Guð blessi Gaddafi

Furðufuglinn Hugo Chavez, forseti Venesúela, bað í dag Guð a blessa vin sinn Gaddafi, Lýbíuleiðtoga, en Chavez er vinur allra sem eiga enga aðra vini.

Vonandi man Gaddafi eftir þessum hugulsama vini í sínum bænum til Allah, því báðir þurfa á allri þeirri blessun að halda, sem þeim stendur mögulega til boða.


mbl.is Chavez lýsir yfir stuðningi við Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvenær ætlar Hugo Chavez að biðja fyrir Ríkisstjórn vorri??

Vilhjálmur Stefánsson, 2.8.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: kallpungur

Af vinunum skaltu þekkja þá. Drullusokkar sækast eftir félagsskap drullusokka.

kallpungur, 3.8.2011 kl. 00:07

3 Smámynd: el-Toro

sárt að segja það.  en ætli guð/allah sé ekki nærri Gaddafi en hann er árásahernum (NATO) á miðjarðarhafinu.  efast um að gömlu aflátsbréfin (eða hvað þau hétu hjá kaþolikkum þar sem þú gast keypt syndarlausn) geti bjargað okkur úr þeirri vitleysu sem við erum að gera í Líbíu. 

kallpungur hittir naglan algjörlega á höfuðið í athugasemd sinni.  við á vesturlöndum eigum hræðilega vini í Líbíu.  vinir okkar í líbíu eru nefnilega þeir sömu og við berjumst við daglega í írak og afganistan.  en eftir að þeir komu sér til líbíu, þá styðjum við þá.....alveg magnað :(  only in usa / eu

el-Toro, 3.8.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband