í. Svo er spurning um fjármagn í löggæslu og áhersluverkefni löggæslunnar ár hvert. Allt hefur það áhrif á þessar tölur.
Hvað sem því líður hefur skattastefna Íslenska Ríkisins í Áfengismálum afskaplega lítil áhrif á ólöglega vímuefnamarkaðinn. En þegar í manni blundar mikil og sterk þörf til að kenna stjórnvöldum um allt sem er vont og öll hugsanleg samfélagsmein þá er auðvelt að réttlæta fyrir sér slíka skoðun. Það þýðir ekki að hún sé byggð á neinu raunverulegu.
Páll (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 21:29
Það er greinilegt að eitthvað hefur misskilist við hlustun á fulltrúa SÁÁ kvarta undan minnkandi stuðningi á fjárlögum, því ekki hefur verið hægt að skilja þann málflutning öðru vísi en að vímuefnavandinn fari sívaxandi og þess vegna þyrfti frekar að auka fjárveitingar til SÁÁ en hitt.
Þó þú kjósir að blanda flokkspólitík í þetta mál, þá vita allir sem vilja vita að aldrei hefur verið auðveldara að nálgast ólöglegu vímuefnin en núna og smygl á áfengi og heimabruggun fer stöðugt vaxandi.
A.m.k. þegar þessi mál eru rædd utan veggja meðferðarstofnana, eru menn flestir á þeirri skoðun að minnkandi sala í "ríkinu", aukning á bruggi og smygli sé vegna skattahækkanabrjálæðisins, en ekki vegna skyndilegrar bindindissemi þjóðarinnar.
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2011 kl. 22:28
Já, það hefur misskilist. Fjárframlög til SÁÁ hafa aldrei verið í nánd við þær upphæðir sem samtökin þurfa til að sinna málefninu sómasamlega og gildi þar einu hvort dægursveiflur verði í neyslumynstri þjóðarinnar.
Ég hef hins vegar líka sterklega á tilfinningunni að þegar þú hafir myndað þér skoðun hlustir þú ekki á neitt sem stangast á við þær og ferð frekar að bítast á en að ræða málefnalega.
Kveðja
Páll (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 22:51
Fíkniefnaneysla vex iðulega með skertum lífkjörum, þar sem fólk reynir að flýja frá áhyggjum raunveruleikans með ýmis konar vímugjöfum.
Efa ég þó að þú getir tengt það við skattahækkanir frekar en annað sem reynt hefur verið í að rétta landið af eftir hrunið. Fólk skal reyna að muna að rekja vandann alla leið til rótarinnar fremur en að horfa stöðugt til núverandi vandamála, sem að mínu mati eru eðlilegar vangaveltur kreppustjórnar.
Við skuldum þúsundir milljarða. Einhvern veginn þurfum við að afla okkur fjármagni til að greiða okkar skuldir. Sá skal kasta fyrsta steini sem telur sig vita hvernig það skal gert án þess að gera af og til mistök á leiðinni.
Helgi S. Karlsson, 17.8.2011 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.