Óheppnasta flugfélag í heimi?

Iceland Express, sem gefur sig út fyrir að vera flugfélag en er það ekki, hlýtur að vera óheppnasti ferðaþjónustuaðili í veröldinni, miðað við allar tafir, seinkanir og bilanir, sem hjá félagið upp á nánast hvern einasta dag.

Þar að auki er félagið einstaklega óheppið með samstarfsfyrirtæki erlendis, a.m.k. ef mark er takandi á afsökunartilkynningum félagsis vegna allra þeirra vandamála sem við er að glíma í rekstri þessa félags, umfram önnur í sambærilegum viðskiptum. Félagið birti heilsíðuauglýsingu með afsökunum á þeim töfum sem einkennt hafa allt áætlunarflug félagsins og lofaði bót og betrun í þeim efnum. Mánuðinn eftir afsökunina reyndust aðeins 38% áætlunarferða IE vera innan ásættanlegra tafamarka og mun það hafa verið slakasta útkoma allra flugrekstraraðila veraldarinnar. Líklega munu þó ekki öll flugfélög þriðja heims ríkja hafa verið með í þeim samanburði.

Þegar farþegar félagsins frá París urðu fyrir eins og hálfs sólarhrings seinkun á áætlun og var hrúgað saman á hótelherbergi með ókunnugu fólki, bar fulltrúi IE því við, að um algera handvömm samstarfsfyrirtækis þeirra í París væri að ræða og taka þyrfti til skoðunar að finna nýjan þjónustuaðila þar í borg. Nú verður fjórtán ára stúlka fyrir því að verða skilin eftir á flugvellinum í Billund, vegna yfirbókunar, og þá er atvikinu að sjálfsögðu vísað á það þjónustufyrirtæki sem IE er svo óheppið að vera í viðskiptum við þar á bæ, enda stóð ekki á yfirlýsingu um að líklega þyrfti að leita að nýjum samstarfsaðila þar í borg, rétt eins og í París.

Eftirfarandi orð Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa IE, verða líklega einkunnarorð félagsins framvegis: "Við þurfum auðvitað að íhuga það hvort við höldum áfram viðskiptum við félag sem hagar sér með þessum hætti."

Það er sannarlega ekki ofsögum sagt af einstakri óheppni Iceland Express, a.mk. með val á samstarfsfyrirtækjum.


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

IE er bara skrifstofa sem tekur vélar á leigu og ætlaði sér í upphafi að vera "net-flugfélag" og ákkúrat í þessum dúr sem það er. Það vita allir sem vilja.

Þar gleymdu bara þessum faktor, að vera með almennilega þjónustuaðila í öllum hornum rekstursins.

Það er nú reyndar komin skýring á því afhverju 14 ára stúlka (hætt að vera barn) var skilin eftir ásamt öðrum einstaklingi - Starfsmaður á plani gerði greinilega og nú útskýrða skyssu og ég myndi segja, að svona starfsmanni myndi ég hafna alfarið að vinna við mína stjórnstöð á flugvelli. Þetta mál er a.m.k. leyst farsællega með afsökunum og 3ja flugmiða bætingu.

Það er erfitt að klína öllum mistökum (sem aðrir gera) um leið og sagan birtist, á IE skrifstofuna - Það hlýtur alltaf að vera útskýring og menn/konur/fólk ætti/u ekki dæma svona fljótt, og helst ekki fyrr en sagan er öll.

Eins finnst mér að fólk ætti að passa sig á að detta ekki í þann pytt, að vera í sífelldri samanburðaleikfimi við Icelandair og IE - það kallar bara á skítkast á báða bóga og gerir manninn minni. 

Már Elíson, 5.8.2011 kl. 14:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvergi var minnst á Icelandair í þessum pistli. Aðeins verið að benda á þessa margítrekuðu og ótrúlegu "óheppni" sem eltir IE.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Missti IE/Artreus ekki líka þjónustuaðilann í Leifsstöð í vor? Mig minnir að IE hafi skellt þjónustuleysisafsökun á hann líka.

Það kallast ekki skítkast þótt fólk velti því fyrir sér hvernig standi á gæfuleysi IE í þessum þjónustumálum.

En vissulega væri fróðlegt að heyra sjónarmið þjónustuaðilanna; þeir hljóta líka að eiga einhvern rekstrarheiður að verja.

Kolbrún Hilmars, 5.8.2011 kl. 15:27

4 Smámynd: Agla

Stúlkan skaðaðist ekki að og hún og hennar fjölskylda eru búin að fá þrjá flugmiða....!!  Og þessi asafengni útlenski þjónustuaðili  (sem IE ber enga ábyrgð á )  fékk skammir fyrir asaganginn.!!

