Verða íslenskir fjölmiðlar rannsakaðir?

Rannsóknir bresku lögreglunnar á fjölmiðlum, vegna öflunar frétta og upplýsinga með ólöglegum hætti, vefur sífellt utan á sig og nær orðið til fleiri dagblaða og lengra aftur í tímann en upphaflega var reiknað með.

Nokkur dæmi eru um að íslenskir fjölmiðlar hafi birt upplýsingar, sem ekki geta hafa komist í þeirra hendur nema með ólöglegum hætti og nægir í því sambandi að nefna tölvupósta Jónínu Ben. sem dæmi þar um. Oft hafa einnig birst fréttir í DV, sem vekja grun um að upplýsinga hafi verið aflað með vafasömum hætti.

Ætli íslensk lögregluyfirvöld fari ekki fljótlega af stað með svipaðar rannsóknir og nú fara fram í Bretlandi?


mbl.is Rannsókn vindur upp á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hver hafði hag af því að komast yfir tölvupósta Jónínu Ben? Hvaða aðili á rúmlega helming af fjölmiðlum landsins? Hverjir ættu að taka þetta mál upp? Lára Ómarsdóttir? Hver þaggaði niður hlerunarmálið á Alþingi?

Sigurður Þorsteinsson, 21.7.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband