20.6.2011 | 17:36
Nefnd ofan í nefnd, sem fari yfir nefnd, sem nefnd verði nefndanefnd
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur farið mikinn undanfarin misseri og haft uppi stór orð um fiskveiðistjórnunarkerfið og talið sig hafa allar lausnir á vanköntum þess á takteinum.
Hún hefur veri ein af fáum, sem stutt hafa frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, en virðist nú vera farin að efast um ágæti hugmynda Jóns og sinna eigin.
Nefnd sex hagfræðinga, sem Jón fékk til að gera úttekt á frumvörpum sínum eftir að þau voru lögð fram í stað þess að gera það á vinnslutíma þeirra, fann þeim flest til foráttu og kvað nánast upp dauðadóm yfir þeim, enda myndu þau skaða atvinnugreinina í heild og þar með verða þjóðarbúinu til stórtjóns.
Ólína leggur nú til að sett verði á fót enn ein nefnd, skipuð hagfræðingum, samfélagsfræðingum og lögfræðingum, til að fara yfir störf og niðurstöður hagfræðinganna, sem skipuðu nefndina hans Jóns.
Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar til að fjalla um og gera tillögur um fiskveiðistjórnunina og má t.d. benda á "Sáttanefndina" sem skilaði samhljóða tillögum í fyrrahaust, sem engin sátt hefur náðst um.
Vinnubrögðin í þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar er ríkisstjórninni til háborinnar skammar og svo sem ekki að búast við öðru af hennar hálfu.
Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli hana vanti ekki að redda einhverjum vinum sínum vinnu, því ekki er eins og hún hlusti á nokkurn mann nema að viðkomandi sé henni alveg sammála...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.6.2011 kl. 17:43
Það eru bara tvær hliðar á þessu máli: Öfund og veruleiki. Ólína, rauðhærða skutlan er að drepast úr þjáningum með sitt öfundargen. Við þurfum ekki að ræða Lilju Súgandafjarðar, sér á báti og þegi kvótagróða per hvert kíló! Loksins, eftir eins árs aðlögun vaknar Árni Páll og vill hafa gróða út úr greininni. Milli hvaða sólbaðsstofa var hann að ferðast allan tíman? Hvenær gefst þessi ríkisstjórn upp? Allar hennar áætlanir eru ónýtar, svik við alla samninga eru hennar leiðarljós.
össi gaur (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 23:17
Í þeirri könnun hlýtur þá að vera tekið með inn í jöfnuna að nú er ekki veitt nema um það bil einn þriðji af því sem kvótakerfinu var ætlað að skapa í upphafi. Og það sem meira er þá var á fyrstu árum kvótakerfisins veitt ca. tvöfalt það sem veitt er í dag.
Kristinn Karl Brynjarsson, 21.6.2011 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.