4.8.2011 | 19:06
Hetjur eða kjánar?
Allar hlutabréfavísitölur austan hafs og vestan hafa verið í frjálsu falli í dag og undanfarna daga hefur ótti fjárfesta farið sívaxandi um að nýtt efnahagshrun sé í uppsiglingu, enda flestir ríkissjóðir orðnir svo skuldsettir að óvissa eykst sífellt um að alvarlegir greiðsluerfiðleikar þeirra séu framundan.
Samkvæmt fréttinni var ein helsta orsök hræðslukippsins í dag þessi: "Svo virðist sem lækkunina megi aðallega rekja til þess að bankastjóra Seðlabanka Evrópu mistókst að sannfæra fjárfesta um að ástandið evru-svæðinu sé viðunandi."
Allir í heiminum hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandi evruríkjanna og óttast að evran standist ekki sem gjaldmiðill til framtíðar, nema þá einna helst með algerum fjármálalegum samruna evrulandanna og að öllum þeirra efnahagsmálum verði stjórnað frá Brussel og þau verði þar með ófjárráða, hvert fyrir sig.
Að vísu virðist vera einn hópur manna í veröldinni, sem engan skilning virðist hafa á þessu máli og það er Samfylkingarfólk á Íslandi og nokkrir nytsamir sakleysingjar aðrir, sem endilega vilja fá að komast inn í þennan vonlausa félagsskap og alveg sérstaklega er ástin á evrunni átakanleg.
Ofurhugar hafa margir sagt, að óttinn sé nauðsynlegur fylgifiskur hetjudáðanna, því hann sjái til þess að allur vari sé hafður á þeim aðgerðum og athöfnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Aðeins kjánar séu algerlega óttalausir, enda séu það yfirleitt einmitt þeir sem fari sér að voða.
Hvort skyldi afstaða íslenskra ESBsinna bera meiri keim af viðbrögðum ofurhuganna eða kjánanna?
Algjört hrun á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel, þú mátt eiga það að pistlarnir þínir byrja oft með mikilli áhugaverðri spennu. En síðan sekkur þú yfirleitt niður í það allra neðsta. Eins og nú.
Valgeir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 19:23
Eru það ESBsinnarnir sem þú telur að tilheyri því "allra neðsta"?
Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2011 kl. 19:36
ESB sinnarnir eru allra neðsta!
Sigurður Haraldsson, 4.8.2011 kl. 20:00
Nei Axel, ég meinti einungis skrifstíl þinn. Þú ert flótur til að setja fólk og hugsjónir í grúppur, flokka osfrv.
Sem íbúi í ESB-landi er ég á þessum tímapunkti ekki mjög hrifinn af tilvonandi aðild Íslands (þjónar ekki hag íbúa ESB, næg vandræði fyrir). Tel þó að ESBsinnar á Íslandi séu að berjast fyrir því eina rétta fyrir þjóð vora. Og þá skiptir engu máli hvort þeir séu í flokki eða utan flokka.
Valgeir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:07
Valgeir, þú segir að næg séu vandræðin fyrir innan ESB, þó Ísland bætist ekki þar við. Hvað er þá svona rétt fyrir þjóð vora við þetta væntanlega stórríki?
Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2011 kl. 20:14
Heh. Það sjá allir að USA er að fara á hausinn. Það að þeir fái að skulda meira bjargar engu. Það er hlægilegt. Og Evrópa er rekin jafnvel verr.
Hvað get ég gert?
Yppt öxlum.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.8.2011 kl. 20:36
Ekki ertu hræddur um að ESB aðildin muni rústa fjárhag Íslands??? Ég tel að Ísland, þó aðallega íslenskir þegnar, væri betur statt innan ESB en utan. Vandræði koma og fara. Viðmiðunarmörk breytast. Kína vinnur.
Kynntu þér samninginn. Kannski er ekki allt alslæmt. Þú munt fá að kjósa um samninginn þegar að því kemur.
Valgeir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:50
Valgeir, ég hef aldrei haldið því fram að ekki mætti finna eitthvað nothæft í ESBsamningunum. Ég hef hins vegar haldið því fram að við höfum ekkert með það að gera fyrir okkur og að við munum komast vel af áfram án frekari samninga við ESB.
Eins og þú segir, þá vinnur Kína hvort sem er og þegar að því kemur verður ESBaðild einskis virði.
Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2011 kl. 20:54
ég brosi að setingunni "...við munum komast vel af áfram án frekari samninga við ESB" og tel þá ansi veruleikafirrta.
Ef þú rýnir í alþjóðlegu fréttirnar er Kína einhverntímann á leiðinni í þrot (en þá banna stjórnvöld blaðamönnum auðvitað að skrifa um það). Kína vinnur á morgun á pappírnum, USA eftir 5-13 ár, Evrópa hefur enn ekki tapað, mun halda sér sterkri. Rússland er á hausnum en samt sterkt. Viðmiðunarmörk breytast. Vandræði koma og fara. Kína vinnur.
Valgeir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 21:30
Og þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan "meinta" ESB-samning, mun ég öruglega segja NEI, ekki af því að ég sé á móti ESB, Evrópu eða Brussel, eða hafi einhverja sérstaka skoðun á þessu yfirleitt. Heldur bara til að klekkja á Jóhönnu og Össuri. Það eitt á að vera næg ástæða til að kolfella þennan samning. Fólk í æðstu stöðum á íslandi og láta sér fátt um finnast um afkomu sinna eigin landa, en ganga svo um eins og útglent hóra fyrir ESB valdhöfum.
Dexter Morgan, 4.8.2011 kl. 21:53
Einmitt Dexter
Stjórnvöld eru nefnilega að reyna að selja okkur eins og ódýra mellu. Öllu öðru er ýtt til hliðar nema ESB aðild, hvað sem það kostar. Fólkinu og atvinnuvegunum er ýtt fram á barm hengiflugs með aðgerðaleysi og skattpíningu. Skattpíningu sem skilar minna en ella og styrkir neðanjarðarhagkerfið sem er eins og púkinn á fjósbitanum og hlær.
Í ástandi eins og verið hefur frá hruni bankanna hefðu stjórnvöld átt að lækka skatta frekar en að hækka þá. Fara með virðisaukann niður í 10 - 14% og fella út allar undaþágur og vera eingöngu með eitt þrep. Púkinn okkar á fjósbitanum nærist á skattahækkunum. Hagkerfið okkar og almenningur og fyrirtækin í landinu nærast hins vegar á skattalækkunum.
Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.