6.6.2011 | 16:23
AGS staðfestir að ríkisstjórnin laug að almenningi
Julie Kozack, yfirráðherra AGS yfir Íslandi, staðfesti á blaðamannafundi í dag, að allt sem ríkisstjórnin sagði og hótaði þjóðinni ef hún samþykkti ekki þrælasamninginn um Icesave var eintóm lygi og blekkingar, eins og andstæðingar þrælalaganna héldu fram allan tímann sem umræður um málið fóru fram.
Í fréttinni segir t.d: "Fram kom í máli Kozack, að vinnan við fimmtu endurskoðunina hafi meðal annars snúist um að kanna áhrif á höfnun ríkisábyrgðar á skuldbindingum í tengslum við Icesave-málið á stöðu efnahagsmála. Niðurstaðan hafi verið sú að staðan í málinu mun ekki hafa áhrif á fjárfestingu hér á landi í ár.Fram kemur í skýrslu sjóðsins um fimmtu endurskoðunina, að sérfræðingar AGS gera ráð fyrir að fjárfesting muni aukast um tæp 17% í ár og 18,5% á næsta ári. Kozack sagði það til marks um lítil áhrif Icesave-deilunnar á stöðu mála, að alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin hafi ekki lækkað lánshæfismat ríkisins í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar og að stjórnvöld séu að fara ráðast í skuldabréfaútboð erlendis á næstunni."
Ríkisstjórnin hélt því einmitt statt og stöðugt fram, fyrir atkvæðagreiðsluna um Icesave, að allt þetta myndi gerast, þ.e. lánshæfismat myndi lækka, erlendir fjárfestar myndu forðast landið og allir lánsfjármarkaðir myndu lokast. Þetta myndi svo aftur dýpka og lengja kreppuna, en sú staðhæfing er notuð eftir hendinni af ráðherrunum, því stundum geta þeir ekki lýst ánægju sinni nógsamlega með hvað efnahagslífið sé í mikilli framför og að kreppan sé nú þegar að baki.
Allt, sem ríkisstjórnin segir um efnahags- og atvinnumál eru ósannindi og það hefur nú verið staðfest af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Miðað við álit ráðherranna sjálfra á mikilvægi AGS fyrir endurreisnina, þarf varla frekari vitna við.
Engin áhrif á fjárfestingar í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Minnistæður þessi tími og staðfestir,að við eigum menn sem hafa vit og þekkingu til að leiða okkur gegnum þrengingar,er okkar eigin stjórnvöld ljúga og hræða. Til hvers er mér hulið!! Þó virðist það tengjast ásókn í að innlima Ísland í ESB. Mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2011 kl. 18:18
Bjarni Ben og c/o samþyktu þessa vitleisu og hékk í pilsfaldi Samfylkingunar og Steingríms J.....þeir eru ekki vitibornir þessir þingmenn Sjálfstæðismenn að sjá ekki lýgina eða koma auga á það sem fyrir lá....Hvaða axasköft gera þeir næst ?
Vilhjálmur Stefánsson, 6.6.2011 kl. 18:51
Ha, sagði ríkisstjórnin ósatt? STÖÐVIÐ PRENTVÉLARNAR! RÍKISSTJÓRNIN SAGÐI ÓSATT!
Ha, eru hún vön því?
Þessi ríkisstjórn hefur lítið gert annað en að koma sem staðlausar staðhæfingar um hitt og þetta. Daginn sem hún segir almenningi satt verður örugglega gefið frí.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2011 kl. 18:57
Það er nú orðið fréttnæmt ef að Seingrími ratast satt orð á munn.
Norninni ratast ekkert svoleiðis.... enda í felum undir borðinu sem allt er uppá... sem einginn veit hvar er, nema hún.
Óskar Guðmundsson, 6.6.2011 kl. 19:07
Vilhjálmur, það er rétt að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins trúðu lyginni og áróðrinum sem ríkisstjórnarflokkarnir ráku í þessu máli, eins og svo allt of margir aðrir í þjóðfélaginu.
Þeir og aðrir, sem létu blekkjast, hljóta að hugsa ríkisstjórninni þegjandi þörfina og glepjast varla aftur til að trúa einu einasta orði, sem frá henni kemur.
Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2011 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.