4.7.2011 | 21:59
Öfgar eyða ekki tóbaksnotkuninni
Fáránlegt frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri furðufugla á Alþingi um að sala á tóbaki verði einungis leyfð í apótekum og þá eingöngu gegn framvísun "lyfseðils" frá lækni, hefur að vonum vakið athygli erlendis og er ekki að efa að lesendur Guardian hafi legið í hláturkrampa í dag, eftir að hafa lesið umfjöllun blaðsins um þennan brandara.
Furðulegt má þó heita að blaðið skuli fjalla um málið núna, enda var það hlegið út af borðinu hér á landi strax og það var lagt fram, en að vísu segir margur brandarakallinn ennþá frá frumvarpinu, þegar hann vill vera verulega fyndinn.
Öfgar og vitleysa, eins og kemur fram í þessu svokallaða frumvarpi, leysa aldrei nokkurn vanda, en skapa hins vegar fjölda vandamála í stað þeirra sem þeim er ætlað að lækna, fyrir utan að upphaflega vandamálið helst yfirleitt óleyst.
Fram kemur í umfjöllun Guardian að fyrir tuttugu árum hafi 30% Íslendinga reykt daglega, en nú noti aðeins 15% landsmanna tóbak dags daglega. Þessi minnkun sýnir að fræðsla og áróður, á jákvæðum nótum, skilar sér í stórminnkaðri notkun tóbaks og því gjörsamlega glórulaust að láta sér detta aðra eins vitleysu í hug og Siv Friðleifsdóttir og ruglfélagar hennar létu sér sæma að bera fram á Alþingi og gera það með þeim formerkjum að mark yrði tekið á.
Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að sinna nauðsynjamálunum almennilega og láta allan fíflagang lönd og leið.
Guardian fjallar um tóbaksfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki Össur Skarphéðinsson búinn að útvega Siv vinnu hjá ESB í Brussel?
Vilhjálmur Stefánsson, 4.7.2011 kl. 22:20
Fífl eru og verða alltaf fífl
Helga (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 23:52
Áhugaverðar tölur sem eru nefndar þarna, ef bara fyrir það að árið 1991 þá voru íslendingar um 260 þús en eru í dag um 320 þús og 30 % af 260 þús er 78 þús og 15 % af 320 þús er 48 þús. þar af leiðandi hefur reykingamönnum fækkað um 30 þúsund á 20 árum eða þá að sá fjöldi vill ekki viðurkenna að þeir noti tóbak, nú eða þá að það sé beggja blands.
EHJ (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.