Ellen DeGeneres og ég

Uppi varð fótur og fit í fjölmiðlum í dag, þegar spurðist út að grínarinn og þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres væri stödd á landinu og hefði sést á gangi í Reykjavík og væri líklega hingað komin til að taka þátt í Gleðigöngu Hinsegn daga.

Síðar kom í ljós að þetta var allt saman tómur misskilningur og einhver hafði ruglað grínistanum og þýskum ferðamanni saman en engum fjölmiðli dettur í hug að birta mynd af túristanum og hvað þá að birta við hann langt og gáfulegt viðtal í tilefni ruglingsins.

Annað sem er afar umhugsunarvert við þennan fréttaflutning er að ég hef sjálfur verið margoft á gangi um göturnar í 101 Reykjavík, án þess að nokkur einasti fjölmiðill hafi sýnt því minnsta áhuga. Einnig hef ég verið í bænum og fylgst með Gleðigöngunni árum saman og aldrei hefur verið á það minnst í prent- eða ljósvakamiðlum.

Hvað skyldi það vera sem Ellen DeGereres hefur fram yfir mig til að verðskulda alla þessa athygli og vera meira að segja ruglað saman við hvern annan venjulegan túrista?

Kannski að maður ætti að hafa myndavél dinglandi á vömbinni næst þegar maður fer í bæinn.


mbl.is Leiðrétt: Ellen DeGeneres ekki á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það sem hún hefur umfram þig Axel minn, er að konan er lesbía, og því mögulega líkleg til að fara í gönguna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.8.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta gæti hugsanlega verið skýringin og ekki hef ég heldur prófað að fara á rúntinn í kjól. Það þætti sjálfsagt ekki einu sinni nógu fréttnæmt til að koma manni í fjölmiðlana.

Maður verður bara að sætta sig við að vera alls ekkert frægur.

Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég held við ættum bara að þakka okkar sæla fyrir það. Fræga fólkið hefur aldrei frið, nema svona oftast, hér á landi. Ég veit ekki hvort það er kurteysi við útlendinga, eða bara að fólk er orðið svo vant frægum Íslendingum að það kippir sér ekkert upp við að einn eða tveir heimsfrægir birtist til viðbótar.

Að vísu var ég stödd á tónleikum um daginn, þar sem þekktur skemmtikraftur gafst upp, undan aðgangshörðu fólki sem hópaðist utan um hann til að fá eiginhandarskift á einhverja miða, og fór heim áður en tónleikarnir voru hálfnaðir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.8.2011 kl. 21:52

4 identicon

Þessi ,,ekki"-frétt lýsir smáborgarahætti Íslendinga vel.

Almáttugur (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 23:04

5 identicon

http://visir.is/ellen-ekki-a-landinu-heldur-thyskur-tvifari/article/2011110809739

Hér er birt mynd af þýska ferðamanninum, svona þar sem þú alhæfir að enginn fjölmiðill birti mynd af henni.

Eirenne (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eirenne, hefði athyglisgáfa þín verið í lagi þá hefðir þú tekið eftir því að mín færsla var skrifuð í gær, en þessi frétt með mynd og viðtal við þýska túristann birtist ekki fyrr en sólarhring síðar.

Ef til vill varð færslan einmitt til þess að fréttamaðurinn vaknaði.

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband