15.7.2011 | 09:15
Danskir pólitíkusar skilja, en íslenskir ekki
Jóhanna, Össur og aðrar ESBgrúppíur á Íslandi berja höfðinu við steininn og reyna að blekkja almenning í landinu með því að evran sé eini hugsanlegi bjargvættur íslensks efnahagslífs. Þessu er haldið að fólki, þrátt fyrir að allir aðrir en þessar grúppíur sjái þá erfiðleika sem steðja að ESB um þessar mundir og þá alveg sérstaklega evrusvæðinu.
Danir hafa hafnað upptöku evru í tvígang, en samkvæmt venju ESB er fólk látið kjósa aftur og aftur, þangað til "ásættanleg" niðurstaða fæst og í þeim anda hefur staðið til að láta Dani kjósa enn einu sinni um evruna. Þær fyrirætlanir eru nú komnar á frest, eða eins og segir í fréttinni: "Dönsk stjórnvöld hafa stefnt að því að halda þjóðaratkvæði um upptöku evrunnar um nokkurt skeið en ekki lagt í það enn vegna erfiðleika evrusvæðisins og vaxandi andstöðu almennings heima fyrir samkvæmt skoðanakönnunum."
Annað, sem danskir stjórnmálamenn virðast hafa fram yfir þá íslensku er, að þeir virðast taka mark á skoðunum almennings, en eins og allir vita eru um 70% Íslendinga andvígir því að Ísland verði gert að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.
Íslenskir ráðamenn taka yfirleitt ekkert tillit til skoðana almennings og allra síst í þessu efni.
Þjóðaratkvæði um evruna frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"reyna að blekkja almenning í landinu með því að evran sé eini hugsanlegi bjargvættur íslensks efnahagslífs"
spurjum atvinnulífið hvað þeir vilja. stærstu og flottustu fyrirtæki Íslendinga sem skapa millarða í gjaldeyristekjur og viðhalda atvinnu og velferð á íslandi
Össur HF
"Það er mat Össurar hf. að aðild að ESB samhliða upptöku evru hefði mjög jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins."
"Ásýnd fyrirtækisins gagnvart fjárfestum og viðskiptavinum yrði betri og skýrari ef gengið yrði í Evrópusambandið"
"Það er mikilvægt fyrir Össur hf. að geta átt samvinnu við traustan viðskiptabanka. Með ESB aðild væri hægt að sýna fram á það stöðuga og agaða umhverfi sem þarf til að opna fyrir trúverðugleika aftur hvað varðar aðgengi að lánsfé. Að öllum líkindum myndi það hafa í för með sér að lánakjör og vaxtaumhverfi breyttust til betri vegar."
"við inngöngu í ESB myndu tollar milli Íslands og annarra ESB ríkja falla niður en myndu frá öðrum ríkjum vera þeir sömu og eru innnan ESB. Að öllum líkindum myndi þessi breyting hafa í för með sér ákveðna einföldun og hagkvæmni fyrir fyrirtækið þar sem Ísland væri orðið hluti af stærri viðskiptaheild."
"Hvaða hluti laga og reglna ESB hefðu neikvæð áhrif?
Út frá þröngu sjónarmiði Össurar hf. er erfitt að benda á neikvæð áhrif á fyrirtækið við aðild að Evrópusambandinu"
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:18
CCP HF
"Stjórnarformaður tölvufyrirtækisins CCP segir að fyrirtækið neyðist til að flytja úr landi vegna krónunnar. Fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft til langframa. Hann segir ESB einu leiðina út úr hremmingunum."
„Ef við erum að sjá fram á að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera til lengri tíma, og engin leið út úr þeim vanda, kemur að því að félag eins og CCP þarf að flytja höfuðstöðvar sínar eitthvert annað.“
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:19
MAREL HF
"Marel telur að umsókn um aðild Íslands að ESB og yfirlýsing um að stefnt sé að upptöku evru hafi mjög jákvæð áhrif á hagsmuni félagsins og sé í raun forsenda fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins hér á landi. Innganga í Evrópusambandið myndi auka rekstraröryggi fyrirtækisins og auðvelda því að langtímafjármagna rekstur félagsins, hvort heldur með hlutafé eða langtíma lánsfé."
"Marel starfar á öllum mörkuðum innan ESB. Samræmdar reglur í viðskiptum og óheftur aðgangur að mörkuðum eru því mjög mikilvæg fyrir rekstur félagsins."
"Marel styður eindregið aðild Íslands að Evrópusambandinu og telur hana eina af meginforsendum fyrir áframhaldandi stækkun fyrirtækisins á Íslandi."
"Hvaða hluti laga og reglna ESB hefðu neikvæð áhrif?
Okkur er ekki kunnugt um nein neikvæð áhrif laga og reglna ESB á rekstur fyrirtækisins."
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:19
Vissulega er evran enginn bjargvættur. En evran er skömminni skárri en krónan einsog atvinnulífið bendir á.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 11:20
Marel og Össur eru með fyrirtæki í Evrópu, þannig að því verður nú varla trúað að krónan standi þeim eitthvað fyrir þrifum í viðskiptum þar. Þessi fyrirtæki eru einnig með starfsemi í öðrum löndum og ekki væri hagræði að evrunni þar og ekki hafa þau t.d. óskað eftir því að Ísland gegni í efnahagslegt bandalag við Kína, Indland, eða Asíuríkin.
CCP er með stóran hluta sinnar starfsemi vestanhafs og hvorki mun ESB eða evran verða þeim sérstaklega til framdráttar þar, frekar en í öðrum löndum utan Evrópu. Viðskiptavinir CCP eru frá ótal löndum og líklega eru flest þeirra utan Evrópu.
Grúppíur vilja yfirleitt ekki sjá aðra en átrúnaðargoð sín og viðurkenna alls ekki að aðrar "grúppur" hafi nokkuð til síns ágætis.
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2011 kl. 12:37
Því má bæta við að krónan var í raun aðalbjargvættur þjóðarinnar við efnahagshrunið og er því skömminni skárri fyrir þjóðina en evran.
Ísland hefði lent í miklu dýpri kreppu hefði krónunnar ekki notið við.
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2011 kl. 12:39
"Marel og Össur eru með fyrirtæki í Evrópu, þannig að því verður nú varla trúað að krónan standi þeim eitthvað fyrir þrifum í viðskiptum þar. " það er einmitt sem þeir eru að segja. Krónan er að draga úr samkeppnishæfni þessara fyrirtækja.
Það er bara staðreynd.
Þessi fyrirtæki stiðja ESB, evru og sjá ekki neitt neikvætt við ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 12:44
Þessi fyrirtæki studdu líka banka- og útrásargengin á árunum fyrir hrun og létu ekki sitt eftir liggja í því rugli öllu, þó þau hafi að vísu verið með skárri rekstur en gengin.
Ekki finnst mér sá stuðningur vera þeim neitt sérstaklega til hróss núna.
Ekki er nein ástæða til að ætla að forustumenn þeirra séu neitt marktækari í stuðningi sínum við ESB og evruna.
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2011 kl. 13:03
þessir fyrirtæki studdu ekki banka og útrásargengin. Þvert á móti þá kvörtuðu þessi fyrirtæki yfir of háu gengi krónu sem var að skaða þeirra rekstur.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 13:09
Það voru nú ekki bara þessi fyrirtæki sem kvörtuðu undan háu gegni krónunnar á árunum fyrir hrun, heldur gerðu öll útflutningsfyrirtæki það, þar á meðal sjávarútvegurinn sem vælir þó ekki um evru eða ESBinnlimun landsins.
Atvinnulífið allt, ásamt stórum hluta almennings, skapaði hins vegar þetta háa gengi með gengdarlausum erlendum lántökum, sem námu tugþúsundum milljörðum króna, áður en öll þessi gjaldeyrislán sprungu framan í andlitið á þeim sem tóku þau og reyndar allri þjóðinni og þjóðarbúinu.
Það sem bjargaði útflutningsfyrirtækjunum við efnahagshrunið var einmitt gengisfallið og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, ef svo hrikalega hefði viljað til, að búið hefði verið að skipta um gjaldmiðil hér á landi og taka upp evruna.
Axel Jóhann Axelsson, 15.7.2011 kl. 16:37
Fréttin í mbl er dálítið villandi, því að ef danska hægristjórnin missir völdin í kosningunum þá mun samsteypustjórn þriggja flokka, Sósíaldemókrata (ESB-sinnar), Radikale Venstre (sem er lítill ESB-sinna-hægriflokkur) og SF (frekar lítill miðju-sósíalistaflokkur, sem er ekki lengur andsnúinn ESB). Hinsvegar mun Enhedslisten, sem er lítill flokkur fyrrum kommúnista og vinstrisósíalista, sem enn eru innilega á móti aðild að ESB, ekki vera boðið í brúðkaupið. Þannig að Enhedslisten mun ekki hafa önnur pólítísk áhrif en að mæla gegn upptöku evrunnar. Hins vegar mun SF sýna velgju gagnvart evrunni. Þessi sósíalíski þjóðarflokkur hefur færzt veruleg mikið til hægri eftir að Villy Søvndal tók við forystunni. Þessi flokkur var upprunalega vinstrisinnaður klofningsflokkur frá krataflokknum, en í dag er erfitt að sjá neinn mun á stefnumörkunum þessara flokka. Þróun þess flokks sem kallar sig De Radikale Venstre er harmsaga út af fyrir sig. Sá flokkur er óþarfasti flokkur á danska þinginu í dag.
Hins vegar er það alveg öruggt (ég þori að éta hattinn minn upp á það), að meirihluta Dana mun enn á ný hafna evrunni. Þá skiptir ekki máli, hvort þjóðaratkvæðagreiðslan verði eftir tvö, þrjú eða fjögur ár. Í síðustu tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum voru evru-sinnar með bíræfinn svikaáróður, þar sem bæði lygar og blekkingar voru notaðar óspart. En eftir að Danir kusu gegn evrunni, rættist EKKERT af dómsdagsspá evru-sinnanna. Þvert á móti gerðist hið gagnstæða: Danska krónan styrktist, vextirnir hækkuðu ekki, fasteignaverðið lækkaði ekki (minnir svolítið á Icesave-kosningarnar á íslandi og hræðsluáróður grátkórs IceSave-sinna.
Danska Þjóðþingið á í sama vanda og Alþingi: Það sem meirihluti þingsins vill er ekki endilega það sem meirihluti þjóðarinnar vill. Það sýnir hvers vegna er nauðsynlegt að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál.
Vendetta, 15.7.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.