23.6.2011 | 20:03
Atvinnubótavinna hjá hinu opinbera?
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að fækka starfsfólki um 20% á næstu fimm árum án þess að skerða þjónustu við almenning. Ef þetta er hægt, hlýtur sú spurning að vakna hvort fyrirtækið hafi verið svona gífurlega ofmannað undanfarin ár og fimmti hver starfsmaður hafi í raun verið óþarfur.
Sé það svo, að þetta sé raunin hjá OR, hlýtur það að leiða hugann að því hvort sama sé uppi á tengingnum hjá öðrum opinberum fyrirtækjum og stofnunum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Getur það verið að allt að fimmti hver starfsmaður hjá opinberum aðilum sé nánast eingöngu í því að flækjast fyrir hinum fjórum, sem raunverulega eru að vinna?
Ef hægt væri að fækka starfsfólki hjá opinberum aðilum um 20%, án þess að þjónusta skertist, myndu þúsundir missa "vinnuna" og bætast á atvinnuleysisskrána, því ekki eru nokkrar líjur á að almenni vinnumarkaðurinn verði í stakk búinn til þess að skapa störf fyrir allan þann fjölda í viðbót við þá 14.000 sem nú eru á atvinnuleysisskrá.
Þessar fréttir af OR gefa til kynna að mikið sé um dulið atvinnuleysi í landinu og að ríki og sveitarfélög haldi uppi atvinnubótavinnu fyrir stóran hóp fólks, sem í raun ætti að vera á atvinnuleysisbótum.
Fækkun starfa og eignasala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel Jóhann.
Já því miður svona var bruðlið og oflátungshátturinn yrirgengilegur allt frá tímum R- Listans og Mr. Alfredo og til tíma Villa Vill sem vildi gefa þetta batterý allt saman Einka bankamafíunni og þeirra hyski.
Mér lýst nú nokkuð vel á þennan nýja forstjóra OR og vona að hann muni í samstarfi við starfsfólkið ná þessu þjóðþrifa fyrirtæki á sigurbraut að nýju.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 20:36
Það er vel hægt að taka undir með þér, að nýji forstjórinn hjá OT virðist lofa nokkuð góðu og fyrirtækið mun vafalaust ná sínum fyrri styrk undir hans stjórn.
Hins vegar er sú spurning opin, hvort það sé viðtekið, frekar en undantekning, að opinber fyrirtæki og stofnanir séu svona rosalega ofmönnuð eins og reyndin virðist vera með orkuveituna.
Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2011 kl. 20:51
Það má spyrja, hvaða opinberir vinnustaðir hafa stækkað örar en þjófélagið og fyrirtækin sem þeir þjónusta.
Svarið við þeirri spurningu væri, ekki svo margir. Ég held að orkufyrirtækin stæðu þar í fararbroddi, enda voru þau að stórum hluta ekker í orkubransanum, heldur fjárfestingamarkaðsbraski. Ég geri ekki ráð fyrir að rafmagnsverkfræðingar og rafvirkjar hjá orkuveitunni séu þeir sem eiga á hættu að missa vinnuna.
Jonsi (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.