21.6.2011 | 19:04
Jón Gnarr og Besti hafa runnið sitt skeið
Besti flokkurinn kom nýr inn í stjórnmálabaráttuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra og fékk ótrúlega mikið fylgi, eða um 34%, enda kraumaði mikil ólga í þjóðfélaginu eftir útrásar- og bankahrunið og kjósendur vildu refsa "gömlu" stjórnmálaflokkunum með því að greiða þessum nýja flokki og grínistanum sem leiddi hann atkvæði sitt.
Besti flokkurinn myndaði meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingunni, sem beðið hafði algert afhroð í kosningunum og samþykkti því hvað sem var til að komast í meirihlutasamstarf, þar á meðal að Jón Gnarr fengi borgarstjórastólinn í sinn hlut.
Nánast strax kom í ljós að góður grínisti er ekki það sama og góður borgarstjóri, enda sýndi það sig að hann réð alls ekki við starfið og eftir að hafa gefist upp á þeirri hugmynd sinni að fjölga borgarstjórunum í tvo, kom hann flestum verkefnum borgarstjóra yfir á embættismenn, aðallega skrifstofustjóra borgarinnar, en hefur síðan aðallega fengist við að skemmta sjálfum sér og félögum sínum í meirihlutanum.
Skoðanakönnun Capacent sýnir að fylgið er algerlega hrunið af Besta flokknum og aðeins 17% Reykvíkinga treysta Jóni Gnarr sem borgarstjóra, en 50,5% telja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur best fallna til að gegna embættinu.
Þetta fylgishrun á aðeins einu ári hlýtur að vera nánast einsdæmi í stjórnmálasögunni og það þó víðar væri leitað en einungis hér á landi.
Hanna Birna nýtur mest trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reykjavík höfuðstöðvar sjálfstæðismanna aftur á ný.
Jonsi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 19:43
Haha, þetta er mesta kjaftæði sem ég hef lesið lengi.
Hermann, 21.6.2011 kl. 19:54
Sæll Axel.
Það er svo langt síðan að fólkið sem kaus Besta hætti að treysta Jóni Gnarr hafi það einhvern tíma gert það, vantraustið byrjaði þremur vikum eftir kosningar. Fólk fattaði bara ekki á kosningadag að það kæmi til með að sitja uppi með þennan lélega brandara í fjögur ár. En sem betur fer fyrir íbúa borgarinnar þá er fólk að sjá að sér og snúa frá villu síns vegar.
Enn þykir mér samt skrítið hvað þessi lélegi borgarstjóri, sem hvað eftir annað hefur sýnt okkur borgarbúum þann dónaskap að hafa ekki hugmynd um eitt eða neitt sem varðar borgarrekstur, fær enn mikinn frið fyrir fjölmiðlum. Það segir okkur að við höfum ekki fengið einn einasta fjölmiðlamann sem þorir að spyrja réttu spurninganna eða kafa ofan í nokkur þau mál sem brunnið hafa á borgarbúum. Ef ekki hefði komið til hávær mótmæli á köflum um skólamálin hefðu þau sennilega farið enn verr. Reyndar fannst mér fólk sýna ótrúlega stillingu varðandi þau mál, svo ég taki nú bara þetta eina dæmi.
Með kveðju Guðlaugur.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 19:57
Miðað við að það verði áfram aðeins 15 borgarráðsfulltrúar, þá mun skv. þessari skoðanakönnun Framsókn ennþá vera úti í kuldanum og fulltrúar raðast þannig:
D: 7, Æ: 3, S: 4 og V: 1. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki fá hreinan meirihluta, en þarf hins vegar ekki nema eitt og hálft prósent í viðbót á kostnað hinna þriggja til að fá nauman meirihluta. (Reiknað út með einfaldri afrúnnun).
Vendetta, 21.6.2011 kl. 20:13
2/3 tóku afstöðu í þessari könnun þanning að baráttan mun standa um þetta 1/3 óvissufylgi sem sjaldnast skilar sér til Sjálfstæðismanna það höfum við áratuga reynslu af.Í raun virðast vinstri flokkarnir (Samfylkingin, VG með Besta flokknum vera í meirihluta þrátt fyrir þetta óvissufylgi sem er í raun minna en ég hefði haldið.
Það er erfitt að vera grínisti á þessum tímum en það er í raun kraftaverk að Besti flokkurinn er næstum með 1 af 5 þeirra og virðist því að hafa fest stöðu sína skv. þeim sem tóku afstöðu enda verð ég að segja að Jón Gnarr hefur í raun staðið sig betur en ég hélt fyrirfram enda án efa einn erfiðasti tími að stýra ríki og borg síðan á lýðveldistímanum og það gustar um stjórnendur enda er þeim jafnan kennt um það mesta. Það er þunnur þrettándin sem flokksmenn okkar ætla að bjóða þjóðinni í enda hef í ekki séð eina einustu tillögu frá Sjálfstæðismönnum. Hvað ætla menn í kosningar með óbreytt kvótakerfi og slíta aðildarviðræðum við ESB og áframhaldandi gjaldeyrishömlur enda munum við ekki geta aflétt þeim nema með gígantískum vaxtahækkunum annars mun krónan fara beint niður í ræsið með áframhaldandi lífskjaraskerðingu og fólksflótta. Það ríkir nánast alkul í íslensku viðskiptalífi. Það er því miður ekki þvergirðingsháttur VG sem stoppar uppbyggingu. Landsvirkjun fær ekki lán til að byggja virkjanir og það að taka lán til að malbika vegarspotta í nokkurs konar atvinnubótavinnu er brjálæði og skilar engu nema vefja þjóðfélaginu í enn meiri skuldir. 1/3 fyrirtækja er í gjörgæslu og bankakerfið einning sem lifir sínu lífi en klukkan tifar og augljóslega er þetta tímabundið ástand sviklognið undan storminum.
þjóðarkakan er að dragast saman, það er engin fjárfesting í atvinnulífinu. Stór hluti ungs fólks sér ekki fram á framtíð hérna á Íslandi, það á að borga yfir 15% í aukaskatt í gjaldþrota lífeyrissjóðaskerfi sem er í raun byggt upp eins og keðjubréf, þeir sem eru síðastir í keðjunni fá ekkert fá ekki einu sinni að kjósa þá sem stýra þar féinu. Það á að láta ræna sig næstu áratugina.
Gunnr (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 20:16
Gunnar, afar lítið af þeim skratta, sem þú málar á vegginn, er á könnu Jóns Gnarr og meirihlutans í Reykjavík.
Jón og félagar hafa verið að glíma við algera smámuni í samanburði við myndina sem þú ert að drag upp, en hafa ekki valdið hlutverki sínu.
Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2011 kl. 20:56
Gunnar, mig langar að leiðrétta þig aðeins, 1. Vegagerð er í lamasessi vegna þess að sá skattur sem á að renna í þennan málaflokk(og er eyrnamerktur sem slíkur) er settur í eithvað annað eða er safnað inn á bók og er notað til þess að brjóta fólkið í landinu niður og fá það til að þýðast vilja spilltra ráðamanna sem vilja taka upp vegtolla.
2. Sjálfstæðismenn(bæði í borg og ríki) hafa sett fram fleiri hugmyndir heldur en velferðarstjórnin(sem er réttnefni þar sem hún sogar alla velferð frá Íslendingum), en það virðist vera að þú hafir ekki haft fyrir því að kynna þér þær.
3. Það ástand( "erfiðasti tími að stýra ríki og borg síðan á lýðveldistímanum") er til kominn vegna þeirra stjórnar sem setið hefur frá febrúar 2009, þegar stjórn sjálfstæðisfloksinns og Samfylkingarinnar sprakk þá var staðan umtalsver betri en hún er nú, skuldir ekki eins miklar, sjóðir digrari og atvinnulífið ámikið meira skriði en það er á nú. Einnig var staða heimila (almennt) betri þá en nú. Þessi stjórn hefur ekkert afrekað, skuldavandi heimilanna er enn á sama stað, Isesave er enn óleyst, staða fyrirtækja hefur ekkert breyst, nema þá til hins verra, sjáfarútvegurinn fór úr sókn í stöðnun og þjóðinn var þverklofinn(af össuri og jóhönnu) með ESB kjaftæðinu á versta tíma. Ég get lengi haldið áfram. Það hefur ekkert gerst annað en að það sem sjálfstæðiflokkurinn setti upp með(td í vegamálum) fyrir utan, A) ráðast á sjáfarútvegsfyrirtækin og leika eftir það sem róbert mugabe gerði með zimbabe, B) leifa brúðkaup samkynhneigðra en þó ekki af góðmenskunni einni saman heldur svo 1. flutningsmaður gæti gengið í það heilaga, C) banna Íslendingum að smíða kerrur D) Hækka skatta E) flytja störf af slandsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið F) skaða velferð Íslendinga og G) sundra Íslendingum með ESB umsókn. Það ástand sem er uppi er 100% hrein eign þessarar ríkistjórnar. Staðan væri mikið betri ef Jóhanna hefði bara "skellt í lás" upp á alþingi og skroppið í launað sumarfrí til brussel, svo slæmur er árangur viðkomandi ríkisstjórnar
4) Landsvirkjun situr á miklum sjóðum sem hægt er að nota til að framkvæma með(mest í dollörum). Það er bara Evróski lánasjóðurinn(sem er stjórnað af fjármálaráðherrum ESB-landana) og Evróski fjárfestingabankinn(manstu hverjir sitja í sjórn þar, suprise sömu menn og í Evróska lánasjóðnum) sem hafa sett höft á landsvirkjun eða óhóflega vexti. TD hefur deutsche bank ekki sett skorður né nokkur bankar í USA og flestir bankar í evrópu bjóða Landsvirkjun betri vexti en gengur og gerist fyrir almen fyrirtæki. Hörður Arnason hefur ekki áhuga á að tala við nokkurn annan, og þar með er Icesave farið að geta gert hluti sem það hefði annars ekki getað gert.
Þar fyrir utan hefur ekki tekist að hníta lausa enda, td fyrir útboð á drekasvæðinu.Þessi Ríkisstjórn ber 100% ábyrð á því ástandi sem upp er komið.
Brynjar Þór Guðmundsson, 21.6.2011 kl. 22:58
Þessi skrif þín, fréttaumbúnaður mbl og könnunin ekki hvað síst er í senn vond, villandi og vitlaus samsuða!
Ekki kemur fram, að könnunin er gerð af frumkvæði Hönnu Birnu sjálfrar og félaga í D, en það eitt gerir þetta allt saman heldur rýrt í roðinu.
Einu sinni sem oftar, er síðan rangt farið með hlutfallstölurnar og raungildi þeirra, þarna voru tölurnar í raun þær, að 1444 voru í úrtaki og í tölfræði ganga allar ályktanir síðan útfrá. Einungis 871 af þessum rúmu fjórtánhundruð svöruðu eða rétt yfir 60%. Það er af þeirri hlutfallstölu sem meint hylli HB telst vera samkvæmt fréttinni, en er að sjálfsögðu mun lægra hlutfall af úrtakinu.
Þessi könnun er því nær einskis virði og ekkert mark á henni takandi, frekar en eiginlega öllum öðrum gerðum með þessum hætti!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2011 kl. 01:25
Þetta er samt ótrúlega mikið fylgi þessara grínflokka sem mynda meirihlutann. Þeir ættu að vera til samans með innan við 20%
Alli MU-11 (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 01:36
Ég er langt í frá að verja þessa "velferðarsstjórn" eða því síður Jón Gnarr enda stýra þeir Reykjavík nú sem stendur með Samfylkingunni.
Það fyrsta er að vandræði og gjaldþrot OR er langtíma fyrirbæri og í raun afleiðing síðasta áratugar þar sem borgaryfirvöld hafa sogið fé úr fyrirtækinu meðan það hefur hrúgað inn skuldum og þessar skuldir eru til skamms tíma enda hafa stjórnmálamenn okkar hugsað til skamms tíma. Fyrirtækið hefur augljóslega verið leikvöllur fyrir stjórnmálamenn allra flokka enda er afleiðingin augljós og fyrirtækið hengur ofan á Reykvíkingum og getur falið hvenær sem er.
Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði landinu í 18 ár samfellt og það var erfitt ástand þegar flokkurinn hóf stjórnarsetu og Friðrik Sófusson er án efa besti fjármálaráðherra sem hér hefur setið. Markvisst var borgað niður skuldir og þjóðfélagið fært í nútímaátt. Skuldir voru markvisst lækkaðar og staða þjóðarbúsins hefur væntanlega ekki verið betri en hún var um 2000/2001 en eftir seig allt á ógæfuhliðna. Það er óvéfengjanleg staðreynd að frá 2000 til 2009 á síðastu 9 árum í valdatíma Sjálfsæðisflokksin jukust ríkisútgjöld að raunvirði um yfir 45% og á þeim sama tíma fjölgaði opinberum starfsmönnum um heil 27%. Bankakerfið var einkavinavætt, lögleysa, spilling og siðleysi var látið viðgangast og raunar var það í stjórnarsáttmála síðustu tveggja helmingaskiptastjórnanna sem í raun báru nafnið með rentu að eftirlitsaðilar skyldu ekki vera að skipta sér af fjármálalífinu og því var svo sannarlega framfylgt. Enda voru bankarnir ekkert annað en tæki eigenda sinna til að fjármagna sín ævintýri og þetta gerðist á vakt Sjálfstæðisflokksins og ábyrgð flokksins er þar ótvíræð.
Raunar er hrun íslensks efnahagslífs svo algjört að á hlutabréfamarkaði er í raun einungis eftir 6 fyrirtæki. 3 færeysk, Marel sem er í raun hollensk, Stoðtækjafyrirtæið Össur sem er flúið af íslenska krónusvæðinu yfir til Danmerkur en Hlutabréfamarkaðurinn reynir að halda í með valdi og síðan Icelandair sem er í raun eina fyrirtækið. Þetta er eiginlega lélegur brandari.
Smæð íslenska hagkerfisins sem stöðugt er að skreppa saman og er innan við 3% af stærð hins norska.
Hrunið var í raun óumflýjanlegt 2006 en ekkert var gert. Icesave reikningum var leyft að þróast meðan Norðmenn, með nákvæmlega í sömu aðstöðu og við á sama markaðs og lagasvæði sáu þessa hættu 1998 að með að lögleiða það að norski innistæðutryggingarsjóðurinn tryggði aðeins innistæður í norskum krónum en hér sáu menn þetta ekki enda var þingheimur nánast keyptur upp af fjármálastofnunum og fjárglæframönnum.
Hvað skattheimtu áhrærir var Ísland þegar ofarlega og þessi ráðlausa vinstristjórn tekur við var halli á hinu opinbera 220 miljarðar króna, landið þurfti að leita sér neyðaraðstoðar IMF og norrænu landanna, þar sem það var að tæmast af gjaldeyri og raunar var það þáverandi forsætisráðherra Geir H Haarde og þáverandi fjármálaráðherra Árni Matthiesen sem skrifuðu undir samninginn við IMF á haustdögum 2008.
Staðan núna er sú að við eigum langt í land að ná hallaausum fjárlögum, þanning að niðurskurðarferlið er ekki að enda komið og persónulega hef ég ekki heyrt eina einustu vitræna niðurskurðartillögu frá Sjálfstæðisflokknum í landsmálum. Það vantar núna að skera niður um 60-100 miljarða til að hefja niðurgreiðsluferli og fá þanning niður vaxtakostanað og auka trúverugleika íslensku krónunnar.
Samstarfstjórn Íhaldsmanna og Frjálslyndra í Bretlandi er að skera niður ríkísútgjöld um 25%.
Þessi ráðlausa eða dáðlausa ríkisistjórn sem nú situr hefur ekki mér vitandi hækkað álögur á bensín eða olíu þar eru sömu álögur og áður. Hækkun olíu á heimsmarkaðsverði og hrun íslensku krónunnar er það sem er augljóslega ástæða þessara hækkana.
Auðvitað verður að horfa á heildarútgjöld ríkisins í samhengi og raunar er það svo að olía er flutt inn í landið á niðurgreiddu krónugengi enda er raungengi íslensku krónunnar nærri 260 Íkr per € en ekki 160 Íkr per €. Hagstæður gengisjöfnuður er of lítill til að bera vexti og niðurgreiðslur skulda. Þrátt fyrir að heildarskuldir ríkisins eru lægri en margra þjóða er vaxtabyrði íslenska ríkisins há enda eru skatttekjur í íslenskum krónum og skuldirnar að mestu í erlendum krónum.
Ástandið núna er millibilsástand. Það er verið að þvinga kröfuhafa að yfirtaka fyrrum Kaupþing og Glitni en þessar stofnanir eru í raun á eignarlausu gráu svæði enda eru þetta í raun innheimtustofnanir fyrir þrotabúin. Það vinna samkvæmt mínu heimildum fleirri í íslenska fjármálkerfinu en fyrir hrun og yfir 9000 manns og þar er merkilega nokk ekki verið skorið niður.
1/3 fyrirtækja er í raun galdþrota og er í önduarvél bankanna og í samkeppni og eru raunar að murka niður keppinauta sína. Þegar sviklognið sem menn hafa lánað sig frá þrýtur mun kaldur vindur raunveruleikans kasta niður dómínókubbum íslensks efnahagslífs.
