6.6.2011 | 20:06
Ekki réttarfarsleg mistök?
Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist meta það svo að engin réttarfarsleg mistök hafi verið gerð í málsmeðferðinni gegn Geir H. Haarde.
Í fréttinni er eftir henni haft: "Það er ekkert hægt að lesa landsdómslögin öðruvísi en að maðurinn teljist ákærður eftir að búið er að ákveða að höfða málið með þingsályktuninni. En það var verið að bera þetta saman við sakamálalögin, en þar ertu ekki sakborningur fyrr en það er búið að bera þig formlega sökum. En það er líklega ekki hægt að bera mann sökum með meira afgerandi hætti en að þingið álykti um að það eigi að höfða mál á hendur honum."
Sjálfsagt er það rétt hjá saksóknaranum, að ákæran hafi verið í samræmi við lögin um Landsdóm, þannig að engin mistök hafi verið gerð að því leiti. Hins vegar hefur komið fram, að þingnefnd Atla Gíslasonar, sem lagði fram tillöguna um að stefna fjórum ráðherrun fyrir dóminn, rannsakaði málið ekkert sjálf, eða aðilar á hennar vegum, heldur var alfarið byggt á umsögn Rannsóknarnefndar Alþingis, sem sjálf lét þess getið við útgáfu skýrslu sinnar að hún væri ekki dómur, heldur skoðun nefndarmannna og þess sem hún hefði orðið áskynja í rannsókn sinni og þótt vera líklegt til að teljast vera lögbrot, hefði verið vísað til nánari rannsóknar þar til bærra aðila.
Því hljóta það að teljast réttarfarsleg mistök Alþingis að samþykkja að stefna einum af þeim fjórum ráðherrum, sem Atlanefndin lagði til að stefnt yrði, fyrir Landsdóm á grunni ákæru sem alfarið er byggð á skoðunum nefndarmanna Rannsóknarnefndar Alþingis, sem þeir töldu reyndar sjálfir að væru ekki brot á neinum lögum, en flokkuðu þó undir mistök í starfi þessara ráðherra.
Viðbrögð og gerðir manna í störfum sínum eru oft umdeilanleg og því meira en hæpið að ákæra þá fyrir slíkt, ef liggur að baki nákvæm sakamálarannsókn sem leiða myndi í ljós augljós lögbrot og í hverju þau væru fólgin og í slíkum tilfellum dygði ekki að vera annarrar pólitískrar skoðunar en sakborningurinn eða telja eftirá að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við, en gert var.
Í huga ólöglærðra snýst þetta mál ekki um lög og rétt, heldur pólitískar hefndaraðgerðir sem eru öllum sem að þeim standa til háborinnar skammar og þeirra hinna sömu mun verða minnst um ókonin ár fyrir ræfildóm og ómerkilegheit.
Engin réttarfarsleg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nornaveiðar frá illa innrættu kommaliði.
Það mætti alveg eins ákæra suma stjórnarliða fyrir að reyna að blekkja og hræða þjóðina til að greiða Icesave. Skuld sem meginþorri þjóðarinnar kom ekkert nálægt og vissi ekkert um.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 20:42
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun seint teljast til merkari þingmanna, en eftir sem áður er hann í þingflokki Samfylkingarinnar og veit því hvernig mál eru undirbúin á þeim bæ og hvað ræður afstöðu samflokksmanna hans þegar þau eru afgreidd.
Eins og sjá má af ÞESSARI frétt, viðurkennir Sigmundur Ernir að réttarhöldin gegn Geir H. Haarde séu ekkert annað en pólitískar ofsóknir og hreinn skrípaleikur.
Engin ástæða er til að efast um þennan vitnisburð úr innsta hring Samfylkingarinnar.
Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2011 kl. 21:55
Úbbs Axel! Þessi tilvitnuðu orð eru alls ekki höfð eftir saksóknaranum, heldur Geir Haarde sjálfum. Þannig að nú ertu að gera mistök.
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.6.2011 kl. 16:28
Ef einhver réttarfarsleg mistök voru gerð af fólki í svo illum hug eins og vinstri grænir,
þá hafa þeir bara verið að gera Geir greiða svo að allir þessir þikjustunni-andstæðingar
geti haldið fési ! Geir Haarde hefði allt eins getað verið VG ef svo hentaði honum.
