22.7.2011 | 18:49
Óhugnanlegir atburðir í Osló
Sprengjutilræðið í Osló er óhugnanlegt og sýnir svart á hvítu að enginn getur verið óhultur fyrir slíkum óhæfuverkum, hvort sem þar eiga hryðjuverkasamtök aðild að málum eða einstakir brjálæðingar.
Þó slíkir atburðir sem þessir séu alltaf hörmulegir og sláandi, kemur það ennþá meira við Íslendinga þegar svona lagað gerist í nágrannalöndunum og ekki síst núna, þegar hörmungarnar eru í garði nábúa okkar og frænda í Noregi.
Hugur Íslendinga og samúð eru með Norðmönnum núna og auðvitað mest hjá ættingjum þeirra sem létu lífið í þessari viðbjóðslegu og hugleysislegu sprengingu.
Vonandi er hér um einangraðan atburð að ræða og sá eða þeir glæpamenn sem hann frömdu finnist fljótt og fái viðeigandi dóma fyrir óhæfuverkið.
Sjö létust í miðborg Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel. Ég tek undir þín orð, fyrir utan það að hér sé um einstakan atburð að ræða.
Það er verið að gera stóran hluta af almenningi heimsins að þrælum, með miðstjórn banka-svika-ræningja, og heimsmafíu-hringborðs-stjórnenda, og það er óframkvæmanlegt, án hörmunga á 21 öldinni.
Það verður hreinlega að núlla peningakerfi heimsins, ef á að koma í veg fyrir svona hrylling.
Margir hafa lesið heims-söguna, en það virðist enginn hafa vit eða vilja til að læra af henni? Stríð og stéttarskipting drepur allt, sem talist getur gott heimssamfélag.
Til hvers var þrælahald "bannað", þegar það er þrátt fyrir öll "bönn" leyft? Prentvilla á svikablaði og svik heimsveldisins, er eina skýringin! Það kaupir enginn frið í gegnum mafíustýrða pólitíkusa!
Og það hefur ekkert með mín orð að gera, heldur ískaldar staðreyndir í heiminum! Ég lifi lífið ekki af, frekar en aðrir, hvort sem fólk hlustar á mig eða ekki!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2011 kl. 19:40
Farðu nú ekki að bulla um stéttarskiptingu Anna Sigríður. Hún er og verður alltaf. Andskotans pólitiskt væl frá fólki alltaf hreint.
Ég bý í Noregi og ekki langt frá þessum atburðum og vinn í Osló. Það sem málið snýst um er að það var maður að drepa fólk í Utoya og kannski sá sami og setti sprengjuna í Osló. Hugur minn liggur hjá fólkinu sem var að missa börnin sín og ástvini og fjandinn hirði stéttarskiptingu og þrælahald Anna Sigríður. Djöfull kanntu að velja ömurlega tímasetningu til að tala um svoleiðis kjaftæði á svona tímum. Fýkur í mig þetta andskotans stéttarskiptingarvæl endalaust.
Það eru um 20 manneskjur dánar í Noregi núna og þú verð í svona farsa, djöfull finnst mér þú lágkúruleg manneskja.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 22.7.2011 kl. 19:45
Axel..þetta er hörmung sem á sér stað nú í Noregi,en munum eftir einu, að segja ekki þetta kemur ekki fyrir okkur. Við lifum á víðsjáverðum tímum og það er sóst eftir auðæfum þeirra þjóða sem hafa þau í nátturinni,það er fæðuskortur að verða í Heiminum mannkyninu fjölgar hratt,Múslimar gerast meir og meir ágengari og svífast einskis.Við vitum ekki hvað þeir Múslimar sem þikjast vera Flóttamenn koma hingað til Lands hafa í Hyggju....
Vilhjálmur Stefánsson, 22.7.2011 kl. 20:21
Skulum hafa á hreinu að maðurinn sem drap ungmenninn úti í eyjunni var Norðmaður, fæddur hérna og uppalinn. Hvort hann er múslimi eða ekki veit ég ekkert um og hef ekkert séð í fjölmiðlum um það. Þessi maður sást einnig niðri í bæ fyrr í dag þannig að það er jafnvel talið að hann geti staðið einn að verki.
Maður bíður bara fleiri frétta varðandi málið.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 22.7.2011 kl. 21:11
Júlíus, lestu þá færsluna hennar Önnu aftur á morgun eða hinn... eða þegar þú ert búinn að jafna þig.
Valgeir (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 21:37
Sammála þér, Júlíus, um að þessi athugasemd Önnu er algerlega óviðeigandi og smekklaus í þessu samhengi.
Fréttirnar af morðunum á ungmennunum voru ekki komnar þegar upphaflegi pistillinn var skrifaður og þau gera þetta mál enn alvarlegra en það virtist í fyrstu og var sprengingin í Osló þó nógu hörmuleg.
Hugurinn er allur hjá þeim sem misstu ástvini af völdum þessa brjálæðings.
Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2011 kl. 21:41
Munið bara: þegar þessir hryðjuverkamenn koma hingað til íslands, (já, ég skrifa ÞEGAR ekki EF), til að hefna sín á okkur, fyrir að vera samþykkir og "staðfastir" á lista yfir þau ríki sem taka þátt í Íraksstríðinu, endilega munið að benda þeim á heimilisföng Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, þeir geta flett því upp á JÁ.is.
Þeir tveir mega eiga það stríðbrölt, alveg skuldlaust, fyrir íslensku þjóninni.
Dexter Morgan, 22.7.2011 kl. 21:54
Dexter, oft hefur þú nú verið ótrúlega ósmekklegur í athugasemdum þínum og ekki breytir þú út af því í þetta sinn.
Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.