10.7.2011 | 22:22
Gríðarleg sóun fjármuna á útihátíðum
Lengi hefur það verið "siður" á útihátíðum að henda öllu rusli þar sem fólk stendur, þegar það þarf að losa sig við umbúðir, flöskur eða matarafganga. "Besta útihátiðin" á Gaddstaðaflötum við Hellu sker sig ekkert úr öðrum útihátíðum að þessu leyti eða öðru, sem lengi hefur viðgengist á slíkum mannamótum.
Í fréttinni af þessari helgarskemmtun segir m.a: "Útihátíðin er kölluð Besta útihátíðin, en umgegni á gesta á hátíðinni var ekki eins og best er á kosið. Rusl er um allt og margir hafa ekki hirt um að taka tjöld eða annan viðlegubúnað með sér heim."
Fyrir bankahrun, þegar allir höguðu sér eins og auðkýfingar, varð mjög áberandi að unglingarnir hirtu ekki um að taka útilegubúnaðinn með sér heim aftur af svona útisamkomum og kveiktu jafnvel í tjöldum sínum með öllum viðlegubúnaði, þegar svæðið var yfirgefið. Sá búnaður sem þannig er skilinn eftir, eða brenndur, er oft tugþúsunda króna viðri og heildarverðmæti þess sem eyðilagt er, eða skilið eftir, hleypur á hundruðum þúsunda króna, eða jafnvel milljónum.
Margt af þessu unga fólki leikur þennan sama leik ár eftir ár og kastar þannig frá sér stórum upphæðum, ár hvert og kaupir sér svo einfaldlega nýjan búnað næsta ár og endurtekur þá sama leikinn.
Þetta verður að teljast alveg ótrúlegt sóun og vanvirðing verðmæta og algerlega með ólíkindum. Svona bruðl vekur líka upp spurningar um hvers konar fyrirmyndir þetta unga fólk fær á heimilum sínum, þegar verðmætasóun af þessu tagi virðist þykja bæði eðlileg og talsvert almenn.
Svona háttarlag er eitt af því, sem ætla hefði mátt að hyrfi algerlega eftir efnahagshrunið. Kreppan virðist a.m.k. ekki bíta illa þau heimili, sem þessir unglingar koma frá.
Ekki góð umgengni á hátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er svo sammála þér í öllu Axel Jóhann það er eins og það vanti alveg virðinguna fyrir hlutunum hjá þessu unga fólki og hvað þá notagildið...
Það er kannski reynandi að kveikja á þessu með því að færa verðmæti þessara hluta yfir í að það þarf að vinna þetta og þetta margar vinnustundir til að eignast þessa hluti...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 22:48
þessu er maður sammála eins og gaman er ,að börnin skemmti sér!! er þetta mikill ljóður á ungmennum í dag og einnig sumum eldri!!!!
Haraldur Haraldsson, 11.7.2011 kl. 01:08
þegar ég yfirgaf svæðið þá var ekkert rusl eftir mig. Gekk frá öllu beint í poka. Skyldi að vísu ruslapokann eftir þar sem ég var til þess að hinir sem voru með mér gátu sett meira í hann. Ég vildi óska að fleirri myndu gera þetta.
En ég veit um dæmi um það að á sunnudeginum þá kom fólk aftur og fór að leita að dótinu sínu eftir að "töffara" skapurinn rann af þeim... Einnig komu foreldrar með börnin sín til þess að sækja dótið sem þau skyldu eftir! Vel gert hjá þeim
Haraldur (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 10:30
ég vil líka benda á það , að það voru engar ruslatunnur á svæðinu ! það hefði alveg mátt hafa þær á svæðinu.
linda (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 10:39
Ég hef skilið eftir .,. ,tja eins og 1 stk tjald á svona útihátíð forðum... Ég er því svona útrásarvíkingur, er það ekki; Jafnvel þó ég hafi ekki keypt mér nýjan bíl, fengið lán "over the top". Eg keyri 13 ára gamlan bíl; Stend í skilum með allt.
Segðu mér Axel; Tókst þú eitthvað þátt í sukkinu, ertu alveg stikkfrí?
doctore (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 11:15
doctore, ég fór á útihátíðir þegar ég var ungur og ég tók tjaldið, eldunaráhöldin, svefnpokann, teppið, fötin og annað með mér til baka þegar ég fór heim. Ekki varð ég var við annað en að aðrir gerðu það líka á þeim tíma, enda óð fólk ekki í peningum í þá daga.
Rusli hefur maður áreiðanlega gerst sekur um að henda frá sér á víðavangi, en yfirleitt var a.m.k. hreinsað í kringum tjaldstæðið þegar það var yfirgefið.
Eins og þú á ég ekki nýjan bíl, minn er átta ára og enginn hefur nokkurn tíma þurft að afskrifa lán, sem ég hef tekið. Er í skilum með allt eins og þú.
Axel Jóhann Axelsson, 11.7.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.