Steingrímur J. tekur þátt í leynimakki með vogunarsjóðum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru fögur fyrirheit um opna og gagnsæja stjórnsýslu, þar sem allir hlutir skuli vera "uppi á borðum" og þar með almenningi aðgengilegir.

Nú bregður hins vegar svo við, að Steingrímur J. selur hlut almennings í Byr til erlendra vogunarsjóað, sem eru aðaleigendur Íslandsbanka, og neitar að gefa upp söluverð á þessum eignarhluta almennings.

Það verður að teljast fáheyrt að eigendur skuli ekki fá neinar upplýsingar um ráðstöfun eigna sinna og það verð sem fyrir þær fæst við sölu.

Steingrímur J. ber því víð að aðrir aðilar viðskiptanna hafi viljað halda verðinu leyndu og þess vegna megi hann ekker um það segja.

Í öllum viðskiptum þarf tvo til og í þessu tilfelli hefur Steingrímur samþykkt leynimakkið í stað þess að krefjast þess að viðskiptin væru "opin og gegnsæ" og allt varðandi þau væri "uppi á borðum", þannig að hinir raunverulegu eigendur, þ.e. almenningur fengi allar upplýsingar um hvernig þessi viðskipti gengu fyrir sig.

Engin ríkisstjórn hefur unnið eins þveröfugt við göfug stefnumál sín eins og sú sem nú situr við völd í landinu, illu heilli.


mbl.is „Ríkið ræður ekki ferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er að verða eins og draugatrú í gamla daga...draugar í hverju horni...skottur og mórar um allt... og allt er málað svörtum litum skammsýni og neikvæðni. ...en svona er þetta víst bara....

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2011 kl. 17:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað þetta mál sem þú nefnir varðar hefur engin sala farið fram fyrr en samkeppniseftirlit hefur samþykkt hana þannig að engu er að leyna nema ef til vill tölum sem aldrei verða að veruleika og ábyrgðarlaust að birta.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2011 kl. 17:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eru þetta þá bara sýndarviðskipti?

Axel Jóhann Axelsson, 19.7.2011 kl. 18:08

4 identicon

Ef enginn hefur verið meðvitaður um það fyrr þá get ég upplýst hlutaðeigandi, að Steingrímur J. hefur 2svar snúist 180gr. frá því þegar hann sagði að allt ætti að upplýsast og gegnsæi væri skilyrði sem ríkisstjórnir Íslands yrðu að fylgja eftir....

Hver er útkoman???????

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband