Bændur í ánauð sláturleyfishafa?

Sláturleyfishafar, sem eru í raun með einokun á slátrun búfjár í landinu, neita að greiða bændum uppsett verð fyrir það lambakjöt, sem bændur þurfa að selja þeim í haust.

Þetta hlýtur að vera eina dæmið um það, að kaupandi vöru geti ákveðið sjálfur hvaða verð hann greiðir fyrir þá vöru sem hann kaupir, því venjan er sú að seljendur verðleggja vörur sínar og síðan ræður eftirspurnin hvort kaupendur sætta sig við uppsett verð.

Sláturleyfishafar hafa svo frjálar hendur um verðlagningu sína til verslana, sem aftur hafa frjálsa álagningu og geta því lagt á landbúaðarvörur, eins og aðrar, eins mikið og kaupendur láta bjóða sér. Að vísu eru kaupendur matvara í erfiðri aðstöðu gagnvart seljendum, þar sem allir neyðast til að borða, en þeir geta þó fært sig á milli vöruflokka, þegar verðlagning einstakra vara gengur fram úr öllu hófi.

Þó flestum þyki verð á landbúnaðarvörum vera of hátt nú þegar, er þessi einokunarstaða sláturleyfishafa eins og draugur úr fortíðinni, þegar kaupfélögin réðu logum og lofum á þessum markaði.

Einkennilegast af öllu er, að bændur skuli sætta sig við þetta fyrirkomulag á verðlagningu þeirra eigin framleiðslu.


mbl.is Féllust ekki á kröfur bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir því sem ég hef lesið eru bændur eigendur sláturstöðva, eða eigum við að segja stórbændu, því eitt er að vera bóndi eða bóndi.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 03:21

2 identicon

Hvar er nú Gylfi Arnbjörns álitsgjafi? Eða þá uppgjafa mjólkurfræðingurinn hjá Neitendendasamtökunum?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband