5.8.2011 | 09:01
Sjaldgæf tölvuafrit
Enn birtist frétt af miklum gagnamissi tölvueiganda þegar tölvu hans er stolið, en ótrúlega oft virðist sú saga endurtaka sig.
Í frétt dagsins af slíku máli er það Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona, sem fyrir tjóninu varð, en hún segir um m.a. um málið: "My laptop which I never ever back up and has my entire life on it, was just stolen out of my car on Melrose Blvd earlier today."
Það verður að teljast ótrúlegt kæruleysi af fólki, að afrita aldrei gögnin af tölvum sínum, hvort sem um borð- eða fartölvur er að ræða, þar sem tölvur geta eyðilagst eða þeim verið stolið, enda virðast tölvur vera afar "vinsælar" hjá þjófum, sem hlýtur að byggjast á því að auðvelt sé að koma þeim í verð á svarta markaðinum.
Af og til berast neyðarköll frá rithöfundum, tónlistarmönnum og öðrum, sem hafa orðið fyrir því óláni að tölvu þeirra hefur verið stolið og sárasta tapið hefur verið í gögnunum, sem á tölvunum hafa verið geymdar, jafnvel heilu skáldsögurnar, tónverkin, ljósmyndamöppurnar og annað, sem ómetanlegt er og erfitt er að endurskapa.
Þrátt fyrir allar þessar svipuðu fréttir af þessu tagi, virðist þær ekki duga til að vekja fólk til vitundar um brýna nauðsyn afritunartöku af öllum tölvugögnum.
Tölvu Önnu Mjallar rænt á Melrose Blvd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst þessi setning hennar nú vera frekar "blondie" - með allri virðingu fyrir henni og hennar fjölskyldu.
Svo veit maður ekki nema þetta sé eitthvað skreytt, báðum megin hafsins !
Maður setur aldrei "my entire life..." í kjöltutölvu, þvílíkt væri nú og annað eins !..(eða hvað ?)
Már Elíson, 5.8.2011 kl. 14:41
Maður hefur nú séð svipaðar yfirlýsingar frá ýmsum öðrum, sem hafa orðið fyrir því að fartölvu þeirra hafi verið stolið, t.d. eins og fram kemur að ofan, frá rithöfundum, kvikmyndagerðarfólki og tónlistarmönnum.
Það eru ótrúlega margir sem eru frekar "blondie" á þessu sviði.
Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2011 kl. 14:58
Netafritun er málið. Ég borga um 6 þús á ári og öll tölvan er afrituð á netinu en ég er með um 600GB. Auðvelt í uppsetningu og svo þarf lítið að hugsa um þetta, allt gerist nánast sjálfkrafa. Backblaze.com eða Mozy.com
Arnar (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.