28.7.2011 | 10:50
Sóðaskapur í eldhúsum landsmanna
Kökubasarar hafa í áratugi verið vinsæl leið til fjáröflunar fyrir ýmis líknar-, menningar- og íþróttafélög og ekki vitað til þess að einum einasta manni hafi orðið meint af kræsingunum. Einnig hefur verið vinsælt af krökkum í skáta- og íþróttafélögum að ganga í hús og selja t.d. heimabakaðar kleinur og kökur til að fjármagna ferðir á skáta- eða íþróttamót erlendis.
Nú hefur hins vegar verið tekið fyrir þetta, líklega vegna tilskipana frá ESB, þar sem eldhús landsmanna eru talin of sóðaleg til að slíkt geti liðist lengur. Í viðhangandi frétt segir m.a: "Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja heilbrigðisyfirvöld að hreinlætissjónarmið ráði því að ekki megi selja mat sem framleiddur er í heimahúsum."
Það næsta sem búast má við í reglugerðafargani hins tilskipunarglaða væntanlega stórríkis ESB er væntanlega að hvert einasta heimiliseldhús verði tekið til skoðunar af eftirlitsmönnum frá Evrópusovétinu og þau vottuð sem hæf til matargerðar til manneldis og íbúar þeirra heimila, sem ekki standast ýtrustu kröfur um "hreinlætissjónarmið" verði skikkaðir til að matast í sérstökum "heilbrigðisvænum" matstofum ríkisins.
Það verður að teljast alveg stórmerkilegt að Íslendingar skuli hafa lifað af í landinu fram að þessu án þess að eldhús heimilanna hafi staðist hreinlætissjónarmið ESB.
Sérstaklega á meðan þjóðin bjó í torfkofunum.
Múffurnar lutu í lægra haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri virkilega þarft mál að upplýst væri hvaða snillingi á vegum heilbrigðisyfirvalda datt þetta í hug eða hvort þetta kemur með tilskipunum að ofan (sko ekki frá almættinu, heldur hinni almáttugu velferðarstjórn og vinum þeirra í ESB) eða hvað sé eiginlega í gangi ?
Ég er búinn að setja lás á bakaraofninn hérna heima, hér verður ekkert bakað né steikt nema að búið sé að setja innrammað leyfisskjal upp á vegg frá heilbrigðiseftirlitinu :-)
Jón Óskarsson, 28.7.2011 kl. 11:19
Þessi reglugerð er frá árinu 2002, að ég held, vonandi verð ég leiðréttur sé það rangt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 15:55
Held að það væri full þörf á að taka fyrir margt af þeim "þjóðlega" mat sem sumt fólk er að leggja sér til munns, venjulegu fólki til ama og skaða. Nefni sem dæmi hákarl, skötu og súrmat. Allt er þetta gróðrarstíur fyrir hættulegar bakteríur eins og til dæmis claustridium botulensis ofl. ámóta.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 16:25
Þvert á móti Sauradraugur, þá er þessi matur sem þú tiltekur bráðhollur því hann er svo mergjaður að engir gerlar eða bakteríur lifa í honum. Fyrir utan það að vera hnossgæti þá gerir þessi matur ekkert annað en efla hreysti og heilbrigði.
En svona til að svala forvitni Skagstrendings, ertu ættaður frá Saurum eða bæjum þar í kring?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 16:32
Nei, ég er alveg viss um að þessi Útlendska ESB baktería"claustridium botulensis"kemur ekki nálægt hákarli,skötu né súrmat og efast um að hún viti hvað þetta er.En Jón,af hverju ertu svona viss um að "snillingi" hafi dottið þetta í hug?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 20:08
Reglugerðin er frá 1995 og kemur ESB ekkert við. Hér er hin hliðin á málinu:
http://www.hjorturgud.com/index.php/49-muffumalid-mikla
Annars þykja mér múffur góðar, sérstaklega með súkkulaðibitum en kaupi þær ekki af hverjum sem er.
Badu (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 21:14
Alveg ömurlegt hvað lögfræðingar og skrifstofuséni hafa systematískt fengið að mergsjúga æ meira allt frumkvæði og mannlega þáttinn úr okkar samfélagi. Það virðist ekki mega reka við lengur hérna á Vesturlöndum án þess að einhver lögfræðingur finni leið að gera dómsmál úr því. Endalaust verið að drepa niður alla gleði og samvinnu fólks sem vill eingöngu láta vel af sér leiða.
Jón Óskarsson #1.
Þessi reglugerð kemur upphaflega frá Ameríkönum og tímum S.Í.S. Voru að frekjast í sláturleyfum útaf eigin innflutningi og samræma íslensk lög við sín svo hermennirnir þeirra gætu fengið svipaðan mat og heima.
Sama land og er að reyna troða erfðabreyttum matvælum inná alla heimsbyggina, hafa sykurvætt heiminn og borið E-efni í allan mat síðustu 30-40 ár.
Sem betur fer munu Íslendingar taka þann 1.nóv 2011 upp nýja evrópska reglugerð frá ESB sem slakar á þessari reglugerð og leyfir svona sölu í undantekningartilfellum eins og þessu.
ESB > USA.
Arnór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 21:17
Samkvæmt viðtali í kvöldfréttunum við þingmann eru þessi lög frá 2009 og tekin upp óbreytt frá ESB. Hann sagði að það hefðu verið mistök þingsins að setja ekki inn í lögin undantekningu vegna tilfella sem þessara.
Þetta er sem sagt ekki reglugerð, heldur lög og í þessu efni, eins og mörgum öðrum, lásu þingmenn ekki einu sinni tilskipunina frá ESB, áður en þeir samþykktu hana sem lög fyrir Íslendinga.
Ekki að undra, að ESBgrúppíur snúist harkalega til varna fyrir átrúnaðargoðið.
Axel Jóhann Axelsson, 28.7.2011 kl. 21:37
Það sýnir enn og aftur hversu mikil þörf er á að setja upp einhverskonar lagaskrifstofu Alþingis þar sem fagmenn fara yfir lög og frumvörp að lögum sem liggja fyrir Alþingi hverju sinni. Hvert klúðrið á fætur öðru hjá þeim 63 þingmönnum sem hverju sinni sitja Alþingi hreinlega hrópar á að haft sé eftirlit með þeim. Margar reglugerðirnar og lögin hafa verið tekin upp óbreytt og illa þýdd og alls ekki staðfærð frá ESB og lýkur á því að mikið eigi eftir að gerast í þeim málum á næstu misserum og árum. Allflestar þjóðir innan ESB t.d. þau norðurlönd sem þar eru aðlaga lög og reglugerðir ESB að aðstæðum heimafyrir og nýta sér þær undanþágur sem hægt er og skynsamlegt er. Þetta hefur íslenskum þingmönnum aldrei svo mikið sem dottið í hug að gera.
Jón Óskarsson, 29.7.2011 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.