7.6.2011 | 13:38
Vísvitandi skemmdarverk á sjávarútvegi?
Gjörsamlega er óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli leggja fram svo illa undirbúin og vanhugsuð frumvörp um undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, að nánast undantekningarlaust allir, sem umsögnum hafa skilað um þau til Alþingis, skuli vera sammála um að þau séu verri en engin og raunar til þess fallin að eyðileggja áratuga uppbyggingu atvinnugreinarinnar og hagkvæmni hennar.
Einnig er ótrúlegt að frumvörpin skuli ekki vera vitrænni, eftir margra missera vinnu við þau í Sjávarútvegsráðuneytinu, en það skýrist væntanlega af þeim illindum sem innan stjórnarflokkanna ríkir um málið og ekki síður á milli flokkanna.
Ekki síður er forkastanlegt að henda frumvörpum, ekki síst svona illa unnum, inn í þingið á síðustu dögum fyrir þingslit og ætlst til að þau séu afgreidd og leidd í lög án almennilegrar umræðu og vinnu við úrbætur og breytingar á þeim.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýndi þessi vinnubrögð harðlega á þinginu og sagði m.a "Allir sem hefðu veitt álit á frumvarpinu hefðu verið neikvæðir, talið frumvarpið vanbúið, muni engum árangri skila og kunni jafnvel að brjóta gegn stjórnarskrá. Þá sé óljóst fyrir hvern verið sé að setja þessi lög."
Þessi vinnubrögð eru því undarlegri, þar sem Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir á Alþingi í gær, að sjávarútvegsstefna Framsóknarflokksins væri miklu betri en stefna ríkisstjórnarinnar og því ætti að vera hægt að ná samkomulagi á þinginu um málið.
Það hlýtur að vera einsdæmi, að ráðherra skuli lýsa stefnu stjórnar sinnar í svo stóru máli sem handónýtri og reynandi væri að ná samkomulagi um mál á grundvelli stefnu stjórnarandstöðuflokks.
![]() |
„Þetta er ekki hægt" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.