Jonsi (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 18:48
Þikjustunni þingmaður Geir ásakaður af þikjustunni andstæðingum, borinn fyrir þikjustunni dómstól, skipaðann af þikjustunni þingræði, á vegum þikjustunni líðræðis í þikjustunni landi.
Einsi (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 18:53
Magnús, það breytir engu um pistilinn sem slíkan, hvort það var Sigríður eða Geir sem létu þau orð falla, sem feitletruð eru hér að ofan.
Aðalatriðið skrifanna eru gagnrýnin á málsmeðferðina og sú fullyrðing mín, að það séu réttarfarsleg mistök að ákæra mann á grundvelli óljósra skoðana einstaklinga úti í bæ, í þessu tilfelli þeirra þriggja sem skipuðu Rannsóknarnefnd Alþingis, en sú nefnd rannsakaði mál ekki á nokkurn hátt sem sakamál, heldur vísaði því sem hún taldi lögbrot til Sérstaks saksóknara, en það gerði hún ekki í tilfelli ráðherrannna, né lagði til að þeim yrði stefnt fyrir Landsdóm. Atlanefndin rannsakaði málin ekki heldur og því síður rannsökuðu þau dusilmenni á þingi, sem ákæruna samþykktu, málið á nokkurn hátt, enda hljóta þeir að skammast sín óendanlega núna. Geri þau það ekki, eru þau enn samviskulausari þrjótar, en maður hefði getað ímyndað sér.
Í upphafi fréttarinnar sagði: "Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir H. Haarde , segir að að sínu mati hafi ekki verið gerð nein réttarfarsleg mistök í málsferðferðinni."
Það voru fyrst og fremst þessi orð Sigríðar sem voru tilefni skrifanna að ofan.
Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2011 kl. 19:18
Ég er sammála því að þetta séu réttarfarsleg mistök. Það er hins vegar rétt og satt að Geir átti þessi ummæli og sagði þetta sér til varnar og því er skrítið að eigna henni þau og áfellast hana fyrir.
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.6.2011 kl. 20:50
Hvergi var í textanum verið að áfellast hana fyrir feitletruðu setningarnar.
Ég hélt að eftirfarandi orð úr athugasemd nr. 6 væru auðskilin, en kannski er ástæða til að endurtaka þau:
Í upphafi fréttarinnar sagði: "Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir H. Haarde , segir að að sínu mati hafi ekki verið gerð nein réttarfarsleg mistök í málsferðferðinni."
Það voru fyrst og fremst þessi orð Sigríðar sem voru tilefni skrifanna að ofan.
Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2011 kl. 21:13
A-humm. Já. Er semsagt alveg sama hver segir hvað? Og er það sem feitletrað er málinu bara óviðkomandi, eða svona næstum því? Mér finnst að þú eigir að leiðrétta pistilinn með hliðsjón af því sem rétt er. Fyrirgefðu að ég skuli benda á það. Við erum samt alveg sammála um það að réttarhöldin eru sýndarmennskan ein og mistök frá upphafi. Og ég skil alveg orðin í athugasemd 6. Og í athugasemd 8 ef í það fer. Og það var algjör óþarfi að endurtaka þau. Fyrst að þau tilvitnuðu orð Sigríðar voru megintilefni skrifanna, þá áttu þau að vera feitletruð en hin ekki. Og þegar þú veist að þú eignar röngum aðila ákveðin ummæli þá átt þú að leiðrétta það en ekki þumbast bara við og láta rangt standa. Fyrirgefðu aftur Axel, en mér finnst þetta bara. Svo hef ég ekki meira um málið að segja.
Magnús Óskar Ingvarsson, 8.6.2011 kl. 02:21
Í fyrsta lagi er þetta sem þú tuðar um, Magnús, algert aukaatriði og í örðu lagi kemur ekki almennilega fram í fréttinni eftir hverjum þessi orð eru höfð.
Það er talað um Geir í þriðju persónu og því var mun líklegra að þetta væri haft eftir Sigríði en honum sjálfum.
Pistilinn var hins vegar ekki hugleiðing um þessi orð sérstaklega, heldur var verið að mótmæla því að ekki væri um réttarfarsleg mistök að ræða í málinu.
Niðurstaða mín er sú, að ekki sé einungis um mistök að ræða, heldur réttarfarslegan skandal, en hann er hins vegar ekki á ábyrgð Sigríðar, heldur dusilmenna á Alþingi.
Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2011 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.