"Svört" ríkisstjórn

Svört atvinnustarfsemi hefur aukist mikið undanfarin tvö ár og sömuleiðis fara sögur af því að smygl á áfengi og tóbaki sé sívaxandi.

Allt á þetta rætur í skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinna á öllum sviðum, bæði hækkun á beinum og óbeinum sköttum. Sala á áfengi í vínbúðum ríkisins fer minnkandi, en viðskiptin færast inn í neðanjarðarhagkerfið. Bensínskattar eru orðnir svo íþyngjandi að umferð dregst sífellt saman, en við því hefur svarti markaðurinn lítil svör, enda óhægt um vik að smygla bensíni og olíum.

Ofan á skattabrjálæðið bætist svo barátta ríkisstórnarinnar gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu, þannig að atvinnuleysið minnkar lítið, en tekjuskerðingin sem atvinnuleysinu fylgir ýtir enn fleirum út í að stunda ólöglega atvinnu og önnur viðskipi á svarta markaðinum.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. er "svört" ríkisstjórn.


mbl.is Svört starfsemi í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svartir sauði sitja í svörtu sauðahúsi og spyrja sjálfansig hvort rollur séu heimskar.

Svarið er einfalt..... þær fóru allar í snemmslátrun svo að það þarf að tala við aðila færan í skyggnilýsingum til að komast að því.... ekki svo ósvipað og þegar Jóhrannar Erkisauður er spurð um a-o.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Dexter Morgan

Mér dettur ekki í hug að greiða einni krónu meira í ríkissjóð en ég kemst af með, það er alveg á hreinu.

Það mun ég ekki gera með glöðu geði fyrr en Hrunverjar og áhafnir þeirra, útrásavíkingar, flokksbræður þínir og félagar, einkavinir AÐAL og aðrir sem komu að HRUNINU skili okkur aftur ránsfengnum. Ég ætla EKKI að borga brúsann.

Dexter Morgan, 29.7.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter, ætlar þú þá að taka lögin í þínar hendur þangað til þér finnst að búið verði að skila ránsfengnum? Ætlar þú þá eingöngu að vinna á svörtu, kaupa engar innlendar vörur eða þjónustu nema á svörtu og alls engar erlendar vörur nema smyglaðar?

Á meðan á þessu stendur, ætlar þú þá að afsala þér öllum réttindum til afnota af opinberri þjónustu, t.d. heilbrigðis- og almannatryggingakerfinu?

Finnst þér kannski ekkert athugavert við það að aðrir borgi allt slíkt fyrir þig, en þú nýtir þér þjónustuna eftir sem áður?

Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2011 kl. 17:25

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Skattkerfið á auðvita að vera þannig uppbyggt að allir eiga að vera sáttir að borga skatta sína. Það fylgir auðvita öllum samfélögum að einhverjir sjá ekki samhengið á milli þess að greiða skatt og fá þjónustu. Þetta eru frávik sem verða ávallt til staðar hvort sem það er góð eða slæm ríkisstjórn. Það sama má segja að það verður aldrei hægt að losna alfarið við glæpamenn sem stela, svíkja og myrða alveg óháð því hvernig umhverfið er.

Þá komum við að því hvenær er réttlætanlegt að stela (eða svíkja undan skatti)? Hvar eru mörkin? Er það þegar þú ert að svelta eða þegar börnin þín eru að svelta? Má þá svíkja undan skatti?

Segjum sem svo að þú ert ráðherra og eyðir peningum, sem þú hefur tekið af sveltandi fólki, til þess að greiða einkavinum sporslur hingað og þangað - er hann þá að svíkja undan skatti?

Hvor er meiri þjófur: sá sem misnotar ríkissjóð og sveltir barnafjölskyldur eða sá sem gefur ekki upp til skatts hálfan bana sem hann étur upp úr ruslinu til þess að halda áfram að lifa?

Ég set þetta svona fram því ég er búinn að heyra af og sjá hvoru tveggja mjög nýlega (ekki sama manninn samt) - Á ÍSLANDI!!

Þó ég sé að benda á þetta þá vil ég ítreka að betra sé að gefa allt upp til skatts. Öðruvísi geta yfirvöld ekki séð hversu ástandið er slæmt hér á landi - þó svo að það sé svakaleg spilling hér á landi þá eru þetta nauðsynlegar upplýsingar - hvort sem hægt sé að greiða skattinn eiður ei. Tíminn mun þá sýna hversu svakaleg opinbera spillingin er hér á landi - hvort sem við lifum það til þess tíma þegar bíómyndir eða bækur verða gerðar út frá því.

Sumarliði Einar Daðason, 29.7.2011 kl. 22:17

5 identicon

Meginþorri þjóða eru stolt af framlagi sínu til samreksturs EF þeir sem þar ráða deila jafnt til baka en sitja ekki á svikráðum eins og íslenskum pólitískussum hættir mjög oft, þvímiður, til.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 23:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sumarliði, þú spyrð:  "Þá komum við að því hvenær er réttlætanlegt að stela (eða svíkja undan skatti)? Hvar eru mörkin? Er það þegar þú ert að svelta eða þegar börnin þín eru að svelta? Má þá svíkja undan skatti?"

Hverju ætti slíkur fátæklingur að stela undan skatti?  Varla hefur hann miklar tekjur til að svíkja undan.  Er ekki líklegra að hann sé að fá einhverjar greiðslur frá samfélaginu, t.d. barnabætur, húsaleigubætur, örorkubætur eða atvinnuleysisbætur?

Annars er það mjög heimspekileg spurning hvort og þá hvenær sé hægt að réttlæta þjófnað eða aðra glæpi.  Er yfirleitt einhverntíma réttlætanlegt að stela eða jafnvel drepa mann?  Er það í lagi þegar maður er svangur, eða bara blankur?

Axel Jóhann Axelsson, 30.7.2011 kl. 10:08

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er ekki sérfræðingur í þessu bótakerfi hér á landi en bætur á Íslandi eru ekki í takt við raunveruleikann, miðað við það sem ég hef lesið mér um. Húsaleigubætur eru bara brandari.

Ég tel rót vandans í þessu samfélagi okkar vera þessa tvo gjaldmiðla sem við erum með: krónu og verðtryggða krónu. Verðtryggðan krónan kyndir undir verðbólgu (peningar minnka í virði að nafnvirði) á meðan flestar bætur, persónuafsláttur og þess háttar er fest við krónur.

Varðandi heimspekihlutann á þessu: "hvort og þá hvenær sé hægt að réttlæta þjófnað eða aðra glæpi" - þá held ég að það sé einmitt einkenni nútímasamfélags. Sumir réttlæta þessa glæpi með því að fela sig á bakvið reglugerðir, hefðir eða lög - á meðan aðrir afsaka sig með því að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í bókstaflegri merkingu.

Sumarliði Einar Daðason, 6.8.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband