22.6.2011 | 16:09
Pantaðar skattahækkatillögur frá AGS
Sú var tíð, þ.e. áður en "fyrsta hreina og tæra vinstri velferðarstjórnin" var mynduð, að Steingrímur J. líkti samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn nánast við landráð og sagði það myndi verða sitt fyrsta verk, kæmist hann í ríkisstjórna, að rifta öllu samstarfi við sjóðinn um leið og hann segði Bretum og Hollendingum að éta það sem úti frysi vegna Icesave, enda væru það engu minni landráð að ætla að láta kúga sig til samninga vegna þeirrar kröfu, sem Steingrímur sagði réttilega, að þjóðinni kæmi ekkert við.
Eitt fyrsta verk Steingríms J. eftir að hann komst svo í stjórn var að senda vini sína og lærimeistara, Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson, til "samningaviðræðna" við Bretana og Hollendingana, en þeir nenntu að vísu ekki að hafa málið hangandi yfir sér og samþykktu því allar ýtrustu fjárkúgunarkröfur hinna erlendu efnahagskúgara og fannst alveg sjálfsagt að selja Íslendinga í skattalegan þrældóm til margra ára, vegna krafna sem þeim komu ekki við.
Núorðið og næst á efir Bretum og Hollendingum hefur AGS verið í mestu uppáhaldi hjá Steingrími J., enda fór hann þess sérstaklega á leit við sjóðinn, að sérfræðingar hans, væntanlega í samráði við Indriða H., legðu fram hugmyndir um allar þær skattahækkanir sem þeim gæti dottið í hug, svo hægt væri að leggja á nýja og fjölbreyttari álögur á Íslendinga, en jafnvel Vinstri grænum gæti dottið í hug.
Nú liggja þessar pöntuðu skattahækkanahugmyndir fyrir og Steingrímur J. fagnar ákaft og boðar "heildarendurskoðun skattkerfisins".
Óhug setur að almenningi við slíkar hótanir úr ranni "velferðarstjórnarinnar".
Matarskattur til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg grátlegt hvernig komið er fyrir Íslensku samfélagi. Fuglahræðan og hraðlygni vasaþjófurinn eru svo dottin úr tengslum við raunveruleikann sem hinn almenni borgari þarf að glíma við. Þegar fólk er hætt að ferðast vegna kostnaðar þarf ekkert að íhuga það neitt frekar hvað það mun gera atvinnurekstri úti á landi sökum verulegs tekjumissis af þeirri þjónustu sem þar er í boði.
Það virðist vera takmark núverandi ríkisstjórnar að sökkva samfélaginu í svo djúpan "skít" að ESB andstæðingar fari að sjá það sem einhvern bjargvætt útúr vandræðunum. Enda virðist fátt komast að í huga þessara valdníðinga annað en að troða okkur inn í ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Sigurður Árni Friðriksson, 22.6.2011 kl. 16:50
það hlítur að vera kominn tími á að einhver fari aðfjúka.
gisli (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.