Það verður ekki hægt að skapa velsæld á Íslandi með að nota lánsfé til að malbika vegi eða bora gat í fjöll það held ég sé öllum ljóst það er langt í frá þjóðhagslega hagkvæmt enda ekkert annað en atvinnubótavinna sem gerir ekkert nema vefja okkur í enn meiri skuldir og þrengir svigrúmið. Eina leiðin er það að gera þetta sjálfbært með þá vegtollum og ef það verður ekki enda óvinsælt þá verða hreinlega engar vegaframkvæmdir. Það er ekki þjóðhagslega arðbært að flytja inn meira eldsneyti og nota enn meira af verðmætum niðurgreiddum gjaldeyri. Þessi hagstæði viðskiptajöfnuður er eingöngu kominn til vegna niðurskurðar í neyslu meðan útfluttningur hefur í raun dregist saman.
Þessu hefur í raun verið spáð. IMF er í raun að yfirgefa landið, við þurfum í raun að hreinsa upp okkar eigin skít það eru skilaboðin sem Grikkir fá og það verða þau skilaboð sem við munum fá. Í Grikklandi getur fólk þá flúið hagkerfið með sínar Evrur meðan fólk á Íslandi er læst inn í íslenska hagkerfinu.
Framkvæmdir af hinu opinbera eru í raun skattheimta á þjóðina og merkilegt að fólk gerir sér enn ekki grein fyrir því. Ef fólk hefur engar hugmyndir um hvernig skera á niður og vill lækka skatta og lánsfé er ekki í boði. Klárlega er íslensk efnahagslíf í algjörri úlvakreppu. Við fáum ekki lánsfé og þess vegna er enginn orkuuppbygging komin í gang og það er því miður ekki þvergirðingsháttur VG sem er þar ráðandi.
Það að gagnrýna niðurskurð, skattheimtu og skort á opinberum framkvæmdum en gera sér ekki grein fyrir samhenginu og reyna að búa til einhvert samsæri gagnvart Íslendingum en það mun kosta íslenska hagkerfið mikið að hafa afskrifað 8000 miljarða erlendra skulda og það mun taka nokkuð mörg ár og það er ágætt að fólk gerir sér þá grein fyrir því. Við höfum í raun lítinn aðgang að erlendum spilapeningum. Framtíðin verður að héðan verður dælt út fé til niðurgreiðslu erlendra skulda og gengishömlurnar verða varanlegar og systir þeirra innflutningshömlur/skömmtun liggur ekki langt í burtu að óbreyttu. Velferðarkerfi atvinnuvega (landbúnað) og einstaklinga verður í raun sniðið að skatttekjum ríkisins og þjóðarkakan er að minnka meðan við erum með velferðarkerfi ala 2007.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 01:58
...70% átti það að vera.
Magnús Geir (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 09:44
Ertu að reyna að svæfa lesendur, Gunnar?
Guðmar (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 10:18
Gunnar hlýtur að vera að reyna að svæfa lesendur og langlokan samanstendur af ýmsu sem rétt er og hins vegar fjöldanum öllum af þvælu og rangfærslum.
Svona langhudum er ekki hægt að svara, nema í allt of löngu máli, en þeir sem betur eru að sér í landsmálunum en Gunnar, sjá strax hvar hann er að bulla og hvar einhver fótur er fyrir fullyrðingunum.
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2011 kl. 10:29
Auðvitað er þetta ástand allt Steingrími J og Jóhönnu að kenna, eða trúir fólk því. Að 18 ára samfelld stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins fram yfir hruni hafi ekkert um það að segja. Raunar er það skelfilegt til þess að hugsa að fólk sé svo skyni skroppið. Icesave (eða hvað eftir er að því) og samningaviðræður við ESB eða hvað sem kemur út úr þeim er ekki aðal vandamál íslensku þjóðarinnar.
Hrunið er bara lýgi eða ýkjur, hér var allt í lagi þangað til einhverjir vondir Bretar og nýskir Hollendingar komu okkur á kaldan klaka. Það er náttúrlega bara bull sem stendur í rannsóknarskýrslu Alþingis sem er nú flestum gleymd og grafin.
Raunar er það efnahagsleg staðreynd að ríkisútgjöld jukust um nær 45% fra 2000 til 2008/2009 og fjöldi opinberra starfsmanna á sama tíma um 27%. Hagkerfið var grafið í skuldum og Seðlabankinn horfði á og hafðist ekkert af þangað til vélin bræddi úr sér.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 12:49
Raunar er þetta því miður ekkert flókið. Stærð hagkerfisins er núna að nálgast það sem það var um 2000 og það þarf í raun að færa hið opinbera niður í það format og það gildir bæði ríki og sveitarfélög sem þýðir gríðarlegan niðurskurð, því fyrr því betra. Núna er búið að loka dyrum og gluggum í íslenska haftakrónuhagkerfinu og hið opinbera er að klára súrefnið í þessari agnarsmáu niðursuðudós sem íslenskt hagkerfi er að verða. Við gröfum okkur einungis lengra niður í skítinn með taka okurlán til að halda uppi einhverri tímabundinni gerviþennslu með arðlausri atvinnubótavinnu, það er eins og míga í skóna sína til að hlýja sér á tánum.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:05
Raunar er ég sammála að Hanna Birna hefur staðið sig vel og er samviskusöm og dugleg og nýtur vinsælda borgarbúa.
Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn brugðist Íslendingum og hann gerir það með því að koma ekki fram með vitrænar tillögur til úrlausnar. Í vitrænum löndum birta stjórnmálaflokkar sín eigin fjármálafrumvörp með niðurskurði og skattheimtu og þetta er reiknað út af óháðri stofnun og þeir fá strik í kladdan ef þetta gengur ekki upp. Slík fagleg vinnubrögð hafa aldrei tíðkast á Íslandi en þau hafa tíðkast um áratugi í nágrannalandinu okkar Noregi. Þar eru hægrimenn í gríðarlegri sókn með vönduðum tillögum en ekki einhverju "hillbilla" gaspri og kjaftæði.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:14
Gunnar, ég verð að spyrja eins og Axel Jóhann, ertu að svæfa lesendur með innihaldslitlum langlokum? Ég ætla að reyna að svara þessu eins stutt og ég get.
Hverjir hafa stjórnað Reykjarvíkurborg mest allan tíman, samfó og R- listinn. Hver leiddi þann lista og hvar er hún nú og var 2008? (Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingarinnar)
Hrun bankana var eigenda þerra að kenna, ríkið hrundi ekki, bankarnir gerðu það hinsvegar. Við þurftum ekki á láni frá AGS(heitir það, ef þú gunnar hefðir verið að fylgjast með umræðunni þá myndirðu ekki kalla AGS, IMF) og við ættum að grynnka á skuldir okkar með því að endurgreiða það lán en það ber um 5.5-6% vexti en vextirnir sem við fáum úr bankanum þar sem þetta er geymt bera ekki nema 3%.
Galdmiðill viðkomandi þjóðar er mælikerfi á árangur viðkomandi Ríkisstjórnar, skjóttu eins og þú villt á Krónuna, þú ert eins og offeitusjúklingur sem kennir baðvoginni um aukakílóin. Þú ert að verja bæði ríkisstjórnina og árangursleysu hennar. Annað ég rak augun í að þú sagðir gunnar "Þessi ráðlausa eða dáðlausa ríkisistjórn sem nú situr hefur ekki mér vitandi hækkað álögur á bensín eða olíu þar eru sömu álögur og áður. Hækkun olíu á heimsmarkaðsverði og hrun íslensku krónunnar er það sem er augljóslega ástæða þessara hækkana." Skattar á bensín og olíu voru síðast hækkaðar um 10 ISK um áramótinn í lausasölu sem og var hækkað á miðju síðasta ári og líka á miðju ári 2009. Einnig hefur tollurinn verið hækkaður tvisvar(á olíu) að mig minni síðan þessi stjórn tók við, hvar hefur þú verið frá hruni Gunnar?
"Það verður ekki hægt að skapa velsæld á Íslandi með að nota lánsfé til að malbika vegi eða bora gat í fjöll það held ég sé öllum ljóst það er langt í frá þjóðhagslega hagkvæmt" 1. VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ TAKA LÁN FYRIR VEGFRAMKVÆMDUM, það er númer eitt hjá mér a ofan, þetta er borgað með þeim peningum sem koma inn vegna skatta á eldsneyti en það eru um 40-45 miljarðar á ári + VSK sem er 25.5 %(og var LÍKA BÆTT VIÐ SEM ÁLÖGUR Á ALMENNING)fyrir utan bifreiðagjöld og tolla af eldsneytinu. Ríkið færum 80 miljarða -+ sem á að renna í vegagerð,viðhald vega og í önnur samgöngumálefni en það skilar sér ekki nema um 20%. Vegir eru bygðir upp af BEINUM skatttekjum en ekki lánum nema um risaframkvæmdir sé að ræða. Oftast er greiðslu frekar seinka en að taka lán. 2)Jú það er hagkvæmara, það minkar viðhald á vegum, minkar snjómokstur og styttir leiðir. Það sparar ríkinu peninga til lengri tíma litið sem og almenningi. 3) þú hefur greinilega ekki kynnt þér það sem verið er að gera td við álverið í grundartanga, þá hefðirðu ekki sagt " Það er ekki þjóðhagslega arðbært að flytja inn meira eldsneyti"
"Framkvæmdir af hinu opinbera eru í raun skattheimta á þjóðina" mig langar að fá frekari útskýringar á þessu, ég helt að framkvæmdir af hinu opinbera væru EDURGREIÐSLUR á greiddum skatti en ekki skattheimta. Annars, lestu no 4 þarna uppi varðandi"enginn orkuuppbygging"
Og gunnar, ekkert samsæri? hvað kallarðu þá aðför sem hefur verið kallað Icesave I, II og III. Þar fyrir utan þá er ekkert verið að "kíkja í pakkann" með ESB. Þar hefur ekki verið staðið við eitt orð. Annað held ég að sé vart svarvert hjá þér, eins vitlaust og það að ofan var.
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.6.2011 kl. 17:07
Brynjar minn þetta er svo mikið rugl og bull hjá þér að ég varð að svara því.
1. IMF http://www.imf.org/external/index.htm "International Monetary Fund".
2. Það er raunar rétt hjá þér að það hafa verið smávægilegar hækkanir skattheimtu á bensíni en aðal hækkunin kemur af gengishruni krónunnar en samt er í raun innflutningur niðurgreiddur vegna þess að gengi krónunnar er of hátt skráð og það er enginn trúverðugleiki á krónunni sem gjaldmiðli og þess vegna eru gjaldeyrishöftin.
3. Þessi gríðarlega skuldsetning bankakerfisins, gat ekki farið fram hjá eftirlitsaðaðilum hér og Seðlabanka raunar bera yfirvöld ábyrð á FME og Seðalabanka sem eftirlitsaðila. Það var raunar fest í stjórnarsáttmála tveggja ríkisstjórna að halda eftirliti og afskipti í lágmarki. Ætli það sé ekki samhengi á milli styrkja fjármálastofnanna til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og eftirlitsleysisins?
4. Hvað kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis um ábyrgð íslenskra stjórnvalda og einkennilega hagsmunaárekstra. Eitt dæmið er td að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og einn af Eimreiðarhópnum ákærður fyrir innherjasvik? Eða er það bara kjaftæði?
5. Augljóslega ef sköttum á bensín og olíu upp á fleirri tuga miljarða sem renna í ríkissjóð og hafa runnið í ríkissjóð á síðustu áratugum, verði varið beint í vegagerð þá þarf augljóslega að afla annara tekna fyrir ríkissjóð, sú staðreynd vona ég að flestir geri sér grein fyrir. Það er risagat milli tekna og útgjalda og það er náttúrlega hægt að skera niður og það verður inn úr fitulaginu inn i vöðvalagið og í gegnum bein. Það væri áhugavert að sjá það reiknidæmi og hvar menn vilja þá bera niður, og það er náttúrlega mega niðurskurður sem bætist við hitt gatið sem vart hefur verið stoppað í. Sannleikinn er sá sami framkvæmdir og velferðarkerfið á Íslandi verður aðeins greitt með álögum og sköttum á Íslendinga. Hvort sem það eru gjöld á bensín/tollar skattar eða annað. Það er vonandi kristaltært.
Raunar er það ekki hagkvæmt hinu íslenska örmyntarhagkerfinu að nota dýran og í raun niðurgreiddan gjaldeyri til að flytja inn olíu olíu þrátt fyrir það að það auki veltu í sjoppum og áningarstöðum með hringveginum.
Gunnr (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 23:42
Jæja ekki skánaði þetta hjá þér, og þó.
1. AGS= AlþjóðaGaldeirsSjóðurinn. Í umræðunni hefur ALLTAF tíðkast Íslenska þýðingin á nafnið en ekki enska. Ef þú hefðir verið á Íslandi frá því fyrir hrun, hefðir þú ekki set fram þetta bull.
2. Þú raunverulega hefur ekki fyllst með því hvað er að gerast hér á Íslandi, er það nokkuð? A) Smá hækkun, bara olíugjaldið hefur hækkað um 40 KR, vsk kemur svo (og bætir 25.5% á oliugjaldið eða 10.2 kr sem gera 50.2kr) fyrir utan þaðað VSK var hækkaður um 1% eða sirka 2.43. Þannig að við borgum um 52.5 krónum meira á lítra BARA í skatt. OG inní þetta tek ég ekki tollhækuninar á innfluttri olíu/bensíni) sem eru um 30%. Það hækkar smásöluverðið um 20kr + vsk á lítara. Ef þessar hækanir hefðu ekki komið til væri verðið í 180 kr á lítra en ekki um 245kr. Og að kenna krónuni um, það er eins og ef ofitusúklingur kennir vigtinni um holdafar sitt.Krónan er ekkert annað en vitnisburður um einkunn þessarar ríkistjórnar, sem þú ert að verja með egg og oddi.
3. FME var og er á hendi viðskiftaráðherra og seðlabankinn á hendi forsætisráðherra, hver viðskiftaráðherra haustið 2008 og hvaða flokki tilheirði hann? Get ekki munað betur en að fullur aðskilnaður hafi verið á milli seðlabanka og FME. Þetta er ekkert annað moldrok hjá þér til að þyrla rykií augu þess sem kann að lesa þetta.
4. sýnist sem svo að þér farist að tala hér, rannsóknarskýrsla Alþingissýndi svo ekki verður um villst að það var fámennur hópur viðskiftamanna(útrásavíkinga) sem setti bakakerfið á hliðinna. Fremstur í flokki fór Jón áskeir Jóhannesson. Tengsl hans við einn flokk(samfylkinguna) er afar áhugaverð svo ekki verði annað sagt. Þeir sem unnu hjá FME á þessum tíma voru og eru í ábyrð hjá Viðskiftaráherra þess tíma, þú ættir að kíkja upp á Alþingi og spyrja hann út í Eimreiðahópinn, hann situr þar enn þrátt fyrir verstu framistöðu allra Íslendingar fyrr og síðar.
5. 45% áætlaðra útgjalda 2010(fullur útreikningur fyrir hvert á verða ekki ljós fyrr en tveim árum eftir að viðkomandi fjármunum hefur verið varið) eru vaxtagjöld(vextir af lánum en ekki afborganir af þeim), sem er einstaklegafyndið þar sem ríkissjóður var nærri skuldlaus fyrir hrun. Þetta eru lán td frá AGS og Icesave. Það síðara sparaðist þar sem Íslendingar sögðu Bretum, Hollendingum og Ríkistjórnini að taka þessa pappíra og stinga þeim þar sem sólin ekki skín.Við það batnaði áætluð staða Íslands verulega.Td, var áætlað að árið 2011 myndu Íslendingar ferðast 3%(myndu kaupa 3% meira bensín/olíu en í fyrra óháð hvert farið sé) meira í fyrra(tekið úr fjálögum 2011)og var gert ráð fyrir að bensínið myndi kosta um 240 kr. Einnig var gert ráð fyrir að ferðamenn yrðu um 800.000 bara sem dæmi, því þú nemdir orð rétt " Það er risagat milli tekna og útgjalda og það er náttúrlega hægt að skera niður". Hljómar það eins og að Íslendingar séu að ferðast 3% meira + allir þessir ferðamenn? Þetta kemur sennilega ekki til með að ganga eftir, og er ekki það eina. Hærri skattur=minni innkoma(eða hærra verð=minni sala kannski kannast þú við það, gunnr). Hvað nú? hækka skatta enn meir? skera meira niður? Þú nærð ekki meira út því fólk er ekki fast á Íslandi, það fer bara til Noregs. Hvernig ætlarðu þá að ná í þann pening sem þú ætlar að ná í?
Og svo aukavitleysan; Niðurgreiddur gjaldeyrir? http://www.hagstofan.is/Hagtolur/Utanrikisverslun/Ut--og-innflutningur Við flytjum meira út en inn. Það að nota gjaldmiðil annars lands útheimtir meiri aga en af eigin gjaldmiðli, ertu að seigja að við séum ekki nógu öguð til að halda í eigin krónu?Ef svo er, hvernig ætlarðu að hafa anna gjaldmiðil? Í stað þess að gjaldeyrir klárist og viðkomandi gjaldmiðill verður gjaldþrota, þá klárast peningarnir og landið verður gjaldþrota, það er svolítill munur þar á er það ekki.
Þar fyrir utan áttu enn eftir að útskíra "Framkvæmdir af hinu opinbera eru í raun skattheimta á þjóðina" fyrir mér
Brynjar Þór Guðmundsson, 23.6.2011 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.