Er þetta þá bara hið besta mál? Engra frekari útskýringa þörf?

Stúlkan var "auralaus".  Sá IE henni fyrir mat og drykk meðan á fartöfinni stóð? Hún var undir lögaldri. Hafði IE samband við foreldra hennar? Borgaðo IE símkostnað tengdan þessum asagangsmistökum? Hvernig væri að upplýsingafulltrúi IE segði okkur  söguna  alla í staðinn fyrir þessa vesælu PR úttgáfu eða segði okkur hvaða þjónustu viðskiptavinir IE geta treyst að fá skyldu þeir ver svo óheppnir að flækjast inn í eitt af IE óhöppunum.

Mér finnst, því miður, að við þurfum "AÐ ÍHUGA ÞAР HVORT VIÐ HÖLDUM ÁFRAM VIÐSKIPTUM VIÐ" fyrirtæki sem "HAGAR SÉR MEÐ ÞESSUM HÆTTI" og þá meina ég Iceland Express en ekki þá "þjónustu" aðilja sem þeir hafa valið að eiga viðskipti við.

Agla, 5.8.2011 kl. 15:29

5 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Rétt hjá þér Kolbrún, IE sagði upp samningnum við þjónustuaðilan, og skilur svo ekkert í af hverju gengur svo hægt að afgreiða flugvélar og farþega.

Þeir skutu sig í báða fæturna með þessu.

Skil bara ekki hvernig Már fær út að 14 ára barn sé ekki barn ? Ég á 15 ára barn !

Birgir Örn Guðjónsson, 5.8.2011 kl. 15:32

6 identicon

Iceland Express er búið að fá einn mesta spunameistara Samfylkingarinnar sem talsmann sinn,verði þeim að ´´góðu,,.

Númi (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 15:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Númi er algerlega með þetta, þetta er Samfylkingunni að kenna, jafnvel samsæri helvítis ríkisstjórnarinnar gegn flugfarþegum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 16:16

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf er hann nafni minn jafn viðkvæmur fyrir því, sem honum finnst vera árás á minni máttar. 

Í þessu tilfelli, sem oftar, er það Samfylkingin sem hann telur sig þurfa að vernda og reyndar ekki síður ríkisstjórnina alla. 

Ekki veitir þeim af allri þeirri hjálp og vernd sem möguleg er.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2011 kl. 16:25

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel Jóhann, tókstu þarna ekki á skökkum enda spýtunnar?

Númi sagði ekki að lélegur rekstur IE væri SF að kenna, heldur að IE hefði stolið áróðursmeistaranum frá SF. Gerningurinn bitnar þannig á SF en ekki öfugt. (Þar til annað kemur í ljós - auðvitað.) :)

Og hvað koma þessar hrókeringar ríkisstjórninni við? Starfaði hinn meinti "spunameistari" fyrir VG líka?

Kolbrún Hilmars, 5.8.2011 kl. 17:44

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er nú meiri  brandarinn, ríkisstjórnin,  he, he, he  ?

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.8.2011 kl. 19:16

11 identicon

Fyrir þyngdarútreikninga er einstaklingur undir 2 ára "infant" og "barn" upp í 12 ára aldur.

Ágúst (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 19:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, varla eru barnaverndarlög samin eftir þyngdarútreikningsstuðlum flugfélaga.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2011 kl. 20:14

13 identicon

Það er vel þekkt í viðskiptum að líkur sækir líkan heim og skíthælar hanga oft saman í knippum. Við hverju má búast frá manni eins og Pálma í Fons sem er annálaður siðblindingi og dubbaður upp sem viðskiptajöfur af spilltasta buisnessmanni íslandsögunnar. Jóni Ásgeiri.

Pálmi er ekki rekstrarmaður fyrir fimmaura og hefur aldrei verið Hann gat ekki einu sinni selt gúrkupoka án þess að svindla en sumir eru bara fæddir svona. Hann er núna að mjólka síðustu beljuna sína með þeim ráðum sem hann kann best, svíða umhverfi sitt í samstarfi við önnur skítafyrirtæki því heiðvirð fyrirtæki sem vita um bakgrunn hans vilja ekkert hafa með aumingja sem komst til álna með svínerí. Þessvegna er Iceland Express algjört skítafyrirtæki því samstarfsaðilar hans eru af sama kaliberi.

Og það er skömm að þvi að sama fólk og vælir undan kreppunni skuli láta Pálma hafa aurana sína. Algjör þjóðarskömm því maðurinn á að vera lokaður inni í því sama myrkri og hann hefur valdið íslensku þjóðfélagi með siðblindu sinni, græðgi og mannleysu.

Gylfi (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 02:14

14 identicon

Við erum að horfa upp á breytingar í samgöngum alla daga...áður fyrr var það stórviðburður að ferðast og sérstaklega erlendis...Núna er það eacy písí...Mér finnst það aðalega ábyrgðarleisi hinna fullorðnu að ættla það að barn (14 ára)sé komið örugglega í flug... .þeir sömu ættu að sjá á eftir flugvélini....það voru þaug sem í raun skildu barnið eftir á flugvellinum. Þetta er nú bara flugvél og kerfi sem er búið til af mönnum sem er ekki gallalaust. Ég bí í Indónesíu og það þykir ekki merkilegt að kaupa miða og ferðast erlendis hér, maður fer bara út á völl og kaupir miða líkt og að fara með rútu á Íslandi, ekkert vesen...Ég gæti trúað að flugfreyjur verði næsta sem vi ð sjáum tínast úr þessu sett uppi, það eru t.d. engar freyjur eða þjónar í rútum...það væri t.d. nóg að hafa einn öryggisvörð á leiðum eins og til Danmörku, hann þyrfti bara að arma hurðirnar... búið...það er ekkert að Iceland express, kannski að aðaleigandi þess sé gagnríniverður en ég er viss um að það vinni mjög fínnt fólk þar. Það sama má segja um Icelandair og það er gott að geta valið...þetta er ekkert mál, maður á bara að reikna með að eitthvað óvænt komi upp á...jafnvel eldgos.

kv

Gutti

Guttormur (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 06:48

15 identicon

Var að sjá rétt í þessu á vefsíðu IE (leitaði í flugupplýsingum) að IE býður upp á fylgdarþjónustu fyrir börn frá tólf til fimmtán ára sem ferðast ein síns liðs með IE.

Þjónustuna þarf að bóka um leið og miðann. Hún kostar ísl. kr. 3.400,00 fyrir hvern fluglegg og viðkomandi farþegi fær þá fylgd frá innritunarborði og inn í flugvél og koma hans er tilkynnt flugþjónum um borð í vélinni. Eins er innifalin fylgd frá vélinni, gegnum tollskoðun og vegabréfaskoðun og aðstoð með farangur á lendingarstað.

Vitið þið um einhvern sem hefur reynslu af þessari þjónustu?

Getið þið látið ykkur detta í hug hversvegna upplýsingafulltrúi IE notaði ekki tækifærið til að benda á þennan þjónustumöguleika þegar hann reyndi að verja atvinnuveitenda sinn í sambandi við hrakningar unglingsstúlkunnar á heimleið frá Danmörku núna nýlega?

Agla (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 15:24

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Agla, ekki hef ég þekkingu eða reynslu af þessari þjónustu hjá IE eða öðrum flugfélögum, en seinkanir geta alltaf komið upp (þó það virðist frekar regla en undantekning hjá IE) og eins geta komið upp tilvik með yfirbókanir og fleira getur farið úrskeiðis í ferðaþjónustunni, eins og í öðrum rekstri.

Þá reynir einmitt á viðbrögð og þjónustu rekstraraðilans til þess að leysa úr vanda þeirra viðskiptavina, sem fyrir óþægindum verða vegna þessara og annarra ófyrirséðra atvika. Á því sviði finnst manni IE algerlega hafa brugðist hvað eftir annað undanfarna mánuði og á því sviði þurfa starfsmenn félagsins að taka sig virkilega á.

Að reyna sífellt að kenna samstarfsaðilum sínum um og gera lítið úr þeim er ekki stórmannlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2011 kl. 18:31

17 identicon

Þetta er nú bara orðið hreinlega hlægilegt hvernig IE kennir alltaf öllum öðrum um en þeim. Þjónustufyrirtæki á flugvöllum erlendis sem hérlendis ER að vinna fyrir IE og er því þeirra fulltrúi á staðnum, það er mjög skýrt. Og þessi útskýringu með starfsmann í Billund finnst mér frekar langstótt. Finnst líklegra að þetta sé bara enn eitt bullið frá IE. Þess má líka geta að Billund Handling er eina flugþjónustufyrirtækið á Billund-flugvelli og sér því um öll flugfélög þar, þar á meðal Icelandair. Aldrei er neitt vesen hjá öðrum en IE eru fljótir að klína öllu á aðra en þá sjálfa.

Svo hér heima að þeirra síðasti flugþjónustuaðili (Airport Asscosiates) segir upp sínum samningi við IE, sem þá leitar til IGS en þeir vilja ekkert með IE hafa. IGS var þjónustuaðili IE hér á árum áður. Segir þetta ekki sína sögu um IE að enginn þjónustuaðili á Keflavíkurflugvelli vilji hafa neitt með IE að gera lengur?

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband