Timí kominn til að íslenska stjórnin vakni

Í viðtali við gríska dagblaðið Kathimerini sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, m.a: "Það er tími til kominn að Evrópa vakni".  Þessi orð voru sögð í umræðu um skuldavanda evruríkjanna og þeirrar erfiðu viku sem framundan er við björgunartilraunir, a.m.k. til skamms tíma, því ekki hverfa skuldirnar þó ESB og AGS takist að öngla saman því stjarnfræðilega mikla fé sem þarf til að framlengja lánin um nokkur ár.

Nú þegar er skuldavandinn nánast óviðráðanlegur í Grikklandi, Írlandi og Portúgal og öruggt er talið að í þeim hópi eigi einnig heima Spánn og Ítalía og jafnvel Belgía og Austurríki.  Á þessum lista sést hve geysilega alvarleg þessi skuldakreppa í Evrópu er, því fleiri ríki eiga í miklum fjárhagsvanda án þess þó að vera komin algerlega í gjörgæslu.

Frammámenn í ESB og flestir hagfræðingar eru sammála um að framtíð ESB og sérstaklega evrusvæðisins sé í mikilli óvissu og að annaðhvort hrynji evran sem gjaldmiðill, eða ríkin sameinins undir eina miðlæga fjármálastjórn og lytu skilyrðislaust fjárlögum frá Brussel.  Þar með myndi fullveldi og sjálfstæði ríkjanna endanlega líða undir lok.

Tími er kominn fyrir íslenska ráðamenn og aðrar ESBgrúppíur að vakna og a.m.k. fresta öllum frekari tilraunum til að innlima Ísland sem útnárahrepp í væntanlegt stórríki Evrópu, sem þó verður á brauðfótum efnahagslega. 


mbl.is Erfið vika framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hafi íslenskir ráðamenn einhverja tilfinningu til landsins sem ól þá og elur þá,ættu þeir að sjá sóma sinn í því að hætta við þetta feigðarflan.

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG held að þeir hafi verið annað hvort heilaþvegnir eða geimverur hafi búið um sig í þeim, og þeim sé ekki sjálfrátt, það kemur alveg heim og saman við háttarlag þeirra, við að troða okkur óviljugum inn í batterí sem er sökkvandi Titanic.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hættum allri þáttöku í gjaldþrotinu!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 16:30

4 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki er nóg að bara tala og tala. Málið krefst aðgerða. Td taka Steingrím gíslingu og senda hann til hryðjuverkamanna Hamas með Össuri. Þá kannske fara þeir að skilja hvar Davíð keypti ölið.

Björn Emilsson, 17.7.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband