2.8.2011 | 16:31
Héðinsfjarðargöng sanna sig
Á meðan á framkvæmdum stóð við Héðinsfjarðargöngin vantaði ekki úrtöluraddirnar, sem töldu framkvæmdina vera mikla fjármunasóun og göngin gætu aldrei "borgað sig" vegna þess að ekki væri hægt að reikna með að fleiri en tvö- til þrjúhundruð bílar færu um þau að meðaltali á dag.
Eftir opnun gangnanna hafa þessar úrtöluraddir hljóðnað að mestu, enda hefur sannað sig að umferð um göngin er margfalt meiri en bjartsýnustu menn þorðu að reikna með og sérstaklega hefur umferðin verið mikil í sumar, sem er það fyrsta eftir opnun þeirra.
Fljótlega mun tvöþúsund bíla múrinn verða rofinn, þ.e. að sá fjöldi bíla fari um gönginn á einum sólarhring og sannar það hvílík samgöngubót er að göngunum og hve mikil lyftistöng þau eru fyrir ferðaþjónustu á Tröllaskaga.
Með þeirri ótrúlegu uppbyggingu í ferðaþjónustu sem þegar hefur átt sér stað á Siglufirði, að ekki sé minnst á það sem í bígerð er, er bærinn að verða einn skemmtilegasti freðamannabær landsins og ef fer fram sem horfir, verður hann einnig með þeim vinsælustu.
Fjallabyggð er enn á ný óskað til hamingju með göngin og ferðaþjónustuna, sem sífellt er að eflast á svæðinu öllu.
Margir óku um Héðinsfjarðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þau sanna sig Héðinsfjarðargöngin, en nú er bara vandamálið Múla og Strákagöng, þau anna alsekki umferðaþunganum sem er um þessar stóru helgar.
Hjörtur Herbertsson, 2.8.2011 kl. 18:00
Hefði hver bílstjóri verið rukkaður um 7,5 miljónir króna, þá væru göngin þvínæst uppgreidd.
Kristján (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 19:08
Kristján, af hverju hefði átt að afskrifa þessi jarðgöng á svona miklu skemmri tíma en önnur umferðarmannvirki?
Heldur þú að þau endist ekki í nokkur hundruð ár, a.m.k., og stofnkostnaðurinn dreifist því á bæði langan tíma og mikla umferð?
Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2011 kl. 19:14
Kristján. Ertu að gefa í skyn að 2000 bílar ættu að borga upp göngin? Hvílíkur spekingur! Segi ekki annað. Umferðin hér í sumar hefur verið á bilinu 1000-2000 bílar á dag. 12-1300 bílar eru algeng tala. Með reiknisnilli þinni leggur þú væntanlega til að þetta verði greitt á einum degi. Frábært. Hvað ertu annars búinn að borga í afskriftir skulda glæpamanna fyrir tilstilli ríkistjórnarinnar?
Taktu nú stærri tímabil í þessa snjöllu jöfnu. Segjum 120.000 bílar í sumar. Hvað mörg ár? Hmmm? Hvað eru menn búnir að vera lengi að greiða tolla af Hvalfjarðargöngum, sem eru löngu greidd?
Ég get huggað þig við það að miðað við notkun, þá verður kostnaður skattborgara ekki hærri en ausið hefur verið í snjómokstur og viðhald fram að þessu. Þetta mun semsagt ekki kosta þig krónu aukalega með þessu áframhaldi.
Afraksturinn er blómstrandi mannlíf og atvinnulíf. Hér er varla nokkur maður atvinnulaus og mikill skortur á iðnaðarmönnum. Tröllaskagahringurinn er margfalt athyglisverðari og söluvænni leið fyrir ferðamenn en að skottast tilbreytingarlausa öxnadalsheiðina. Fyrir vikið getum við aukið fjölda ferðamanna með dreifðari ferðamennsku og fjölbreyttari.
En um að gera að halda áfram að tala þetta niður og halda sig við að fara með alla ferðamenn sama Gullfoss og Geysishringinn með viðkomu í Bláa Lóninu. Hella og grísaveisluferðamennska í anda Spánverja. Óþarfi að brydda upp á einhverju nýju er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2011 kl. 19:43
Þessi færsla var nú svona hálft í hvoru sett fram í stríðni hjá mér, en reiknum dæmið til gamans.
Gefum okkur að göngin hafi kostað um 13 miljarða með öllum tengdum framkvæmdum. Minnir að það sé ekki fjarri lagi þó ég sé ekki alveg viss.
Gefum okkur að kostnaður við rekstur ganganna sé um 80 miljónir á ári. Þá á ég við allan kostnað annan en fjármagnskostnað svo sem loftræstingu, ý, viðhald klæðningar og viðhald tengivega. Ekki nákvæm tala en samt held ég að hún sé nothæf.
Gefum okkur að vaxtakostnaður sé 4% sem ég held að sé ekki út úr kú. Ársvaxtakostnaður af 13 miljörðum yrðu þá 520 miljónir.
550 bílar á dag í 365 daga gera 200.750 bíla á ári.
Föst kostnaðartala gangnanna gæti verið um 600 miljónir á ári. Kostnaður við hverja ferð yrði þá 600.000.000 / 200.750 = 2.989-kr. Kostnaðarver einnar ferðar fram og til baka væri því um 6 þúsund krónur.
Þegar haft er í huga að megnið af þessum kostnaði greiðist til útlanda í formi vaxta og aðfanga þá finnst mér hann hreint ekkert lítill.
Þar sem framangreindar tölur eru jafnvægistölur þryti að gera ráð fyrir meiri kostnaði en hér til að geta greitt niður lánið og borgað lægri vexti til framtíðar.
bestu kveðjur
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 20:13
Ég er sammála þér um margt Jón Steinar. Auðvitað þarf að meta hlutina út frá öllum hliðum er máli skipta. Oft á tíðum finnst mér marga hætta til að mynda sér skoðun fyrst og tína svo til atriði er styðja þá skoðun en hunsa önnur. Þetta þrönga sjónarhorn hefur kostað landið meira en nokkuð annað.
Við getum þó báðir verið sammála um að göngin eru vegleg mannvirki. Sjálfan hlakkar mér til að skoða þau og komast loks í Héðinsfjörð með haustinu.
bestu kveðjur
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 20:31
Þú ert ansi góður í að gefa þér forsendur Kristján. Hvernig væri að taka inn í þær sparnað við snjómokstur og viðhald opinna vega, öryggisþætti, ferðamennsku önnur margfeldisáhrif s.s. aukna atvinnumöguleika og atvinnuuppbyggingu, sem þegar er sýnileg. Atvinnufjárfesting á Siglufirði einum varð á annan milljarð á s.l. ári og enn er verið að bæta í. Erlent fjármagn n.b. og ekki lánsfé.
Þú ætlast væntanlega ekki til að vegagerð sé ókeypis? Aflaðu þér haldfastra talna og reyndu að sýna einhvern drengskap. Þú ert annars ekkert annað en úrtölumaður og nöldurseggur, sem er illa við allar framfarir.
Taktu svo smá svona arðsemisútreikninga á virkjanaframkvæmdir og álvinnslu t.d. Nú eða byggingu spítala og skóla? Hvað færðu út úr því? Hvað um aðra vegagerð? Hver er kostnaður pr. bíl við breikkun suðurlandsvegar, með viðhaldi snjómokstri og öllu? Þú hlýtur að sjá hversu galið þetta er hjá þér.
Ert þú kannski einn þeirra sem lifa á framlagi landsbyggðarinnar og vilt samt leggja hana niður? Ég prísa mig sælan fyrir að þú haldir ekki um stjórnvölinn í þessu landi.
Það voru gerðir arðsemisútreikningar fyrir þessi göng og forsendurnar náðu ekki þriðjungi af því sem raunin sýnir, samt var talið að þau væru hagkvæm.
Hvort sem þetta á að heita stríðni eða kerskni hjá þér, þá er ég ekki að kveikja á húmornum. Ég botna satt að segja ekki í þesskonar torfkofamentalíteti.
Eigum við ekki að bíða með andskotans nöldrið og neikvæðnina og sjá hvað raunin sýnir?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2011 kl. 20:45
Kristján, þú getur beitt þessum reikningskúnstum á nánast hvaða umferðarmannvirki sem er, t.d. jarðgöng á Vestfjörðum og Austfjörðum, þjóðvegina víða, svo sem Suðurlandsveg, Suðurstrandaveg o.s.frv.
Gleymirðu ekki líka eldsneytissköttunum og öðrum sköttum og gjöldum sem bifreiðaeigendur eru látnir borga.
Hvernig reiknar þú út arðsemi gangstétta?
Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2011 kl. 21:28
Sælir aftur Jón Steinar. Ég vona að þær forsendur er ég gaf mér varðandi göngin hafi ekki verið alrangar, en ef svo er þá gleddi það mig bara að fá uppgefnar réttari forsendur. Þá á ég við rekstrarkostnað ganganna sjálfra.
Ávinningur ganganna er líka talsverður og vonandi sem mestur, það væri gaman að sjá hlutlaust mat á honum. Ég biðst forláts á að hafa ekki getið ávinningsins í upphafi þó svo mér finnist leyfilegt að ræða göngin sér.
Þú spyrð hvort ég sé einn þeirra sem lifir á framlagi landsbyggðarinnar. Ég get svarað því stoltur til að það geri ég meira og minna eins og flestir Íslendingar, er einnig búsettur á landsbyggðinni.
Það er þú skrifar um drengskap, úrtölumann og nöldursegg finnst mér bera vott um óþarfa viðkvæmni af þinni hálfu ellegar þá kjánaskap.
Ég þekki þig ekkert og ætla því ekki að fella neina dóma en hef þó lesið svolítið eftir þig og oftar en ekki verið nokkuð sammála.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.