Bíræfnir hvalaskoðunarmenn

Það verður að teljast ótrúleg ósvífni af samtökum hvalaskoðunarfyrirtækja að taka upp formlegt samband við Alþjóðlega dýraverndunarsjóðinn (IFAW) í því skini að berjast gegn annarri atvinnugrein í landinu.

Í fréttinni segir þetta m.a: "IFAW mun taka höndum saman með Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, Icewhale, og hvetja ferðamenn til að fara í hvalaskoðunarferðir en sleppa því að leggja sér hvalkjöt til munns á veitingastöðum."

Að ein atvinnugrein skuli taka höndum saman við erlend samtök um að berjast gegn bæði hvalveiðum og neyslu hvalaafurða á veitingastöðum landsins, er svo yfirgengilegt að íslenskur almenningur verður að berjast gegn slíkum yfirgangi og öfgum.

Hvalveiðar, hvalaskoðun og neysla hvalkjöts getur vel farið saman og hefur það sannast t.d. við Reykjavíkurhöfn, þar sem veitingahús bjóða upp á hvalkjöt við bryggjusporðinn þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin stunda sína starfsemi.  Ferðamönnum þykir forvitnilegt að sjá hvalina úti á rúmsjó og smakka síðan afurðirnar þegar í land er komið.

Nóg er um öfgarnar í þessu þjóðfélagi, þó einstakar atvinnugreinar taki ekki upp samstarf við erlenda aðila og lýsi yfir stríði við aðrar greinar atvinnulífsins, þar á meðal þau fyrirtæki sem þjónusta viðskiptavini hvalaskoðunarfyrirtækjanna.

 


mbl.is Ferðamenn skoði hvali en borði þá ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður !

Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 16:03

2 identicon

Ekki er ég nú alltaf sammála þér ;) en núna er ég innilega sammála þér. Þetta er ótrúleg ósvífni, hvað ætli þessi kvalaskoðunarfyrirtæki myndu segja ef önnur fyrirtæki færu að berjast á móti þeim. Það væri líka gaman að vita hvort þessi kvalaskoðunarfyrirtæki skiluðu réttum tölum um farþega og tekjur. Það hefur nú löngum loðað við að allt sem fer í gegnum posana og helmingur þess sem er staðgreiddur sé talin fram, en helmingurinn fari í aðra vasa.

Afsökunin hjá eigendum er sú að það sé eina leiðin til að hafa eitthvað útúr þessu.

Larus (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband