Getur stofnun eða fyrirtæki tekið á sig ábyrgð á glæpum starfsmanna?

Enn kemst áratuga gamalt kynferðisbrotamál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups og þáverandi sóknarprests, í fréttir og nú vegna samkomulags sem virðist hafa náðst um peningagreiðslur til fórnarlambanna.

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, eitt fórnarlambanna, sagði í útvarpsviðtali m.a: "Þetta er 33 ára barátta og það verður aldrei hægt að bæta það upp í peningum. Það er alveg á hreinu. Það er mikið frekar það sem snýr að kirkjunni, að hún taki ábyrgð og taki ábyrgðina af mínum herðum, sem skiptir máli. Þannig að upphæðin eða bæturnar eru alls ekki aðalmálið. Langt í frá."

Þarna kemur fram nokkuð sérstakt álit á ábyrgð kynferðisofbeldis.  Í fyrsta lagi er slíkt ofbeldi aldrei á ábyrgð fórnarlambsins og því getur slík ábyrgða aldrei hvílt á herðum þess og í öðru lagi er það áleitin spurning hvort stofnun eða fyrirtæki, sem kynferðisofbeldismaður eða ofbeldismaður annarrar gerðar, starfar hjá getur tekið á sig slíka ábyrgð.

Ábyrgðin hlýtur alltaf að vera ofbeldismannsins sjálfs og enginn annar á eða getur borið hana.  Að því leyti verður yfirlýsing Sigrúnar Pálínu að teljast nokkuð einkennileg, því hvorki hún sjálf eða kirkjan sem stofnun getur nokkurn tíma talist ábyrg fyrir glæpum Ólafs Skúlasonar.

Upphæð bótanna eru ekkert mál í þessu samhengi, segir Sigrún, og því ætti að vera hægt að ljúka þessum málum í eitt skipti fyrir öll, svo allir aðilar málsins geti farið að hugsa um önnur mál, enda glæpamaðurinn látinn og því miður ekki hægt að refsa honum með öðru en að gera málið heyrinkunnugt og að nafn hans tengist kynferðisofbeldi um ókomna tíð. 


mbl.is Ekki hægt að bæta tilfinningalegt tjón með fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málinu er langt í því frá lokið

Dóttirinn gefur út bók um málið fyrir jólin og fer svo fram á mun hærri bætur

G (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 14:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist fara eftir því hverjir stjórnendurnir eru hvort ábyrgð fyrirtækjanna hvílir á þeim eða kennitölunni.

Það er t.d. alveg skýrt ef ég skila ekki virðisaukanum af rekstrinum þá er ábyrgðin mín, þótt önnur kennitala sé greiðandinn. Ég get ekki flutt glæpinn yfir á kennitölu rekstursins.

En í einkavinaúrskurðinum varðandi samráð olíufélagana brá svo einkennilega við að samráðs forstjórarnir voru taldir blásaklausir, það voru víst eingöngu kennitölur félagana sem mættu á leyni- og samráðsfundina í Öskjuhlíðinni. Kennitölurnar voru sakfelldar en forstjórarnir, ráðherra maki  m.a. og fleira flokkslegt góðgæti, voru sýknaðir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.7.2011 kl. 14:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta eru merkilegar pælingar, nafni, en er með nokkru móti hægt að koma kynferðisbroti yfir á kennitölu fyrirtækis eða stofnunar?

Axel Jóhann Axelsson, 21.7.2011 kl. 15:42

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er alveg á hreinu að ábyrgð kirkjunar er 100%. Númer eitt hefur boðskapur kirkjunar þau áhrif á fólk að það þróar með sér óeðligar skoðanir á kynlífi. Það er nánast innbakað í fantasíuveröld allra kirkja. Boðskapurinn er sannfærandi og höfðar sterkt til samvisku hvers og eins. Fólk verður annaðhvort forskrúfaðir fantar í kynlífi og ráðast á börn, eða þvingaðir siðapostular sem elta kynlífsskandala í þjóðfélaginu í öllum útgáfum.

Báðar sortir fólks leika lausum hala sem fórnardýr kirkjunar, annar trúarhópurinn níðist á smábörnum og leggur homma og lesbíur í einelti, og hinn sem vildi helst banna allt kynlíf, strippl og þessháttar og reynir að sannfæra allt og alla að helvítiseldar muni bíða þeirra ef þeir gera ekki eins og þeir leggja til.

Löggjafin leggst flatur undir þessi lúmsku fúlmenni trúarbragðabrjálæðis og geggjunar kirkjunar, sem felur sig á bakvið einhver móral sem þeim hefur einmitt verið innprentaðir af sama fólki.

Enn það er einfalt að sjá að fólk sem blandar sig í trúarbrögðum verða að fórna öllu sem heitir kynlíf. Og þessi fórn kostar alla ánægjulegt og heilbrigt kynlíf. Hjá sumum vekur það um skepnuskap. Barnaníð er hægt að ná burtu að stórum hluta með því að taka kirkjuna og setja hann á lista sem óvin þjóðarinnar númer eitt.

Kirkjan, yfirvöld og allir sem styðja að trúarbrögð séu leyfð án eftirlits fullorðinna, er ábyrg í þessu máli 100%.

Amen.... ;)

Óskar Arnórsson, 21.7.2011 kl. 16:27

5 identicon

Kirkjan vann hörðum höndum að því að fela glæpinn; Núverandi biskup var þar framerlega í flokki ásamt prestum sem eru enn á lífi/starfandi.
Auðvitað ber kirkjan ábyrgð; Rétt eins og það mun enda með að Vatíkanið mun verða gert ábyrgt vegna yfirhylminga.

Ef ég veit um níðing og geri ekkert, reyni að hindra að níðingurinn náist, þá er ég orðin níðingur og sekur.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 17:17

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Kirkjan vann hörðum höndum að því að fela glæpinn; Núverandi biskup var þar framerlega í flokki ásamt prestum sem eru enn á lífi/starfandi.
Auðvitað ber kirkjan ábyrgð;

Erum við þá ekki aftur komnir í spurninguna hvort að kirkjan beri ábyrgð sem stofnun eða einstaklingurinn sjálfur, það er að segja, þeir sem unnu að því að reyna að fela glæpinn?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.7.2011 kl. 18:51

7 identicon

Já konurnar segja peningana ekki skipta þær persónulegu máli og væri því best fyrir þær að leggja allt féð í hjálparsjóð kirkjunnar fyrir fátækar fjölskyldur.

Hvenær skyldi nefndin skoða Selfossmálið og bæta börnunum þar á sama hátt og þessum konum með sanngirnisbótum

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 19:37

8 identicon

Kirkjur og trúarsöfnuðir um allan heim gera akkúrat þetta, hjálpa níðingum, ráðast að fórnarlömbum; Þetta er partur af því dogma sem trúarsöfnuðir vinna eftir.
Eru menn blindir, hvað þurfa kirkjur að níðast á mörgum þar til fólk opnar augun fyrir skaðsemi trúarbragða; Sjáið Írland, hvernig kaþólska kirkjan er enn að fela.. þetta er púra fylgifiskur trúarinnrætingar; Við sjáum hana Sigrúnu Pálinu falla algerlega ofan í þetta mynstur fórnarlamba... við sjáum hana fara til baka til þeirra sem níddust á henni;
Þetta er allt voðalega sorglegt að horfa upp á.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Dexter Morgan

Við, þau okkar sem erum ennþá í Ríkiskirkjunni, (þjóðkirkjunni), eigum að mótmæla því að þetta verði greitt úr sjóðum kirkjunnar (okkar). Þeir sem stóðu í ódæðinu og reyndu svo að hilma yfir og þagga niður, eiga að greiða úr eigin vasa, ekki okkar vasa. Afhverju taka þessir menn ekki á sig sannaða ábyrgð og greiða þá skaðabætur í samræmi við það. Nei, auðvita þurfum VIÐ að borga brúsann, eins og allt annað sem klúðrast hérna á þessu guðsvolaða skeri.

Dexter Morgan, 22.7.2011 kl. 00:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er athyglisvert sjónarmið, því ef innifalið í sáttagjörðinni er viðurkenning núverandi valdhafa innan kirkjunnar á að þeir hafi gert einhver mistök, eða brotið af sér, í þessu máli, þá ætti það væntanlega að tengjast þeirra eigin kennitölum en ekki kennitölu þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá.

Það eru stjórnendurnir sem taka ákvarðanirnar en ekki stofnunin sjálf, þó svo að hún sé sjálfstæð lögpersóna með eigin kennitölu.

Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2011 kl. 09:15

11 identicon

Mér finnst að þeir prestar/biskup sem stóðu að baki yfirhylmingum, að þeir þurfi einnig að borga úr eigin vasa... helst að fá sér ærlega vinnu og borga svo.
Það er vonlaust að skattborgarar þurfi að punga undir þessa menn; Sjáið Írland, þjóðin þarf að borga óheyrilegar upphæðir vegna barnaníðainga innan kirkjunnar.. beint úr vasa almennings.

En svona er kristni, það ber enginn ábyrgð í kristni því þeir þurfa bara að iðrast og fíla Jesú, þá er málið búið og gleymt.
Þið getið tekið besta mann í heimi, maður sem bjargar ótal manneskjum, fórnar sér algerlega til að hjálpa öðrum... hann fer til helvítis ef hann trúir ekki á Jesú

doctore (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 09:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er í sjálfu sér afar hæpið að tengja þessa umræður við trú eða trúarbrögð, þar sem umræðan snýst fyrst og fremst um ábyrgð einstaklinga á gerðum sínum, eða hvort stofnunin eða fyrirtækið sem þeir vinna hjá beri ábyrgð á gerðum þeirra.

Í því sambandi skiptir engu máli hvort besti maður í heimi trúir á Jesú, eða ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2011 kl. 11:21

13 Smámynd: Dexter Morgan

Jæja, þar kom á því að við yrðum sammála Axel :)

Dexter Morgan, 22.7.2011 kl. 12:39

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, svona geta nú hlutirnir æxlast, Dexter.

Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband